Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 9
um, sem hefur ekki stöðuga vinnu. Þegar þú hefur ekki stöðuga innkomu er mjög erfitt, jafnvel þó að þú sért kominn af vel stæðu fólki, að fá aðgang að lánsfé. Það getur jafnvel verið erfitt að fá kreditkort eða námslán,“ segir Stoppani. Hann segir erfitt fyrir fólk á þessum aldri að leggja fram veð og að hefðbundnari bankar einblíni einfaldlega á það sem þeir hafi. „Í Suður- og Mið-Evrópu er aldamótakynslóðin að glíma við þetta vandamál. Þessi mál komu upp á ráðstefnu hjá okkur í Skandinavíu, þann- ig að þetta kemur okkur við hér líka,“ segir Stoppani. „Hins vegar eru þau sem ég kalla Ný- Evrópubúa. Við lifum á tímum gríðarlegra fólksflutninga. Fólk í leit að betra lífi, frá Afr- íku eða Austur-Evrópu. Allt þetta fólk kemur, hefur kannski störf einhvers staðar, en oftar en ekki er það bara fast. Í Suður-Evrópu, á Spáni, á Ítalíu eða í Frakklandi eru það yfirleitt inn- flytjendur sem reka litlar búðir sem selja ávexti, fisk og kjöt. Jafnvel 10 árum síðar, þeg- ar fjölskyldan er búin að koma sér fyrir, er ekki litið á þetta fólk sem heimafólk, með stöð- ugar tekjur. Þetta fólk er ekki hluti af fjár- málakerfinu. Stundum er fjárstreymið einnig óformlegt. Það getur verið erfitt að henda reiður á því,“ segir Stoppani. Segir hann fólk í þessari stöðu fast í vítahring og standi iðulega ekkert annað til boða en að fara til okurlánara. „Þetta er dæmi um hópa sem við hjá Creditinfo reynum að koma til móts við eins mikið og við getum. Með kunnáttu okkar leyf- um við lánveitendum að greina lánshæfi ein- staklings, hvort sem það er aldamótakyn- slóðin, Ný-Evrópubúar eða fólk sem stendur utan við hið formlega fjármálakerfi,“ segir Stoppani. „Hér þarf að eiga sér stað ákveðin bylting í fjármálamenningunni,“ bætir hann við eftir litla umhugsun. Breyttur heimur bankanna Lykilhlutverk í þeirri byltingu leika fjár- tæknifyrirtæki sem stukku á tækifærið í kjöl- far lagabreytinga sem setja neytandann í for- gang. Ef ný lög um greiðsluþjónustu (PSD2) eru tekin sem dæmi getur neytandinn nú með samþykki sínu stýrt því hverjir geta notað gögn um hann og meðal annars opnað fyrir að- gengi þriðja aðila að bankaupplýsingum sínum. „Heimurinn er að breytast fyrir bankana. Og þar sem bankarnir eru stærstu viðskiptavinir okkar er hann einnig að breytast fyrir fyrir- tæki eins og okkar. En varan er ekki að breyt- ast. Lánsfé. Það verður alltaf lánsfé til staðar og hefur alltaf verið, í mannkynssögunni. Fólk og fyrirtæki þurfa peninga til þess að vaxa. En það sem mun gerast er að við munum í meiri mæli sjá færri milliliði vinna við þetta. Þessi þróun er hafin. Bankarnir eru ekki lengur eina leiðin til að fá lán. Fjártæknifyrirtæki hafa opnað á nýjar leiðir, sérstaklega í Evrópu, þar sem það er jafnvelt auðvelt að fá lán frá fyr- irtæki sem er í öðru landi. En þróun löggjaf- arinnar er óljós,“ segir Stoppani og bendir á að markaðurinn sé iðulega einu til tveimur skref- um á undan löggjafanum í þessum efnum. Leggur hann áherslu á að lagaumhverfið þurfi að vera eins fyrir alla aðila á markaðnum. „Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta mun þróast á næstu mánuðum og árum. Þú getur sett reglugerð í kringum banka en sleppt fjár- tæknifyrirtækjunum. Munum við sjá fleiri um- svifameiri reglusetningar, eins og við sjáum á sumum mörkuðum í Austur-Evrópu, þar sem takmarkanir eru sett á vaxtabil, sem kemur sér mjög illa fyrir fjártæknifyrirtæki? Eða fáum við fleiri reglugerðir í anda PSD2 líkt og í Evrópu sem beinlínis hvetur til aukinnar sam- keppni?