Morgunblaðið - 16.08.2018, Side 7

Morgunblaðið - 16.08.2018, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 7VEIÐI Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík 445c Bátur Kerra F30Hp Mercury utanborðsmótor. Stjórntæki Rafstart Bensíntankur fullur af bensíni Frí heimsending hvert á land sem er Bátur með hnakk & beisli Leggðu árar í bát og fáðu þér einn með öllu Utanborðsmótorar 30Hpf TILBOÐ* 1.990.000 kr. með vsk. fullt verð 2.320.873 kr með vsk. Allt að 90% fjármögnun í boði *Tilboðið gildir á meðan birgðir endast. Þú sparar 330.000 kr. Nóg er að gera í veiðivöruversl- unum landsins og sögðu þeir versl- unarmenn sem ViðskiptaMogginn ræddi við að salan hefði sjaldan eða aldrei gengið svona vel. Haukur Jóhannesson hjá Veiði- von segir undanfarinn áratug hafa einkennst af sveiflum. „Árin fyrir hrun var mikil keyrsla og allt sem keypt var inn seldist jafnóðum. Svo kom stutt skeið eftir hrun þar sem menn fóru hálfpartinn í felur og vildu ekki flíka því sem þeir áttu með því að kaupa dýran veiði- búnað. Tímabilið 2010 til 2014 var erfitt en síðan tók salan að glæð- ast jafnt og þétt.“ Kaupa bestu merkin Ólafur Vigfússon, verslunar- maður í Veiðihorninu, segir að í hruninu hafi þurft að bregðast hratt við, breyta vöruúrvalinu og leggja meiri áherslu á ódýrari veiðibúnað. Með því að halda verði niðri hafi tekist að halda ágætum dampi og hafi verslunin notið góðs af því að margir notuðu árin eftir hrun til að eiga ánægjulegar sam- verustundir innanlands með fjöl- skyldunni. „Við sáum að fjöl- skyldufólki fjölgaði í búðinni. Í stað þess að endurnýja jeppann eða fara í frí til Spánar vildi fólk eyða tímanum á Íslandi og t.d. fara með börnin í veiðitúr. Mig grunar að mjög margir nýir veiði- menn hafi orðið til á þessum tíma.“ Ólafur segir ekki bara líflegt í búðinni um þessar mundir heldur sæki viðskiptavinirnir í dýrari vörur. „Ástandið í efnahagslífinu er gott og sprenging í sölu á öllum vandaðri búnaði.“ Þrátt fyrir efnahagsuppsveiflu virðist ekki vera neinn „2007- bragur“ á stangveiðisportinu og segir Ólafur að íslenskir stang- og skotveiðimenn séu upp til hópa ósköp venjulegt meðal- og há- tekjufólk. „Þannig hefur það verið í hundrað ár, en í góðærinu festist þessi óskemmtilegi stimpill við laxveiðina vegna umfjöllunar um lúxusveiðiferðir á vegum stór- fyrirtækja sem voru samt sem áð- ur fátíðar þrátt fyrir að vera mikið á milli tannanna á fólki.“ Veiðihornið selur bæði stang- og skotveiðibúnað og segir Ólafur að salan sé með besta móti í báðum deildum. „Skotveiðisportið er mun fámennara. Áætla má að um 6- 8.000 Íslendingar stundi skotveiði að einhverju marki en sennilega eru um 100.000 stangveiðimenn í landinu. Aftur á móti getur bún- aðurinn fyrir skotveiðina verið dýrari, svo að fleiri krónur koma í kassann við hverja sölu.“ Veðrið og boltinn hafa ekki truflað Ingólfur Kolbeinsson, eigandi Vesturrastar, segir líka þá breyt- ingu hafa orðið á skotveiði hér á landi að skytturnar æfi sig allt ár- ið um kring. „Salan er orðin jafn- ari frekar en að vera bundin við haustið og iðk- endur nota skot- æfingasvæðin þegar veður leyfir til að stunda leirdúfu- skotfimi eða æfa riffilskotfimi.“ Það kemur Ingólfi á óvart hve vel sala á veiði- búnaði hefur gengið það sem af er þessu. „Bæði var heimsmeistara- mótið í knattspyrnu haldið í sumar og ekki hefur viðrað vel. Fyrir fjórum árum hefðu þessir tveir þættir haft mikil áhrif hér í versl- uninni en þeir virðast ekki skemma fyrir okkur í dag og áhugavert er til þess að hugsa hvernig salan hefði þá orðið ef veðrið hefði verið betra og ekkert heimsmeistaramót.“ Sækja í dýrari vörur en áður Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Leiðinlegt veður og heims- meistaramót í knattspyrnu virðast ekki hafa dregið úr veiðiáhuga landsmanna og selst mikið af stang- og skotveiðibúnaði. Morgunblaðið/Einar Falur Leiðinlegt veður og meira að segja HM í knattspyrnu virðast ekki hafa dregið úr stang- og skotveiðiáhuga landsmanna í sumar. Glímt við laxinn í Hafralónsá. Ingólfur Kolbeinsson Ólafur Vigfússon Haukur Jóhannesson Greina má vísbendingar um að dregið hafi úr laxveiðiferðum útlendinga hingað til lands. Ingólfur í Vesturröst segir að styrking krón- unnar sé sennilegasta skýringin og hugs- anlegt að erlenda stangveiðifólkið leiti annað þegar því fer að þykja veiðileyfin í íslensku ánum of dýr. „Það má finna frábær veiði- svæði í öðrum löndum og t.d. góðar lax- veiðiár í Alaska, Kanada, Rússlandi og á Skotlandi.“ Ef útlendingarnir eru farnir að sækja minna í laxinn þá kemur á móti að erlendum silungsveiðimönnum virðist fara fjölgandi. „Er þá einkum um að ræða Norðurlandabúa sem kaupa sér veiðikort og keyra svo af stað í leit að góðu vatni til að renna fyrir fisk.“ Útlendingar farnir að sýna silungsveiði aukinn áhuga Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.