Morgunblaðið - 16.08.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 16.08.2018, Síða 1
VILJA UMHVERFISVÆNAR LAUSNIR Svifið á haffletinum á rafknúinni sæþotu. 5 Unnið í samvinnu við Justikal heldur með rafrænum hætti utan um dómsmál og öll þau gögn sem þar koma við sögu. 15 VIÐSKIPTA Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Smyril Line, segir að áherslan í Evrópu sé á hagk og umhverfisvænar flutningalausnir. RAFRÆNLAGASKJÖL 4 væm FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Vægi ferðaþjónustu ofmetið Þetta má lesa úr greiningu Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem byggir á nýjum ferðaþjónustureikningum Hagstofu Íslands. Áður var áætlað að 13,3% launþega á Íslandi hefðu starfað í ferðaþjón- ustu í fyrra. Samkvæmt greiningu á nýjum ferðaþjónustureikningum Hagstofu Íslands má hins vegar gera ráð fyrir að hlutfallið 8,6% sé nær lagi. Þetta þýðir að starfsmennirnir hafi verið um 16.700 í fyrra en ekki um 25.800 eins og áður var talið. Vilborg Helga Júlíusdóttir, grein- andi og hagfræðingur hjá SAF, segir skýringuna meðal annars þá að 65% af umsvifum í einkennandi ferðaþjón- ustugreinum séu vegna venjubund- innar neyslu, eða neyslu ótengdri ferðamennsku. Mikið til innlend eftirspurn Til dæmis sé eftirspurn eftir veit- ingaþjónustu að mestu innlend. „Markaðshlutdeild erlendra ferða- manna í viðskiptavinahópi fyrirtækja í veitingaþjónustu hefur að sjálfsögðu vaxið jafnt og þétt undanfarin ár en samkvæmt nýjum ferðaþjón- ustureikningum Hagstofunnar var markaðshlutdeild þeirra í fyrra um 35%,“ segir Vilborg. Fleiri teikn eru á lofti. Samkvæmt áætlun SAF voru 27.029 bílaleigu- bílar skráðir í byrjun þessa mánaðar. Það er fjölgun um 800 bíla milli ára, sem samsvarar 3% aukningu. Til samanburðar var aukningin 21,3% milli ágúst 2016 og 2017. Vöxturinn hefur því minnkað mikið. Á móti kemur að bílaleigubílar hafa aldrei verið fleiri. Mikil fækkun blasir við „Við gerum ráð fyrir 17-20% fækk- un í skráningu nýrra bílaleigubíla í ár. Samdrátturinn var um 8% í maí. Við erum nú á toppi eftirspurnarinnar og mikil fækkun nýskráninga í ár blasir við. Það er mikil fylgni milli fjölgunar ferðamanna og kaupa á nýjum bíla- leigubílum. Þessar tölur undirstrika að það er að hægja mikið á vexti ferðaþjónustunnar. Það má segja að við séum nú í eðlilegri fjölgun ef mið- að er við það sem gerist erlendis.“ Vilborg Helga bendir jafnframt á að fargjaldatekjur flugfélaga til Ís- lands hafi dregist saman um 1,6% milli ára 2016 og 2017, þrátt fyrir stóraukið framboð. Það vitni um stór- lækkað verð á flugmiðum. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Vinnumálastofnun spáir nú færri nýjum störfum í ár en hún gerði í byrjun árs. Störfum í ferðaþjónustu fjölgaði minna en spáð var. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samtök ferðaþjónustunnar telja að vægi ferðaþjón- ustu á íslenskum vinnu- markaði kunni að vera verulega ofmetið í fyrri áætlunum. Morgunblaðið/Eggert Störfum í ferðaþjónustu hefur fjölgað hratt síðustu ár. Deilt er um fjöldann. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 1.400 16.2.‘18 16.2.‘18 15.8.‘18 15.8.‘18 1.776,87 1.595,78 130 125 120 115 110 124,45 123,85 Lánshæfismatsfyrirtækið Creditinfo hefur vaxið mikið undanfarin ár, en fyrirtækið rekur 25 lánshæfis- matsstofnanir í fjórum heimsálfum. Velta fyrirtækisins á fyrri helmingi þessa árs var 2,3 milljarðar króna og EBTIDA, hagnaður fyrir fjármagns- liði, afskriftir og skatta, nam 359,5 milljónum á sama tímabili. Áætluð veltuaukning fyrirtækisins á árinu er 22% og áætluð EBITDA-aukning 227%. Steffano Stoppani, forstjóri Credit- info Group, segir spennandi tíma fram undan fyrir fyrirtæki sem vinna með gögn í kjölfar aukins aðgengis, og að tækifæri séu til að láta fleiri hópa þjóð- félagsins njóta góðs af. Aldamótakyn- slóðin, fólk fætt eftir árið 1992, sem oft hefur ekki stöðuga vinnu og tekjur, er dæmi um einn slíkan hóp í Evrópu sem hefur átt í erfiðleikum með að útvega sér lánsfé. Gæti staða þeirrar kynslóðar horft til bóta. Aukið lánsfé fyrir fleiri hópa Morgunblaðið/Valli Stefano Stoppani segir banka þurfa að aðlagast breyttu umhverfi. Stefano Stoppani, forstjóri Creditinfo, segir fleiri hópa samfélagsins nú geta feng- ið aðgang að lánsfé. 8 Afleiðingar gjaldeyriskreppu í Tyrklandi eru óljósar á þess- ari stundu en líklegt er að hún muni hafa áhrif á hegðun fjárfesta. Tyrknesk kreppa gæti orðið smitandi 10 Elon Musk telur sig hafa tryggt fjármögnun frá Sádi- Arabíu til þess að afskrá Tesla en ekki eru allir jafn sannfærðir. Lex: Lúkur Musks í gullkistu prinsins 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.