“ spyr Stoppani. „Þessar evrópsku reglur opna tækifæri fyrir okkur hjá Creditinfo og önnur sambærileg fyr- irtæki. Þetta opnar á aðgengi að gögnum. Nú er það einstaklingurinn sem hefur völdin. Ég, sem einstaklingur, hef meiri völd og get gefið leyfi, í símanum mínum, í hvaða appi sem ég treysti mér til að nota og veita bankaupplýs- ingar mínar. Ég geri það vegna þess að ég veit að það mun koma mér að gagni, sér í lagi ef ég flyt á milli landa. Ég er með lánshæfis- matsgögnin mín hér í vasanum. Bara þær stað- reyndir að ég borga rafmagnsreikninginn minn á réttum tíma, heitavatnsreikninginn minn og kreditkortið hjálpa til. Það er gríðarlegt magn af gögnum til í dag, sem voru þar til núna bundin við bankann,“ segir Stoppani. Fyrirtækin stundum flöskuháls Stoppani segir að þeir bankar sem ekki taki þátt í þessari þróun sem á sér stað í þessari gnótt gagna verði ekki langlífir. „Ef bankarnir græða nóg af núverandi rekstrarfyrirkomulagi munu þeir ekki hafa hvata til þess að fara á þessar nýju slóðir. Þeir sem eru þarna eru fjártæknifyrirtæki sem starfa ekki undir jafn stífu regluverki. Fjár- tæknifyrirtækin, sem eru sveigjanleg og hafa ekki eins þunga yfirbyggingu. Það sem mun gerast er að sumir af þessum bönkum munu leyfa þessum fjártæknifyrirtækjum að starfa sem eins konar rannsóknarstofa á nýjum slóð- um við að þróa lausnir og öpp sem miðast að þörfum þeirra sem eru að koma inn í fjárhags- kerfið í dag. Ef þeir sjá að þessar lausnir eru að skila sér munu þeir mögulega kaupa þessi fyrirtæki. Hinir bankarnir, sem eru ekki þarna, og einbeita sér að sínu; þeir eru risaeðlurnar, tel ég, sem munu á endanum ekki standast þessum nýju og kraftmiklu fyrirtækjum snún- ing,“ segir Stoppani. Stoppani segir að bankarnir þurfi að skilja að þetta sé framtíðin en sá skilningur sé ekki endilega alltaf til staðar. „Við högnumst á þess- um lagabreytingum. En þar sem við seljum lausnir okkar á fyrirtækjamarkaði eru þau stundum flöskuháls. En við höfum skilninginn og getum greint þessar upplýsingar. Laukur upplýsinganna er að stækka og þarf að greina fleiri og stærri blöð. En bankar þurfa að skilja að í dag þurfa þeir að byggja ákvarðanir sína á meiri upplýsingum. Annars sjá þeir af fjölda viðskiptatækifæra,“ segir Stoppani. „Ég á þrjár dætur. Sú elsta er 19 ára. Ég get fullvissað þig um það að hún þarf aldrei á ævi sinni að fara í bankaútibú. Þessi kynslóð býst við því að hlutirnir gerist með því að hreyfa einn fingur. Við þurfum einnig að lagast að þessari kynslóð. Fólk gerir meiri kröfur í dag,“ segir Stoppani. Skjaldbökur sem lifa lengi Spurður hvort um áhyggjuefni gæti verið að ræða fyrir gamalgróna en gamaldags banka segist Stoppani ekki vilja taka svo djúpt í ár- inni. Hann tekur dæmi af 270 ára gamalli skjaldböku sem hann sá í Simbabve nýlega. „Hún sá nýlendustofnunina í Simbabve. Hún sá Bretana koma. Hún sá þetta allt saman og er þarna ennþá. En hún lagar sig að umhverf- inu,“ segir Stoppani. „Ég held að við séum ekki enn í þeirri stöðu að skilja hvernig markaður- inn mun þróast. En maður sér að bankarnir átta sig á því að þeir þurfa að breytast. Kaupin á eyrinni ganga ekki lengur sinn vanagang. En ég myndi aldrei segja að bankar séu í óþægi- legri stöðu. Ef þú ert klár geturðu aðlagað þig hægt og rólega, eins og skjaldbakan,“ segir Stoppani. Morgunblaðið/Valli ánsfjár á öld gagnanna ” Í Suður-Evrópu, á Spáni, á Ítalíu eða í Frakklandi eru það yfirleitt innflytjendur sem reka litlar búðir sem selja ávexti, fisk og kjöt. Jafnvel 10 árum síðar, þegar fjölskyldan er búin að koma sér fyrir, er ekki litið á þetta fólk sem heimafólk, með stöðugar tekjur. „Ég, sem einstaklingur, hef meiri völd og get gefið leyfi, í símanum mínum, í hvaða appi sem ég treysti mér til að nota og veita bankaupplýs- ingar mínar,“ segir Stoppani. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 9VIÐTAL Morgunblaðið/Valli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.