Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018FRÉTTIR
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum
auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu
fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Við hjálpum þér
að bæta lífsgæðin
R
og
og
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum
Aðstoðarviðskiptaráðherra Kína og
aðstoðarfjármálaráðherra Banda-
ríkjanna funduðu á miðvikudag til
að reyna að blása aftur lífi í versl-
unarviðræður á milli landanna.
Þegar yfirmenn þeirra hittust í maí
síðastliðnum endaði sá fundur ekki
á vinsamlegum nótum og hvorki
fulltrúar Bandaríkjanna né fulltrúar
Kína voru bjartsýnir um að fundur
þessarar viku, sem haldinn var í
Washington, gengi nokkru betur en
þeir þrír fundir sem haldnir höfðu
verið til þessa. Wang Shouwen
leiddi kínverska samningahópinn og
David Malpass þann bandaríska.
Liu He, aðstoðarforsætisráðherra
Kína, og Steven Mnuchin, fjármála-
ráðherra Bandaríkjanna, létu hafa
eftir sér eftir fund þeirra í maí að
hvorugt landanna myndi leggja á
nýja tolla á meðan viðræður stæðu
yfir. En aðeins nokkrum dögum síð-
ar tilkynnti Donald Trump að hann
hygðist leggja nýja refsitolla á 50
milljarða dala virði af kínverskum
varningi.
Eins og Kínverjarnir
Í viðtali við Reuters á mánudag
sagði Trump að hann vænti ekki
mikils af fundahöldum vikunnar, og
að honum lægi ekki á að leysa úr
deilum þjóðanna. „Ég er eins og
[Kínverjarnir],“ segir hann. „Ég
horfi langt fram á veginn.“
Kínverskir embættismenn hafa
greint frá því í einkasamtölum að
það sem þeir upplifi sem viðstöðu-
lausar ögranir af hálfu Trumps –
eins og nýlegar hótanir hans um að
leggja allt að 25% viðbótartoll á kín-
verskan varning fyrir 200 milljarða
dala – geri þeim mjög erfitt fyrir að
vera sáttfúsir í viðræðunum.
Þeir eru líka orðnir langþreyttir á
þeirri aðferð ríkisstjórnar Trumps
að tefla fram „vondri löggu og góðri
löggu“ í samningaviðræðum þjóð-
anna, í formi Mnuchin og Robert
Lighthizer, aðalviðskiptafulltrúa
Bandaríkjanna.
Kínverskir embættismenn hafa
lært að sjá í gegnum þessa samn-
ingabrellu. Mnuchin og aðrir starfs-
menn fjármálaráðuneytisins hafa
gefið til kynna að þá langi að finna
lausn á deilu þjóðanna með hraði, en
Trump ítrekað samsinnt embætti
viðskiptafulltrúans sem vilji sýna
Kína fulla hörku. „Við erum ekki
bjartsýn því við teljum litlar líkur á
að Trump sætti sig við málamiðlun,“
tjáði kínverskur embættismaður
Financial Times.
Forðast neyðarlega stöðu
Í besta falli gætu viðræður þess-
arar viku leitt til þess að hærra
settir embættismenn eigi fund
seinna meir, eða þar til Trump
ákveður að ganga enn lengra, enn
eina ferðina.
Liu hefur komið að öllum þremur
árangurslausum viðræðulotum
Bandaríkjanna og Kína síðan í maí,
tvisvar með Mnuchin og einu sinni
með Wilbur Ross, ráðherra við-
skiptamála. Kínverskir embættis-
menn, sem eru öskureiðir yfir því að
Trump skyldi halda nýjum tollum til
streitu, vilja ekki hætta á að aðstoð-
arforsætisráðherrann lendi aftur í
neyðarlegri stöðu.
