Morgunblaðið - 16.08.2018, Side 11

Morgunblaðið - 16.08.2018, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 11FRÉTTIR )553 1620 Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum upp á úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið höfð að leiðarljósi. Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Við bjóðum m.a. upp á: Súpur Grænmetisrétti Pastarétti Fiskrétti Kjötrétti Hamborgara Samlokur Barnamatseðil Eftirrétti Af síðum Óhætt er að segja að Elon Musk, stofn- andi Tesla, og Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hæfi hvor öðrum vel, enda eru þeir báðir hvatvísir og óút- reiknanlegir. Á mánudag birti Musk bloggfærslu þar sem hann freistaði þess að útskýra fyrirhugaða yfirtöku fjárfesta á Tesla, sem hann hafði viðrað á Twitter í síðustu viku. Virðist ekki vera mikil inni- stæða fyrir þeirri staðhæfingu hans að búið sé að „tryggja fjármögnun“ kaup- anna, en Musk réttlætti þetta orðaval þannig að viðræður við Sádi-arabíska þjóðarsjóðinn, PIF, stæðu enn yfir. Á undanförnum árum hefur sjóðurinn verið aðsópsmikill, og með þátttöku í félögum á borð við Uber, SoftBank og Blackstone má sjá að Mohammed bin Salman vill horfa til framtíðar. Sá mikli auður sem PIF hefur yfir að ráða tengist óneitanlega bæði stöðu Sádi-Arabíu í stjórnmálum í sínum heimshluta og olíuauði lands- ins. Á báðum sviðum hafa Sádar þótt taka umdeildar ákvarðanir. Digr- ir sjóðir Sádanna vega kannski upp á móti þeim kærum sem Musk á á hættu. Samt sem áður liggur það alls ekki fyrir að hluthafar Tesla séu nokkru nær því að fá alvöru yfirtökutilboð. Musk áætlar að tveir af hverjum þremur hluthöfum muni vilja halda áfram að eiga hlut í Tesla. Ef miðað er við þá tölu myndi þurfa 25 milj- arða dala til að fjármagna yfirtökuna. En enginn veit hvaða forsendur eru fyrir útreikningum Musks. Enginn veit heldur hvernig búið yrði um hnútana svo að smærri hluthafar gætu áfram verið í eigendahópi Tesla eftir að félagið verður afskráð. Það er auk þess ekki með öllu ljóst hversu miklu fjármagni PIF hef- ur úr að spila á þessari stundu. Krónprinsinn stefnir að því að auka eignir sjóðsins úr 250 milljörðum dala, þar sem hann er í dag, upp í 400 milljarða árið 2020. Mikilvægur liður í þeirri áætlun er að það takist að skrá ríkisolíufélagið Saudi Aramco á hlutabréfamarkað. Það hefur ekki enn gerst. Aðrar leiðir sem fara mætti til að fjármagna PIF væru að selja hlut í olíuvinnslu- og efnaframleiðandanum Sabic eða slá lán hjá bönkum. Musk kveðst ætla að halda áfram leitinni að fleiri fjárfestum sem gætu komið inn í félagið, svo að Tesla verði áfram með breiðan eig- endahóp. Þeir sem eiga hlut í Tesla í dag ættu að fylgjast vandlega með þróun mála. Fyrir þá sem vilja selja myndi aðkoma fleiri fjárfesta hjálpa til að gera yfirtöku að veruleika. Fyrir þá sem vilja halda hlut sínum gætu fleiri fjárfestar verið bráðnauðsynlegt mótvægi við hinn uppátækjasama Musk og félaga hans krónprinsinn. LEX AFP Tesla: Sótt í fjársjóð prinsins Viðskiptastríðið sem virðist í upp- siglingu á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gæti valdið því að bæði dragi úr útflutningi frá og innflutningi til Bandaríkj- anna og því gert lítið til að draga úr þeim viðskiptahalla sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kvartað sáran yfir á undanförnum mánuðum. Þetta er niðurstaða rannsókna seðlabankans í New York. Samkvæmt greiningu Mary Amiti, aðstoðarframkvæmdastjóra rannsóknar- og tölfræðideildar seðlabankans í New York, er sennilegt að þeir nýju tollar sem Trump hefur lagt á innflutning frá ESB og Kína muni hækka ýmsa kostnaðarliði bandarískra