Morgunblaðið - 17.07.2018, Síða 4
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Þ
að segir kannski meira um
blaðamann en bílinn sem
hann fékk til prufu, hvítan
Mercedes-Benz A-Class
180d Progressive+, að það tók hann
smátíma að koma bílnum á hreyfingu,
fyrst eftir að hann settist á bak við
stýrið. Þar sem hann er óvanur
„lyklalausum“ bílum þurfti fyrst að
átta sig á hvernig ræsa ætti farar-
tækið. Þegar búið var að leysa þá
gátu, sem fólst einfaldlega í því að
stíga á bremsuna og ýta á „Start“-
takkann, þá var næst að sjá hvernig
hægt væri að koma bílnum í gír og
hreyfa hann úr sporunum.
Engin var gírstöngin hægra meg-
in, heldur vígalegur hnúður sem
reyndist vera hluti af „tölvumúsinni“
sem stýrir allri tækninni í bílnum, og
afþreyingarkerfinu, og því þurfti
maður að leita annað eftir gírunum –
en hvert!
Vanalega eru gírstangir fremur
fyrirferðarmiklar og áberandi hluti af
innra rými bifreiða, en því er ekki að
heilsa í A - Class. Nett gírstöngin
fannst áföst við stýrið hægra megin,
þar sem maður finnur gjarnan rúðu-
þurrkusveifina. Þá daga sem ég var
með bílinn til reynslu ruglaðist ég
tvisvar til þrisvar á rúðuþurrkunum,
sem er annars að finna vinstra megin
við stýrið, og gírunum. Ég tel að
þetta venjist þó fljótt og í rauninni
finnst mér það einhvernveginn nota-
legt að gírarnir séu jafn fyrirferð-
arlitlir í bílnum og raun ber vitni –
eins og þeir séu hálfgert aukaatriði.
Það sama má segja um handbrems-
una, það verða engar Fast and Furio-
us-„handbremsubeygjur“ teknar á
þessum bíl. Handbremsan er einfald-
lega lítill takki vinstra megin í mæla-
borðinu.
Rétt er þó að benda á að hægt er að
taka Fast and Furious-rispur með því
að skipta bílnum úr sjálfskiptum yfir í
beinskiptan með „blöðkunum“ sem
staðsettar eru á bak við stýrið.
Strax og maður fær það verkefni
að skrifa pistil um Benz-bifreið, fara
væntingarnar á flug, enda er Benz
eitt þekktasta vörumerki heims. Í
stuttu máli varð ég ekki fyrir von-
brigðum með nýja A-Class, enda var
hann eins og hugur manns í akstri, og
ég ók honum stoltur um borg og bý.
Það læddist samt að mér sú spurning,
hvort fólkið sem sá mig á bílnum hafi
örugglega áttað sig á ég væri að
keyra Benz. Er bíllinn kannski aðeins
of venjulegur úr fjarska séð, og þá
einkum séður á hlið, því enginn velk-
ist í vafa um tegundina þegar horft er
á hann beint framan á, þar sem hið
tígullega Benz-merki er staðsett.
Þó að bíllinn sé nokkuð „venjuleg-
ur“ í laginu að utan, þá eru þar ákveð-
in smáatriði sem gefa honum
skemmtilegt og sportlegt yfirbragð
eins og púströrin tvö að aftan og ljós-
in að framan.
Retro-ristar
Það er þægilegt að fara inn og út úr
A-Class og ekkert sem truflar mann
þar, og þrýstin ARTICO-leðurlíkis-
sportsætin, sem eru hluti af þeim
aukabúnaði sem prýðir bílinn, voru
sérlega þægileg. Þau ættu að geta
fallið flestum í geð, því hægt er að
stilla þau á marga vegu. Ekki ein-
ungis er hægt að framkvæma helstu
aðgerðir, eins og að draga þau fram
og til baka, og halla aftur og fram,
heldur er líka hægt að tjakka sætin
upp og niður með sveif á hliðunum,
þrýsta þeim upp í miðjunni til að gefa
aukinn stuðning og einnig að færa
fram og til baka púða hjá klofinu, en
allt þetta ætti að hjálpa til við að gera
setuna í bílnum ánægjulega og þægi-
lega á löngum sem stuttum ferðum.
Án þess að vera með frekju, þá væri
samt gaman ef það væri hægt að færa
sætin fram og til baka rafrænt, en
slíkt getur verið mjög hentugt í lengri
ökuferðum.
Morgunblaðið/Eggert
Næmur og notalegur
Blaðamaður þurfti að gæta sín á hraðablindu á
bak við stýrið á nýja A-Class frá Benz. Þessi
smái en knái díselbíll er með ágætis viðbragð.
Meðaleyðslan í prufakstrinum mældist rúmir 6 lítrar á 100 km
Stjórnborðið þykir ákaflega vel heppnað og útblástursristarnar snotrar.
4 | MORGUNBLAÐIÐ
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Mercedes-Benz A-Class
180d Progressive+
» 116 hestöfl, 260 Nm
» 7 þrepa sjálfskipting
» 4 strokka, 1.461 cc díselvél
» 4.1- 4.3 l / 100 km í blönd-
uðum akstri
» Úr 0-100 km/klst. á 10,5 sek-
úndum
» Hámarkshraði 202 km/klst.
» Framhjóladrifinn
» 205/60 R16 dekk
» Eigin þyngd: 1.370 kg
» Farangursrými: 370 lítrar
» Koltvísýringslosun: 108-114
g/km
» Listaverð 5.990.000 kr.
„Er bíllinn kannski aðeins of venjulegur úr fjarska séð,
og þá einkum séður á hlið, því enginn velkist í vafa um
tegundina þegar horft er á hann beint framan á, þar sem
hið tígullega Benz-merki er staðsett.“
Sjá síðu 6