Ef Bandaríkjaforseti stendur við
hótanir sínar um að leggja nýja tolla
á andvirði 200 milljarða dala af
vörum frá Kína mun það sannfæra
marga í Peking um að allsherjar
viðskiptastríð á milli tveggja
stærstu hagkerfa heims verði ekki
umflúið.
„Trump er að vopnavæða banda-
ríska hagkerfið,“ segir Richard Yet-
senga, yfirmaður rannsókna hjá
ANZ Bank í Sydney. „Hann væntir
þess að það hve öflugt bandaríska
hagkerfið er muni valda því að aðr-
ar þjóðir gefi eftir gagnvart kröfum
hans.“
Bæði kínverskir og bandarískir
embættismenn segja að í viðræðum
vikunnar verði einblínt á lista af 140
kröfum sem ríkisstjórn Trumps tók
saman í fyrstu fundalotunni í maí. Á
listanum eru atriði á borð við að
kínversk stjórnvöld samþykki með
hraði umsóknir Mastercard og Visa
um að selja greiðslukortaþjónustu á
innanlandsmarkaði, og að greitt
verði fyrir því að JPMorgan fái að
eiga meirihlutann í kínversku verð-
bréfafyrirtæki.
Vilja ekki erlend fyrirtæki
inn á tölvuskýjamarkaðinn
Í einkasamtölum við bandaríska
kollega sína hafa kínversku embætt-
ismennirnir sagt að ef kringum-
stæður væru friðsamlegri væru þeir
fáanlegir til að ýmist samþykkja eða
ræða nánar tvo þriðju af kröfum for-
setans. Þeir bæta því við að þær
kröfur sem eftir sitji, s.s. að leyfa
erlendum fyrirtækjum að koma inn
á kínverska tölvuskýjamarkaðinn,
komi ekki til greina vegna þjóðar-
öryggishagsmuna og fleiri þátta.
En núna, þegar samskipti Banda-
ríkjanna og Kína eru orðin verri en
þau hafa nokkurn tímann verið síð-
an Xi Jinping komst til valda árið
2013, eru ráðamenn í Peking óvilj-
ugir að gefa Washington nokkuð eft-
ir, jafnvel í málum sem væru í fullu
samræmi við umbótamarkmið Kína-
forseta.
Þetta hefur síðan reitt bandarísku
embættismennina til reiði. Það kom
þeim t.d. mjög á óvart að kínversk
samkeppnisyfirvöld skyldu ekki
samþykkja 44 milljarða dala yfir-
töku Qualcomm á NXP, rétt eins og
það kom Kínverjunum á óvart að
Trump skyldi halda tollahækkunum
til streitu.
Það var lítil skörun í starfsemi ör-
gjörvafyrirtækjanna tveggja en að
sögn fólks sem kom að málinu setti
kínverska samkeppniseftirlitið skil-
yrði sem ómögulegt var að full-
nægja, s.s. að Qualcomm, sem er
með höfuðstöðvar sínar í San Diego,
skyldi selja öll tæknieinkaleyfi NXP,
en það myndi gera að engu eina
helstu ástæðuna fyrir kaupunum.
Kínverska samkeppniseftirlitið
sendi aðeins eina tilkynningu frá sér
eftir að Qualcomm hætti við kaupin
25. júlí, þar sem sagði að bandaríska
fyrirtækinu hefði ekki tekist að
„leysa úr atriðum er varða sam-
keppnismál“ og lagði eftirlitið til
frekari viðræður til að „finna
lausn við hæfi“.
Stórveldin reyna að endurræsa viðræður
Eftir Tom Mitchell í Peking,
Demetri Sevastopulo
í Washington og
Tim Bradshaw í Los Angeles.
Væntingar til verslunar-
viðræðna bandarískra og
kínverskra ráðamanna eru
lágstemmdar í báðum
löndum.
AFP
Samskipti Bandaríkjanna og Kína eru orðin verri en þau hafa nokkurn tímann verið síðan Xi Jinping komst til valda árið 2013 og enginn veit hvert stefnir.