fyr- irtækja og draga úr samkeppn- ishæfni bandarískrar framleiðslu. Spáir óbreyttum viðskiptahalla Í skýrslunni kemur fram að bandarískar útflutningsvörur muni fara halloka „ekki bara vegna þeirra hefndartolla sem aðrar þjóðir leggja á bandarískan út- flutning heldur líka vegna þess að framleiðslukostnaður bandarískra fyrirtækja mun hækka svo að vörur þeirra verða ekki eins sam- keppnishæfar á alþjóðamarkaði,“ segir í skýrslunni. „Þegar upp er staðið mun þetta valda því að bæði dregur úr inn- flutningi og útflutningi en lítil sem engin breyting verður á viðskipta- hallanum.“ Á undanförnum mánuðum hefur Trump lagt fjöldann allan af nýj- um tollum á innflutning af ýmsu tagi, svo sem ál og stál frá ESB og 50 milljarða dala virði af inn- flutningsvarningi frá Kína. For- setinn hefur réttlætt þessi inngrip með því að segja að þau séu nauð- synleg til að draga úr við- skiptahalla Bandaríkjanna, sem árið 2017 nam 568,4 milljörðum dala (eða 2,9% af landsfram- leiðslu). Hann hefur oft haft á orði að þessi viðskiptahalli sé „ósann- gjarn“. En þó að líklegt sé að tollar dragi úr innflutningi bendir nýja greiningin á að „ekki sé hægt að ganga út frá því að heildarvirði út- flutnings standi í stað“. Líta til reynslu Kína Í skýrslu seðlabankans er bent á þá þróun sem átti sér stað eftir að Kína lækkaði innflutningstolla, eftir að hafa fengið aðild að Al- þjóðaviðskiptastofnuninni árið 2001. Frá 2000 til 2006 lækkuðu tollar þar í landi úr 15% að með- altali niður í 9% en á sama tíma varð „gríðarleg aukning“ bæði í innflutningi og útflutningi frá Kína. Skýrslan tekur það fram að á sama tíma hafi ýmsar aðrar um- bætur átt sér stað í Kína og að ekki sé hægt að fullyrða afdrátt- arlaust að það hafi verið lækk- uðum tollum að þakka að útflutn- ingur jókst. En í annarri rannsóknarskýrslu komst seðlabankinn að þeirri niðurstöðu að með því lækkuðum tollum á innflutning á þessu sama tímabili hefði framleiðslukostn- aður kínverskra fyrirtækja lækkað og framleiðni þeirra aukist um leið. Leiddi það til þess að þau gátu selt vörur sínar á samkeppn- ishæfara verð og náð stærri mark- aðshlutdeild í Bandaríkjunum. Bent er á að þær iðngreinar sem fundu fyrir mestum jákvæðum áhrifum af lækkun tolla á aðföng voru sömu greinar og juku út- flutning til Bandaríkjanna mest. „Tölurnar frá Kína benda sterk- lega til þess að þau lönd sem leggja á hærri tolla muni ekki að- eins draga úr innflutningi heldur líka minnka eigin útflutning,“ seg- ir í greiningunni sem kom út á mánudag. Innlendir aðilar hækka verð Í skýrslunni er lögð áhersla á að framleiðsla margra stórra bandarískra útflutningsfyrirtækja sé háð innfluttum aðföngum. „Jafnvel ef þessir útflytjendur keyptu aðföng sín frekar innan- lands vegna hækkaðra tolla myndu framleiðslukostnaður þeirra hækka, enda væru inn- lendir seljendur í aðstöðu til að hækka hjá sér verð án þess að það skerti samkeppnisstöðu þeirra,“ segir í greiningunni. „Þau bandarísku útflutnings- fyrirtæki sem eru háð innflutningi munu standa verr að vígi. Og er þá eftir að taka með í reikninginn það tjón sem það veldur útflytj- endum þegar aðrar þjóðir bregð- ast við tollum Bandaríkj- anna.“ Seðlabankinn segir tolla geta dregið úr útflutningi Eftir Camillu Hodgson Seðlabankinn í New York segir að tollar á innflutn- ing muni hækka ýmsa kostnaðarliði bandarískra fyrirtækja og draga þann- ig úr samkeppnishæfni bandarískrar framleiðslu. AFP Gámaskipið CMA CGM Benjamin Franklin er eitt hið stærsta í veröldinni en auknir tollar gætu dregið bæði úr bandarískum útflutningi og innflutningi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.