Morgunblaðið - 16.08.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 16.08.2018, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018SJÁVARÚTVEGUR Stefán P. Jones vill nota nýjustu tækni til að gjörbreyta vörukeðju sjávarútvegsins. Stefán fór fyrst á sjó sextán ára gamall, var vinnslu- stjóri á frystitogara í áratug, stofnaði síðan fiskvinnslu og rak sölu- og út- flutningsfyrirtæki. Fyrir þremur ár- um setti hann tæknisprotann Sea- food IQ á laggirnar: „Snemma árs 2015 uppgötva ég að ný tækni, prentanleg raftæki, eru að ryðja sér til rúms og ég kem strax auga á hvernig mætti nýta þessa tækni í sjávarútvegi. Sem fyrrver- andi framleiðandi fiskafurða vissi ég að hefðbundnar sjávarafurðir geta ekki borið mikinn viðbótar tækni- kostnað í pökkun og flutningum en með prentuðum raftækjum væri hægt að gera fullkomna senda og skynjara sem kosta aðeins lítið brot af verði þess búnaðar sem hefur ver- ið notaður hingað til.“ Hræódýrar rafrásir Sú tækni sem Seafood IQ hefur þróað gengur út á að prenta rafrásir á merkimiða fiskumbúða og nota bæði til að bæta rekjanleika, mæla hitastig og hnjask. Rafrásirnar eru prentaðar á örþunna og sveigjanlega filmu sem er síðan fest á hefðbund- inn prentaðan merkimiða. Segir Stefán að prentaðar rafrásir skapi ótal möguleika: „Lengi vel voru strikamerkingar notaðar sem auðkenna- og rekj- anleikjamerki á fiskumbúðum og alls kyns öðrum vörum en í dag er svo komið að hver sem er getur endur- prentað strikamerkingar og QR- merkingar til að villa fyrir kaup- endum og selja ranglega merktan fisk. Þess háttar svindl er ill- mögulegt þegar merkimiðar geyma upplýsingar á prentuðum rafrásum og væri kostnaðurinn við svindlið mun meiri en ávinningur svika- hrappa af því að reyna t.d. að selja fisk frá öðru landi sem íslenskan há- gæðafisk.“ Með því að gefa pakkningum raf- rænt auðkenni má líka nota skynjara til að straumlínulaga alla flutnings- ferla. „Í stað þess að þurfa að skanna strikamerkið á hverjum einasta kassa má aka heilu vörubretti í gegn- um löggilda lesaragátt sem telur sjálfkrafa alla kassana á brettinu. Er því ekki bara búið að auðkenna vör- una með hætti sem hægt er að treysta heldur má með lítilli fyr- irhöfn rekja ferðir hverrar pakkn- ingar á sjálfvirkan hátt og í raun tryggja nær fullkominn rekjanleika allt þar til fiskpakkning er komin í verslun.“ Miðinn mælir hitastigið Filma með prentanlegum rafrás- um getur verið á stærð við greiðslu- kort en verið búin skynjurum sem mæla hitastig í sífellu og skrá allar upplýsingar. „Það sem er líka mik- ilvægt að skilja er að prentun rafrása er mikið ódýrari en að smíða rafbún- að með hefðbundnum rafrásum og ætti prentaður hitaskynjari að kosta nokkur sent frekar en marga dollara þegar stærðarhagkvæmni er náð.“ Prentaðar rafrásir þola vel kulda og bleytu og eru ekki svo viðkvæmar fyrir hnjaski. „Ef rafrásin skemmist þá kemur það líka í ljós um leið og pakkningin fer næst í gegnum les- aragátt og er þá hægt að kippa við- komandi pakkningu út, athuga hvað olli skemmdinni og festa á nýjan merkimiða um leið og gerð er skýrsla um atvikið.“ Ein stærsta tæknilega áskorunin hefur verið að hanna merkimiða með rafrás sem hefur nægilega öflugt loftnet til að nota megi þráðlausan skynjara til að nema upplýsingar á rafrásinni í kulda og raka. „Rafbylgj- ur dofna þegar þær þurfa að ferðast í gegnum ís og raka. Þegar bretti af fiskkössum fer í gegnum skynjara þá þarf geislinn líka að geta greint merkið frá kassanum í miðju staflans sem er umlukinn öðrum kössum af frystum eða kældum fiski og ís. Við þau skilyrði er nánast eins og skynj- arinn sé undir metra af vatni,“ segir Stefán. „Það var erfitt að fá því svar- að hvort sú tækni væri til, og þurfti ég að fara til Berlínar á námskeið í snjallumbúðum til að fá það á hreint. Svarið reyndist vera „já“, og hefur slíkt loftnet verið þróað af samstarfs- fyrirtæki okkar PST Sensors sem er leiðandi á þessu sviði.