Morgunblaðið - 16.08.2018, Side 13

Morgunblaðið - 16.08.2018, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 13SJÓNARHÓLL Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar BÓKIN Devin Fergus heldur því fram að bandaríski fjármálageirinn hafi almenning að féþúfu með ógagn- sæjum skilmálum, földum þókn- unum og alls kyns bellibrögðum. Hann gengur svo langt að segja að öll þau gjöld sem hinn almenni borgari þarf að greiða af skuldum sínum verði til þess að breikka bilið á milli lág- og meðal- tekjufólks og hinna sem sitja í efstu lög- um samfélagsins og raka til sín þókn- ununum frekar en að greiða þær. Fergus er prófess- or við Missourihá- skóla og höfundur bókarinnar Land of the Fee: Hidden Costs and the Decline of the American Middle Class. Aðgengi að lánum virðist sjald- an hafa verið betra, en um leið er ekki annað að sjá en það hafi aldr- ei verið dýrara að skulda. Hvort sem fólk hefur slysast til að taka námslán, fasteignalán, bílalán eða einfaldlega stungið greiðslukort- inu aðeins of oft í posann er eins og fjármálafyrirtækin klípi dollar hér og dollar þar, svo að kostn- aðurinn við það að skulda verður mun meiri en við- skiptavinurinn hafði reiknað með. Og vei þeim sem getur ekki staðið í skilum – þá bætast vextir ofan á vext- ina og gjöld ofan á gjöldin. Að mati Fergus er rót vandans að finna í Washing- ton. Hann rekur slóðina allt aftur til 8. áratugarins þegar ákveðið var að veita fjármálafyrirtækjum meira svigrúm til að haga lánveit- ingum eftir eigin höfði. Stjórnvöld hafa líka búið til regluverk sem verkar hvetjandi á fólk að safna skuldum, t.d. með því að leyfa al- menningi að draga vaxtagreiðslur frá skatti. ai@mbl.is Gjöldin rýja milli- stéttina inn að skinni Höfuðmarkmið alþjóðlegra fjárfestingarsamninga erað auðvelda fjárfestingar á milli landa. Með slíkumsamningum skuldbinda þjóðríki sig til þess að uppfylla tiltekin skilyrði með það fyrir augum að laða til sín erlent fjármagn. Í þessu sambandi er mikilvægt fyrir þjóð- ríki að tryggja stöðugleika og viðunandi réttaröryggi fyrir erlenda fjárfesta. Þegar ágreiningur hefur risið á milli er- lendra fjárfesta og þjóðríkja á grundvelli alþjóðlegra fjár- festingarsamninga hefur því tíðkast að leysa úr honum fyrir luktum dyrum með sérstökum gerðardómi án aðkomu hefðbundinna dómstóla (e. investor-state dispute settle- ment). Að baki liggja margvíslegar ástæður, svo sem þær að forðast hugsanlega hlutdrægni dómstóla í gistiríkinu og að auka skilvirkni við úrlausn flókinna álitaefna. Dæmigerð álitaefni fyrir slíkum gerðardómum snúast um hvort til- teknar ákvarðanir stjórnvalda eða lagasetning bitni á er- lendum fjárfestum og stangist á við hinar alþjóðlegu skuld- bindingar. Margir hafa þó efast um hvort umrætt gerðardóms- fyrirkomulag sé ákjósanlegt fyr- ir almannahagsmuni og vilja draga málin fram í dagsljósið. Árið 2011 ákváðu stjórnvöld í Þýskalandi, til dæmis, að loka öllum kjarnorkuverum í landinu innan tiltekins tíma, en ákvörð- unin var tekin í kjölfar kjarn- orkuslyssins í Fukushima í Jap- an. Sænska orkufyrirtækið Vattenfall, sem rekur meðal ann- ars kjarnorkuver í Þýskalandi, höfðaði í kjölfarið mál gegn þýska ríkinu fyrir gerðardómi á grundvelli alþjóðlegs fjár- festingarsamnings um orkumál og krafðist