Morgunblaðið - 16.08.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 16.08.2018, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018FRÉTTIR Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) MARL -1,50% 360 ICEAIR +10,26% 8,81 S&P 500 NASDAQ -1,08% 7.754,392 -0,79% 2.810,88 -2,21% 7.497,87 FTSE 100 NIKKEI 225 16.2.‘18 16.2.‘1815.8.‘18 15.8.‘18 1.800 802.400 2.208,0 2.015,00 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 70,55-0,42% 22.204,22 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 64,84 60 Heildarskuldir hins opinbera gætu mögulega farið í 20% af landsfram- leiðslu á næstu árum. Fram undan er enn frekari uppgreiðsla á skuldum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahags- ráðherra, bendir á þetta og lækk- andi hlutfall vaxtagjalda af vergri landsfram- leiðslu (VLF). Til- efnið er umfjöllun Morgunblaðsins um skuldastöðu ríkissjóðs og upp- greiðslu vaxtaberandi skulda. Þar var lögð áhersla á lækkun heildar- skulda ríkissjóðs á nafnvirði og sem hlutfall af VLF. Bjarni telur hins vegar rétt að horfa á málið frá fleiri hliðum. Þá meðal annars hvernig hrein vaxta- gjöld ríkissjóðs hafa þróast. Útlit sé fyrir að þau verði um 41 milljarður króna á næsta ári. Það sé til dæmis um sex milljörðum minna en í ár og um 29 milljörðum minna en 2016. Síðarnefnda upphæðin sé hærri en fjárfesting ríkisins í vegamálum. Í þessum vaxtagjöldum eru vextir af lánum án lífeyrisskuldbindinga og verðbóta. Þessir liðir eru hins vegar teknir með í vaxtagjöldum í fjárlaga- frumvarpinu en þar hafa ófjármagn- aðar lífeyrisskuldbindingar áhrif til hækkunar. Tölurnar voru teknar saman af sérfræðingi hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Ekki nóg að horfa á nafnvirði Bjarni segir að með sama áfram- haldi verði vaxtagjöld senn orðin 1% af vergri landsframleiðslu. „Ég hef líkt þessu við að við séum þjóðarlíkami með skuldirnar í bak- pokanum. Þær hafa verið þungar en eru að léttast, á sama tíma og líkam- inn sem ber þennan bakpoka er orð- inn svo miklu stæltari og stærri. Það nægir því ekki að horfa aðeins á nafn- virði skuldanna og jafnvel skulda- hlutföllin. Vaxtagjöld sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa lækkað og eru að sigla í 1,4% á næsta ári. Það segir líka mikla sögu.“ Að sigla undir 30 prósentin Bjarni rifjar upp markmið í lögum um opinber fjármál um að koma opinberum skuldum ríkis og sveitar- félaga undir 30% af landsframleiðslu. „Það þótti mjög metnaðarfullt markmið á sínum tíma. Í upphaf- legum drögum var miðað við 45%. Í lögunum um opinber fjármál tökum við alltaf sveitarfélögin með. Við sjáum fram á að hlutfallið verði um 30,5% í lok þessa árs. Á næsta ári verðum við því komin undir 30%. Það er ári fyrr en við gerðum ráð fyrir í síðustu fjármálastefnu og í raun ótrúlegur árangur að hafa náð hlut- fallinu svo hratt niður. Ef við höldum áfram að greiða upp skuldir umfram það sem gert er ráð fyrir á áætlana- tímabilinu, til dæmis með því að selja banka, er óhætt að segja að við hefð- um stöðu til þess að vera með skulda- hlutfallið í kringum 20%. Til þess að átta sig á mikilvægi þess og setja í eitthvert samhengi má hugsa sér að ef landsframleiðslan er komin í 3.000 milljarða þá eru 10% u.þ.b. 300 millj- arðar. Hið opinbera gæti tekist á við ytri áföll sem myndu bæta allt að 300 milljarða skuldum á hið opinbera án þess að það væri farið að klaga upp á skuldaregluna. Við getum tekið á okkur mikil áföll en samt verið með skuldaregluna í lagi. Við erum að búa í haginn fyrir framtíðina.“ Voru á yfir 5% vöxtum Bjarni segir góða afkomu ríkis- sjóðs hafa verið nýtta til þess að kaupa til baka dollaralán sem voru á yfir 5% vöxtum. „Svo fórum við aftur í evruútgáfuna frá 2014 og gerðum hluta hennar upp í desember 2017. Við fórum svo aftur út á markaðinn. Þannig að það var ekki nettólækkun. Skuldirnar jukust meira að segja dá- lítið í evrum en við tókum lán sem voru á hagstæðum vöxtum. Við feng- um rétt um 50 punkta á evrulán, fasta vexti, sem eru bestu kjör sem ríkið hefur fengið,“ segir Bjarni. Hann segir það hafa falið í sér ein- skiptiskostnað að gera upp dýr er- lend lán. Til dæmis hafi ríkissjóður greitt upp skuldabréfaflokka í tví- gang í fyrra. „Auðvitað fara þar sam- an ótrúlega hagstæð skilyrði á er- lendum lánamörkuðum og bætt staða ríkissjóðs og aukið traust til íslenska ríkisins sem lántaka. Það að okkur skyldi takast að styrkja lánshæfi okkar á sama tíma og vextir eru sögulega lágir á mörkuðum reyndist okkur gríðarlega dýrmætt.