“ Rekjanleiki með bálkakeðju Seafood IQ hefur ekki aðeins þró- að merkimiða með prentuðum raf- rásum og skynjurum, heldur líka fullkominn hugbúnað til að halda ut- an um þær upplýsingar sem verða til við veiðar, vinnslu og flutninga. Þar notar fyrirtækið bálkakeðjuna. „Bálkakeðjan er sú tækni sem raf- myntir á borð við bitcoin byggjast á en sömu lausn má m.a. nota til að vista mikilvæg gögn í kerfi sem nær ómögulegt er að brjótast inn í til að breyta gögnum eða afmá. Fjöldi ís- lenskra tæknifyrirtækja hefur gert sig gildandi í bálkakeðju-heiminum og m.a. hjálpað erlendum aðilum að setja upp rafmyntanámur í íslensk- um gagnaverum. Við munum fá sum þessara tæknifyrirtækja til liðs við okkur við að þróa örugga vörslu gagna fyrir sjávarútveginn.“ Stefán segir þetta þýða að út- gerðir, fiskvinnslur, fiskmarkaðir, kaupendur og jafnvel neytendur geti haft greiðan aðgang að gögnum um allt frá því hvar fiskurinn var veiddur og verkaður yfir í hvernig hann ferðaðist frá Íslandi út í heim. „Þetta þýðir að allir þeir sem leggja sitt af mörkum hafa tækifæri til að segja sína sögu. Í gegnum fallega hannað notendaviðmót getur t.d. fisksali í stórmarkaði eða mat- reiðslumaður á veitingastað haft að- gang að fullum rekjanleika, séð allar vottanir sem varan hefur fengið og allar upprunaupplýsingar. Þetta tel ég skipta miklu máli fyrir íslenskan sjávarútveg.“ Tækni sem á erindi víðar Seafood IQ er ekki eina fyr- irtækið sem er að þróa rafrænar vörumerkingar sem lesa má þráð- laust. Netverslunarrisinn Amazon er t.d. að gera tilraunir á þessu sviði með rekstri matvöruverslana þar sem viðskiptavinir þurfa ekki að láta skanna strikamerki á kassa heldur geta einfaldlega ekið inn- kaupakerrunum út um þar til gerð hlið sem greina á augabragði hvað er í kerrunni. „Okkar tækni er sniðin að vöru- sölu á milli fyrirtækja, á meðan Amazon hefur einblínt á neytenda- viðskipti og raunar kveiktum við snemma á þeirri peru að við erum að hanna lausn sem mun henta Amazon vel. Sá vandi sem Amazon hefur glímt við er ferskvaran, því núverandi leiðir til að merkja og rekja ferskvöru eru ekki nægilega góðar, og ekki hægt að treysta þeim.“ Stefán segir Seafood IQ einblína á að mæta þörfum sjávarútvegsins, enda sú atvinnugrein sem hann sjálfur þekkir best. Í framtíðinni megi samt skoða að aðlaga tæknina að annars konar matvælafram- leiðslu. „Marel byrjaði á lausnum í sjávariðnaði en kom svo auga á að sú tækni sem þar hafði orðið til gat líka leyst vandamál í kjötiðnaði. Á sama hátt gæti vélbúnaður og hug- búnaður Seafood IQ átt erindi á fleiri sviðum en í sjávarútvegi.“ Fjöldi öflugra fyrirtækja í ís- lenskum sjávarútvegi, og einnig lax- eldisfyrirtæki í Noregi, hefur und- irritað viljayfirlýsingu um samstarf þegar lausn Seafood IQ verður full- smíðuð en vonir standa til að innan tveggja ára verði fyrstu fiskpakkn- ingarnar merktar með snjallmerki- miðum komnar í dreifingu. Hægt að rekja og vakta hverja pakkningu Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Með því að nota prentaðar rafrásir má gera fullkomna merkimiða sem nær ómögulegt er að falsa. Þessir snjöllu merkimiðar geta líka greint hitastig og geymt hvers kyns upplýs- ingar. Aka mætti heilu bretti í gegnum lesaragátt sem nær sambandi við hverja einustu pakkningu á auga- bragði. Morgunblaðið/Hari Stefán P. Jones segir tækni Seafood IQ leggja grunninn að stafrænni virðiskeðju íslenskra sjávarafurða. Fyrirtækið hefur hlotið styrki frá Rannís og ESB, auk verðmæts stuðnings frá Íslenska sjávarklasanum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.