milljarða evra í skaðabætur. Þýska ríkið telur sig þó vera í fullum rétti til að takmarka kjarnorkuframleiðslu innan landamæra sinna og bar meðal annars fyrir sig umhverfisvernd og almanna- hagsmuni. Þar sem deiluaðilar tókust á fyrir luktum dyrum fékk almenningur í Þýskalandi afar takmarkaðar upplýs- ingar um málareksturinn og hugsanlegar skaðabóta- greiðslur þýska ríkisins. Gagnrýnendur hafa meðal annars bent á að gerðardómsfyrirkomulagið sé ógegnsætt, setji er- lend stórfyrirtæki í betri stöðu en innlend og takmarki jafn- vel fullveldi þjóðríkja. Þá sitji að jafnaði starfandi lögmenn í slíkum gerðardómum sem fái háar þóknanir fyrir störf sín og erfitt geti reynst að tryggja fullkomið hlutleysi þeirra. Sambærilegar gagnrýnisraddir urðu háværar samhliða samningaviðræðum um fríverslunarsamning milli Evrópu- sambandsins og Bandaríkjanna (TTIP) þar sem upphafleg samningsdrög gerðu ráð fyrir gerðardómsleið fyrir fjár- festa. Í kjölfar óánægjubylgju vegna TTIP ákvað Evrópu- sambandið að beita sér fyrir stofnun sérstakra fjárfesting- ardómstóla sem yrði ætlað að leysa umrædda gerðardómsleið af hólmi. Tillögurnar snúast fyrst og fremst um að bæta og samræma málsmeðferð við úrlausn deilumála sem rísa af alþjóðlegum fjárfestingarsamn- ingum. Slíkir dómstólar myndu starfa á tveimur dóm- stigum, þannig að hægt yrði að áfrýja dómum; máls- meðferð yrði opnari og gagnsærri og þriðju aðilum gæfist eftir atvikum kostur á meðalgöngu. Þá yrðu sérhæfðir dómarar skipaðir í slíkan dómstól til nokkurra ára í senn. Evrópusambandið hefur nú þegar samið um slíkar dóm- stólalausnir í fríverslunarsamningum sínum við Singapúr og Kanada (CETA). Þá er slíkt fyrirkomulag fyrirséð í upp- færðum drögum að TTIP þótt óvíst sé hvort og hvenær takist að ljúka þeim samningi. Ákveðin tímamót urðu svo í fyrra þegar samningaviðræður hófust á vettvangi alþjóða- viðskiptalaganefndar Sameinuðu þjóðanna (UNCITRAL) um stofnun nýs fjölþjóðlegs fjárfest- ingardómstóls. Viðræðurnar byggjast meðal annars á fyrr- nefndum hugmyndum Evrópu- sambandsins. Nú hafa farið fram tvær samningalotur með þátttöku um 60 ríkja og hafin er vinna við að skoða málsmeðferðartíma, kostnað og gagnsæi gerðardómsfyrirkomulagsins samanborið við hinar nýju hugmyndir um fjölþjóðlegan fjárfestingardómstól. Að mörgu er að huga og má fastlega búast við að samninga- viðræður taki nokkur ár. Meðal þess sem verið er að skoða á vettvangi UNCITRAL er hvernig eigi að skipa dómara í slíkan dómstól, hvernig eigi að fullnusta dómum og hvaða heimildir fjölþjóðlegur fjárfestingadómstóll eigi að hafa við endurskoðun og túlkun landsréttar. Þá er afar mikilvægt að tryggja hlutleysi slíks dómstóls gagnvart alþjóðlegum stórfyrirtækjum annars vegar og þjóðríkjum hins vegar. Það verður áhugavert að fylgjast með því hvort alþjóðleg samstaða náist á komandi misserum, sérstaklega nú á tím- um þegar alþjóðastofnanir og milliríkjaverslun virðast eiga undir högg að sækja. Uppstokkun á umdeildu kerfi LÖGFRÆÐI Hjalti Geir Erlendsson lögfræðingur hjá EFTA í Brussel ” Gagnrýnendur hafa með- al annars bent á að gerð- ardómsfyrirkomulagið sé ógegnsætt, setji erlend stórfyrirtæki í betri stöðu en innlend og takmarki jafnvel fullveldi þjóðríkja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.