Morgunblaðið - 17.07.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.07.2018, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ | 9 LC 500 og 500h eru ættarlaukar Lexus-fjölskyldunnar og byggjast á LF-LC hugmyndabílnum sem frum- sýndur var árið 2012. Raunar þykir merkilegt hve lítill munur er á fram- leiðsluútgáfunum tveimur og á fram- úrstefnulega hugmyndabílnum sem heimsbyggðin fékk fyrst að berja augum árið 2012. Þeir sem eru vel að sér um ættartré Lexus sjá líka skýr útlitseinkenni frá LFA-sportbílnum sem framleiddur var í aðeins 500 ein- tökum frá 2010 til 2012 og kostaði nærri fjórfalt mmeira en LC 500h Framleiðsla LC 500 og 500h hófst á fyrri helmingi árs 2017 og gaman að segja frá því að íslenska Lexus- umboðið flutti inn og seldi eitt ein- tak. Allt of sjaldgæft að bílar af þessu kalíberi birtist í sýningar- sölum á Íslandi og væri óskandi að íslenskir bílaáhugamenn gætu t.d. fengið að mæna á Audi R8 hjá Heklu eða Maserati Gran Turismo hjá Ís- band – en það er efni í aðra grein. Yfirvegun og agi Þegar ég kom að sækja lyklana að bílnum beið mín lítil sendinefnd frá Lexus; hver með sitt hlutverk: einn til að gæta þess að bíllinn væri í lagi, annar til að hugsa um almanna- tengslahliðina og sá þriðji til að túlka. Eftir bugt og beygingar sam- kvæmt japanskri hefð, og með fang- ið fullt af nafnspjöldum, fékk ég lykl- ana og spanaði af stað. „En hvað er þetta?“ hugsaði ég með mér. „Hvar er sportbílahljóðið? Hefði ég kannski frekar átt á biðja um V8-vélina?“ En eftir því sem ég þræddi götur höfuðborgar Japans rann betur upp fyrir mér að LC 500h er hinn fullkomni sportbíll fyrir jap- anskar aðstæður. Það þætti nefni- lega allt of groddalegt að aka um bæinn á háværum Huracán, og Bentley Continental væri of breiður fyrir þröngar hliðargöturnar þar sem bílar, hjól og gangandi vegfar- endur þurfa að deila með sér mjórri ræmu af malbiki. Og útlitið smell- passar við Tókýó þar sem allt er framúrstefnulegt og framandi. LC 500h er sportbíll hins kurteisa manns sem þarf ekki að ýfa skraut- fjaðrirnar eins og gutti í japönsku strákabandi. Hann er yfirvegaður, agaður og lætur sér meira að segja annt um umhverfið því eldsneyt- isnotkunin er ekki nema um 7,8 lítr- ar á hundraðið í blönduðum akstri (12,4 lítrar með V8-vélinni). En svo, þegar aðstæður kalla á það, varpar LC 500h af sér yfirveg- uðu yfirbragðinu og breytist í trylli- tæki. Til að láta reyna á eiginleika bílsins var stefnan sett á hinn goð- sagnakennda Hakone-veg suðvestur af Tókýó og vélin sett á sportstill- ingu. Hakone-vegurinn er tollvegur og meira eða minna laus við allt hraða- eftirlit. Það sem meira er, þá er mal- bikið rennislétt og fínt og gæði veg- arins þykja minna á þýska hraðbraut. Hann hlykkjast um skógi vaxnar fjallshlíðar þar sem loftið er svalt og hreint, og það eina sem truflar friðinn eru drunurnar í stöku tryllitæki sem þýtur eftir veginum. Þetta er sá staður sem japanskir bílablaðamenn nota þegar þeir vilja virkilega sjá hvað býr í ökutækj- unum sem þeir prófa. Hakone er mekka japansks bíladellufólks. Langferðabíll frekar en sportbíll? Óhætt er að segja að LC 500h njóti sín vel þegar komið er upp í fjöllin. Hann er að vísu ekki raketta – tekur 4,7 sekúndur að ná upp í hundraðið sem er alveg ágætt, en fær ekki hárin til að rísa eins og t.d. Lamborghini Huracán sem er 3,2 sekúndur að ná sama hraða. Vélin fnæsir heldur ekki eða urrar þegar ýtt er fast á bensíngjöfina, heldur rymur eins og samúræi. Ökumaður nýtur akstursins út í gegn, og hjálpar þar til hvað fram- úrstefnuleg sætin eru þægileg og öll stjórntæki eins og þau eiga að vera. Leiðsögukerfið er m.a.s. nægilega gott til að koma Íslendingi á áfanga- stað þó svo að allar leiðbeiningar séu á japönsku. En er þá ekki LC 500h langferða- glæsivagn – grand tourer – frekar en hreinræktaður sportbíll? Sumir bílablaðamenn vilja einmitt frekar setja LC 500h í þann flokk en ég sé eitt og annað því til fyrirstöðu: skott- ið er t.d. ekki sérlega rúmgott, og rétt svo pláss fyrir tvær töskur í handfarangursstærð og einn inn- kaupapoka úr fríhöfninni. Hljóðein- angrunin er heldur ekki eins góð og ég hefði vænst af dýrum lang- ferðabíl, og hljóðkerfið gerði ekki mikið fyrir mig. Strangt til tekið er LC 500h fjögurra sæta, en aftur- sætin henta ekki öðrum en fólki sem misst hefur báða fætur fyrir neðan hné. Enn fallegri í eigin persónu Hvaða dóm fær svo LC 500h, þeg- ar upp er staðið? Það verður ekki um það deilt að bíllinn er afskaplega fal- legur, jafnt að innan sem utan, og raunar fannst mér snúið að koma því til skila á tvívíðum ljósmyndum hvað hann hefur ofboðslega vel heppn- aðar útlínur. Í akstri er LC 500h eins og hugur manns, og tiltölulega spar- neytinn miðað við getu. Þó að skottið sé ekki stórt rúmar það eitt af þessu þrennu: golfkylfusettið, matarinn- kaup fyrir vikuna eða farangur fyrir helgarferð til útlanda fyrir tvo. Eftir situr að verðið er fullhátt. Listaverð á LC 500h í Sport+ út- færslu er rúmlega 20 milljónir, en til samanburðar kostar frá 14 millj- ónum að eignast grunnútgáfu Porsche Panamera-tengiltvinnbíls, sem er álíka hraðskreiður bræð- ingur af sportbíl og langferðabíl. Kannski geri ég of miklar kröfur til Lexus, hafandi ekkert nema gott að segja um þá framúrskarandi bíla sem fyrirtækið framleiðir, en það er eins og LC 500h nái ekki því efsta- stigi sem ég hafði vonast eftir og því er erfitt fyrir mig að réttlæta verð- miðann. Ég gæti samt glápt á LC 500h endalaust. lexus lc 500 Í akstri er LC 500h eins og hugur manns, og tiltölu- lega sparneytinn miðað við getu. Þó að skottið sé ekki stórt rúmar það eitt af þessu þrennu: golfkylfusettið, mat- arinnkaup fyrir vik- una eða farangur fyr- ir helgarferð til útlanda fyrir tvo. Hakone-vegurinn liggur upp á fjallstind þar sem grænir skógar og blár himinn blasa við. Einn af þessum vegum sem kalla á pílagrímsför.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.