Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018FRÉTTIR
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum
Hið átakanlega við síversnandi gjald-
miðlakreppu Tyrklands er að vand-
inn er að stórum hluta heimagerður.
Þó að efnahagsleg veikleikamerki
hafi jafnt og þétt komið betur í ljós er
helsta ástæðan fyrir því hvað mark-
aðir snerust af miklum krafti gegn
lírunni sú að öll ákvarðanataka hefur
smám saman færst í hendur eins
manns með mjög óhefðbundna sýn á
efnahagsmál, forsetans Recep Tayyip
Erdogan. En samt sem áður, ef við
skoðum þróunina í Tyrklandi í ljósi
þeirra breytinga sem eru að verða á
efnahags- og peningamálum á heims-
vísu, mætti líta svo á að í Tyrklandi
kristallist mjög skýr viðsnúningur í
viðhorfum fjárfesta. Önnur nýmark-
aðslönd, og reyndar sum þróuð hag-
kerfi, gætu bráðum þurft að horfast í
augu við nýja prófraun.
Viðhorf fjárfesta gæti breyst
Evrópski seðlabankinn hefur nán-
ar gætur á því hve útsettar evrópskar
lánastofnanir eru fyrir vandræðum
Tyrklands, og hvað Evrópu snertir
virðist hægt að hafa hemil á tjóninu.
Þá mynda viðskiptatengsl Tyrklands
við önnur nýmarkaðslönd aðeins lítið
brot af landsframleiðslu þeirra og
takmarkar það hve mikið vandinn
getur smitast eftir þeirri leið.
Ef svo færi að vandi Tyrklands
breiddi úr sér til annarra landa væru
meiri líkur á að það mætti rekja til
neikvæðari viðhorfa fjárfesta gagn-
vart öðrum svæðum sem eru veik
fyrir. Það á svo rætur sínar í því að á
þeim áratug sem liðinn er frá al-
þjóðlegu fjármálakreppunni hefur al-
mennt lítið aðhald í peningamálum og
ríkisútgjöldum leitt til mikillar
skuldasöfnunar hjá nýmarkaðslönd-
unum. The Institute of International
Finance hefur reiknað það út að sam-
anlögð skuldsetning 30 stærstu ný-
markaðshagkerfa heims hafi aukist
úr 163% af landsframleiðslu í árslok
2011 upp í 211% á fyrsta fjórðungi
þessa árs.
Styrking dalsins er skellur
Þar til fyrir nokkrum mánuðum
voru markaðirnir frekar rólegir yfir
áhættu af þessum toga. Nýmark-
aðsríkin halda áfram að vaxa mun
hraðar en þau þróuðu og í mörgum
tilvikum mælist viðskiptahalli þeirra
lítill í sögulegum samanburði. Og það
sem mestu skipti, þrátt fyrir vísbend-
ingar um að farið væri að draga úr
magnbundinni íhlutun og farið að
herða á peningastefnunni var
Bandaríkjadalurinn að veikjast.
Aftur á móti hefur styrking doll-
arans á undanförnum mánuðum,
ásamt hækkandi vöxtum í Bandaríkj-
unum, þýtt tvöfaldan skell fyrir ný-
markaðslöndin. Áhrifin komu fyrst
fram í Argentínu í maí í formi aukins
þrýstings á pesóann. En með því að
beita handafli við vaxtahækkanir og
með því að setja sig í samband við Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS), þrátt
fyrir þær sögulegu pólitískar byrðar
sem því fylgja, tókst Argentínu að
koma aftur jafnvægi á gjaldmiðil
sinn.
Í Tyrklandi virðast þessir valkostir
ekki í boði. Erdogan er með öllu mót-
fallinn frekari hækkun vaxta, sem
hann telur ranglega að myndi leiða til
meiri verðbólgu, og hann vill líka
forðast í lengstu lög að fá aðstoð frá
AGS. Sú spenna sem er í samskiptum
Tyrklands og Bandaríkjanna gæti
hvort eð er valdið því að stuðningur
AGS verði ekki auðfenginn. Raunar
hafa Bandaríkin magnað upp vanda
Tyrklands með því að beita landið
refsiaðgerðum eftir að ráðamenn í
Ankara neituðu að leysa bandarískan
prest úr fangelsi.
Brasilía í augljósri hættu
Þau nýmarkaðshagkerfi sem eru í
mestri hættu þegar fer að draga úr
framboði á auðfengnu fjármagni
verða þau lönd sem fjárfestum þykir
skorta trausta og áreiðanlega stefnu í
efnahagsmálum og ríkisfjármálum.
Brasilía virðist vera í sérstakri hættu,
en þar má vænta mikilla átakakosn-
inga í haust. Í Suður-Afríku njóta
bæði fjármálaráðherrann og seðla-
bankinn virðingar en efasemdir eru á
kreiki um hvort stjórnvöld hafi þá
staðfestu sem þarf til að halda sig við
hagfræðilegan rétttrúnað.
Í tilviki Rússlands mun það hjálpa
til að seðlabankinn þar nýtur tölu-
verðs trúverðugleika, þökk sé við-
brögðum hans við rúblukreppunni ár-
ið 2014. En þar geta ófyrirséðar
refsiaðgerðir Bandaríkjanna orðið til
trafala. Um alllangt skeið hafa fjár-
festar haft gætur á stækkandi
skuldafjalli Kína en þær skuldir eru
að mestu í innlendum gjaldeyri. Síle,
Mexíkó og Malasía sitja aftur á móti
uppi með háar skuldir utan banka-
kerfisins í dollurum.
Ítalía og Bretland veik fyrir
Og ríkari löndin eru ekki endilega
undanþegin. Nýlega hækkaði ávöxt-
unarkrafa skuldabréfa á Ítalíu snögg-
lega vegna áhyggja af því að nýja rík-
isstjórnin, sem mynduð er af
popúlistaflokkum, gæti lent í fjár-
lagadeilum við ESB. Á sama tíma og
gengi tyrknesku lírunnar og rúbl-
unnar lækkaði í síðustu viku veiktist
sterlingspundið og hefur ekki verið
lægra gagnvart Bandaríkjadal í 11
mánuði. Ástæðan er vaxandi áhyggj-
ur fjárfesta af að ekki takist að ná
samningum um Brexit. Komandi
mánuðir verða kannski ekki í líkingu
við þau skakkaföll sem riðu yfir ný-
markaðslöndin árið1998, eða skulda-
kreppuna sem hófst á evrusvæðinu
árið 2010. En fyrir þau nýmarkaðs-
lönd og þróuðu hagkerfi sem eru
veikust fyrir gæti siglingin
vissulega orðið erfið.
Óvissar afleiðingar kreppu í Tyrklandi
Ritstjórn FT
Vanda Tyrklands má ekki
síður rekja til innlendrar
efnahags- og stjórnmála-
þróunar en deilna við
Bandaríkin. Hann gæti því
smitast til annarra ríkja
sem eru veik fyrir, bæði
nýmarkaðsríkja sem og
þróaðri landa.
AFP
Það hefur heldur betur kastast í kekki með þeim Donald Trump og Recep Tayyip Erdogan, sem hér ræðast við á NATO-fundi í Brussel í síðasta mánuði.