“ Greiða mikið inn á bréfin Hann segir þetta að sjálfsögðu hjálpa til við að lækka vaxtagjöld. Þ.e.a.s. uppgreiðsla og endur- fjármögnun erlendra lána. „Svo höfum við greitt inn á ís- lensku skuldabréfin nokkuð grimmt. RIKH 18 er nefnt til sögunnar. Bréf- ið sem var gefið út á sínum tíma til að endurfjármagna Seðlabankann var greitt upp líka. Við greiddum það upp fyrst en svo byrjuðum við að greiða inn á RIKH 18 sem var gefið út til að fjármagna viðskiptabankana. Það greiðist upp í október í ár. Það fylgja því mikil kaflaskil og tímamót að ljúka endurgreiðslu á síðustu lán- unum sem við tókum til að endur- fjármagna fjármálakerfið.“ Spurður um fleiri dæmi um hag- stæðari fjármögnun nefnir Bjarni að skuldabréfaflokkurinn RIKB 19 hafi verið gefinn út 2008 á 8,75% vöxtum. Hann verði greiddur upp í febrúar á næsta ári. Með því lækki gjaldfærðir vextir. Til samanburðar séu mark- aðsvextir á 10 ára bréfum nú 5,6%. Skuldahlutfallið gæti farið í 20% næstu ár Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra segir vaxta- gjöld sem hlutfall af VLF stefna á 1% á næstu árum. Skuldir verði undir viðmiði í lögum um opinber fjármál. Nettó vaxtajöfnuður 2007-19 ◆ % af vergri landsframleiðslu (VLF) Vaxtagjöld Vaxtatekjur Vaxtajöfnuður Vaxtagjöld ríkissjóðs í milljörðum kr. 2007-2019 50 25 0 -25 -50 -75 -100 0% -1% -2% -3% 41,247,153 70,4 79,378,674,475,6 65,668,1 84,3 35,5 22,2 10,510,314,514,816,1 18,616,521,819,4 29,3 44,141,8 24,5 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18* ’19* ’07 ’09 ’11 ’13 ’15 ’17 ’19* Heimild: Fjármála- og efnahagsráðun. *Áætlun ráðuneytisins. Tölur eru á verðlagi hvers árs. ◆ Nettó vaxtajöfnuður í krónum 2007 og 2008: 8.552 millj. kr. 2009 til 2019: -521.916 millj. kr. *Áætlun fyrir 2018-2019 *Áætlun fyrir 2018-2019 -1,1% -3,1% 0,4% Bjarni Benediktsson Morgunblaðið/Ómar Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um hundruð milljarða á síðustu árum. HLUTABRÉF Greinendur Capacent meta verð- mæti Marel á 328 milljarða króna, í samanburði við 252 milljarða króna markaðsvirði félagsins samkvæmt nýrri verðmatsskýrslu Capacent. Ástæða þessa hærra verðmats er stórbættur rekstur fyrirtækisins, mikill tekjuvöxtur og uppkaup félagsins á eigin bréfum, að því er fram kemur í skýrslu ráðgjafa- fyrirtækisins. Verðmatsgengi Capacent á Marel á fyrri hluta ársins 2017 var í sam- ræmi við gengi á markaði en frá miðju síðasta ári hefur munurinn á verðmatsgengi og markaðsgengi aukist jafnt og þétt. Þrátt fyrir gott uppgjör hefur gengi Marels á mark- aði lækkað og hefur munurinn á verðmatsgengi og markaðsgengi aldrei verið meiri en nú. Tekjur Marels námu 581,1 milljón evra á fyrri árshelmingi samanborið við 496,5 milljónir evra á sama tímabili í fyra. Rekstrarhagnaður (EBIT) var 82,4 milljónir evra en var 61,1 millj- ón evra á sama tímabili í fyrra. Í skýrslu Capacent kemur fram að rekstrarhagnaður Marels sé einnig í takt við væntingar. Salan hafi verið meiri en gert var ráð fyrir en fram- legð minni. Með hliðsjón af því end- urskoðaði Capacent verðmat sitt sem leiddi til 1% hækkunar. Tekið er fram að veginn fjármagnstekju- kostnaður hafi lækkað lítillega sem hefur þessi áhrif til hækkunar. Hækkar því verðmat Capacent á Marel um 2% frá síðasta verðmati. peturhreins@mbl.is Munur verðmats og mark- aðsgengis aldrei meiri Morgunblaðið/Hari Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marels sem er stærst að markaðs- virði. SVEIGJANLEGOGLIPUR INNHEIMTUÞJÓNUSTA Hafðu samband, við leysum málin með þér! Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.