Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018FRÉTTIR
Starfsemin gengur vel hjá
Smyril Line á Íslandi og ný
siglingaleið til Rotterdam hefur
gefið góða raun. Fram undan
eru ýmsar áskoranir, svo sem
hækkandi heimsmarkaðsverð á
olíu.
Hverjar eru helstu
áskoranirnar í rekstrinum
þessi misserin?
Smyril Line hóf nýja
siglingaleið milli Rotterdam og
Þorlákshafnar fyrir ári þegar
Mykines hóf vikulegar siglingar
og við það stækkaði fyrirtæki
mjög ört. Þetta hefur verið
gífurlega stórt og spennandi
verkefni sem hefur tekist mjög
vel með samstilltu átaki starfs-
manna og í góðu samstarfi við
Ölfus.
Áskoranirnar þessi misserin
felast fyrst og fremst í að kom-
ast yfir vaxtarverkina sem fyr-
irtækið hefur gengið í gegnum,
hlúa að viðskiptavinum og
tryggja að þjónustumarkmið
náist.
Hver var síðasta ráðstefnan
sem þú sóttir?
Fór á frábæra 90 ára
afmælisráðstefnu Félags at-
vinnurekenda sem haldin var í
maí og bar yfirskriftina Alda-
mótakynslóðin – viðskiptavinir
og vinnukraftur. Þar voru af-
bragðsgóðir fyrirlesarar, m.a.
Thimon de Jong, sem er hol-
lenskur sérfræðingur í áhrifum
samfélagsbreytinga á fyrirtæki
og markaði, Alda Karen Master
Class-fyrirlesari og Bergur
Ebbi. Kom með fullt af nýjum
hugmyndum frá þessari ráð-
stefnu.
Hvað hefur haft mest áhrif á
hvernig þú starfar?
Mín skoðun er sú að maður
mótast snemma í uppeldinu og
svo notar maður næstu árin til
að bæta við sig og bæta sig
sem manneskja, starfsmaður
og stjórnandi. Grunngildin
koma úr uppeldinu en svo bæt-
ist í sarpinn. Ég hef notið
þeirra forréttinda að vinna með
öflugu fólki sem maður lærir
mikið af og þannig safnað í
reynslubankann. Ég er t.d. enn
að vitna í og nota aðferðir sem
fyrsti yfirmaður minn hjá Eim-
skip kenndi mér t.d. um já-
kvæðni, eftirfylgni, virðingu og
aga. Góð og árangursrík sam-
skipti, heiðarleiki og réttsýni
eru að mínu mati forsenda þess
að ná árangri í starfi og það
hef ég reynt að hafa að leiðarljósi í
gegnum minn feril.
Hvernig heldurðu
þekkingu þinni við?
Hef óbilandi áhuga á flutninga-
geiranum og held þekkingu minni
við á því sviði með því að lesa um
hvað er að gerast í þeim geira.
Það er gaman að fylgjast t.d. með
því sem er að gerast í Evrópu, þar
sem áherslan er á að finna hag-
kvæmar umhverfisvænar flutn-
ingalausnir. Mikil umferð á vegum
og skortur á bílstjórum er nú að
gera það að verkum að leitað er
aftur í járnbrautalausnir og svo
eru ómannaðir flutningabílar í
prófun.
Hvert væri draumastarfið
ef þú þyrftir að finna
þér nýjan starfa?
Draumastarfið væri að vera
dýralæknir. Ætlaði alltaf þá braut
en svo fór að ég hreifst af flutn-
ingageiranum og þar hef ég starf-
að næstum allan minn feril.
Hvað myndirðu læra ef
þú fengir að bæta
við þig nýrri gráðu?
Færi kannski fyrst í að ná mér í
háskólagráðu, sem væri þá
væntanlega gráða í viðskiptum,
eða spurning hvort ég fengi að
fara beint í MBA-námið.
Hvað gerirðu til að
fá orku og innblástur í starfi?
Ein besta leiðin fyrir mig til að
ná úr mér stressi er að fara í hest-
húsið, moka skít, ríða út og hugsa
um eitthvað allt annað. Eftir svo-
leiðis stundir eru allir vegir færir
og oft koma lausnir á málum þegar
maður lætur hugann reika í góðum
reiðtúr. Stundir með fjölskyldu og
vinum gefa mér einnig mikla orku
ásamt því að verja tíma með
dásamlegu ömmustrákunum mín-
um þeim Frosta og Nökkva.
SVIPMYND Linda Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi
Oft birtast lausnirnar í góðum reiðtúr
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
NÁM: Stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
STÖRF: Sölufulltrúi hjá Samskipum 1986-1994; sölufulltrúi og síðar
forstöðumaður í söludeild Eimskips á Íslandi 1994-1998; deild-
arstjóri í Rotterdam 1998-2000; frkvstj. í Færeyjum 2000-2003; for-
stöðumaður útflutningsdeildar 2003-2005; frkvstj. fyrirtækjasviðs
Skeljungs 2005-2006; forstjóri A. Karlsson og Besta 2006-2010;
frkvstj. Blómavals 2011-2012; sölu- og markaðsstjóri Blue Water
ehf. 2012-2014; frkvstj. Smyril Line Ísland frá september 2014.
ÁHUGAMÁL: Hestamennska og félagsstörf tengd hestamennsk-
unni, samvera með fjölskyldu og vinum, ferðalög og lestur.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Á eina dóttur, Kristbjörgu Evu hjúkrunar-
fræðing, 25 ára, sem býr á Íslandi, og stjúpdótturina Önnu Kristínu
hjúkrunarfræðing, 31 árs, sem býr í Danmörku. Þær hafa svo gefið
mér barnabörnin Kristófer, Klöru, Frosta Má og Nökkva Þór.
HIN HLIÐIN
citroen.is
Nýir og notaðir bílar:
Söludeildir opnar virka daga kl. 9-17
og laugardaga kl. 12-16
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 8
Sími 515 7040
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
TRYGGÐU ÞÉR CITROËN SENDIBÍL
Á FRÁBÆRU TILBOÐI!
ALLT AÐ 500.000 KR.AFSLÁTTUR
Komdu og ný
ttu þér
frábært tilboð
!
Gildir til 8. se
pt.
CITROËN BERLINGO STUTTUR 1,6 dísil beinsk.
VERÐLISTAVERÐ MEÐ AUKABÚNAÐI:
2.600.000 KR. MEÐ VSK.
TILBOÐSVERÐ:
2.300.000 KR. M. VSK
1.854.000 KR. ÁN VSK.
CITROËN JUMPY VAN LANGUR 1,6 dísil beinsk.
VERÐLISTAVERÐ MEÐ AUKABÚNAÐI:
4.145.000 KR. MEÐ VSK.
TILBOÐSVERÐ:
3.645.000 KR. M. VSK
2.939.000 KR. ÁN VSK.
AFSLÁTTUR
300.000 KR.
AFSLÁTTUR
500.000 KR.
VERÐDÆMI:
Linda segist hafa stefnt
að því að verða dýra-
læknir þegar hún var
ung, en svo hreifst hún
af flutningageiranum
og hefur starfað þar
næstum allan sinn feril.