Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018VIÐTAL
góðum störfum. Í mínu tilviki var þetta í raun
léttir. Ég var á markaðsdeild Landsbankans og
hafði verið um nokkurra ára skeið. Þar hafði á
einni nóttu staðan breyst gríðarlega. Deildin
minnkaði um helming og fyrirtækið fór úr því
að vera eitt sterkasta vörumerki landsins í að
vera fyrirtæki sem margir töldu að hefði í raun
svikið sig. Ég var einn af þeim heppnu og hélt
mínu starfi og var í heilt ár eftir hrun að vinna
að því að endurreisa ímynd bankans. Það var
mikilvæg reynsla að standa í þessu öllu en
maður var hættur að hlakka til að mæta í vinn-
una.“
Stofnuð frammi fyrir alþjóð
En þeir félagar fóru óhefðbundnar leiðir og
óvæntar við stofnun Fabrikkunnar. Það var í
þeirra anda.
„Félagar okkar í sjónvarpinu voru eins og
aðrir undrandi á þessu en þeim þótti þetta
samt mjög spennandi. Þannig töldu Þór Freys-
son hjá Saga Film og Pálmi Guðmundsson hjá
Stöð 2 að þetta væri efni sem ætti erindi við al-
menning, að tveir menn sem aldrei hefðu rekið
veitingastað ætluðu að gera einmitt það. Það
varð því úr að við framleiddum raunveruleika-
þátt um stofnun staðarins og lokaþátturinn var
í raun sjálfur opnunardagurinn. Veitingarekst-
ur snýst að miklu leyti um væntingastjórnun
og ég var mjög hræddur um að við værum að
skjóta yfir markið og gætum ekki risið undir
Fyrir tuttugu árum settust félagarnir Jóhann-
es Ásbjörnsson og Sigmar Vilhjálmsson fyrir
framan míkrafóna á útvarpsstöð sem fyrir
löngu er hætt starfsemi. Þar kom í fyrsta sinn
fyrir alþjóð tvíeyki sem hefur marga fjöruna
sopið á vettvangi fjölmiðla en síðasta áratuginn
á vettvangi sem þeir félagarnir höfðu lengi átt
sér draum um að reyna sig á.
Síðustu vendingar á þeim vettvangi vöktu
nokkra athygli og ýmsir spurðu sig hvort nú
væri vík milli hinna gömlu vina sem oftast er
minnst á eins og um einn og sama manninn sé
að ræða – Simmi og Jói.
„Það er alls ekki skrítið að fólk velti því fyrir
sér. En stundum er veruleikinn ekki svona
krassandi. Það er ekki óeðlilegt eftir svona
langa samfylgd og stórt og mikið verkefni eins
og stofnun Hamborgarafabrikkunnar og síðar
Keiluhallarinnar, að það komi fram vilji til að
breyta til og takast á við nýjar áskoranir. Ég
þekki engan mann sem býr yfir meiri hæfi-
leikum til að hrinda af stað stórum verkefnum
en Simmi. Hann er einfaldlega betri en aðrir í
því. Ég held að það séu þeir hæfileikar sem
hafi valdið því að hann vildi söðla um. Þótt
hann sé búinn að selja er hann enn í þessum
slag með okkur og hefur unnið ótrúlegt starf
við uppbygginguna á Keiluhöllinni og Shake-
&Pizza.“
Og sannarlega hefur verkefnið sem þeir fé-
lagar ýttu úr vör árið 2009 vaxið að umfangi. Á
þessu ári stefnir í að þrír staðir Hamborgara-
fabrikkunnar velti um 750 milljónum króna.
Fyrrnefnd Keiluhöll í Egilshöllinni mun líkast
til slaga í 900 milljóna veltu og samt segir Jó-
hannes að fyrirtækið sé enn í vexti.
„Við höfðum lengi rætt um þann möguleika
að opna veitingastað. Svo kom Simmi með
þessa hugmynd að Hamborgarafabrikkunni og
ýtti henni áfram af meiri alvöru.“
Kjöraðstæður til að stofna staðinn
Þannig réðust þeir félagar í þetta verkefni,
örfáum mánuðum eftir að bankarnir hrundu
með braki og brestum og samfélagið litaðist
allt af þeim hamförum í kjölfarið.
„Eftir á að hyggja voru þetta kjöraðstæður
þó að flestir hafi talið þetta algjört glapræði.
Þarna höfðum við tækifæri til að koma með
nýja og ferska hugmynd, eitthvað jákvætt og
uppbyggilegt í samfélag sem var allt á nei-
kvæðum nótum og í hálfgerðu sjokki. Það var í
raun engin samkeppni um athygli fólks úr
þessari áttinni. En það var líka annað sem
þetta ástand leiddi óhjákvæmilega af sér. Það
var auðvelt að fá öfluga iðnaðarmenn, mat-
reiðslumenn, arkitekta og ýmsa aðra til að
vinna með sér. Þá var líka auðvelt að fá hús-
næði undir reksturinn á góðum kjörum. Þetta
vann því allt með okkur í raun.“
Jói segir að margir hafi verið undrandi á
þessu framtaki þeirra félaga og ekki síst hafi
sú undrun birst í augum fjölskyldna þeirra.
„Þetta var á þeim tíma þegar allir voru að
reyna að halda sjó, enda óvissan mikil bæði um
lán og starfsöryggi. En ákvörðunin var í sjálfu
sér einföld fyrir okkur. Við sögðum báðir upp
athyglinni og væntingunum.“
Hann viðurkennir að þættirnir hafi verið
kryddaðir en þar hafi hins vegar verið birt
raunsönn lýsing á ferlinu. Þegar kom að opnun
staðarins hafi þeir félagar hins vegar rennt al-
gjörlega blint í sjóinn.
„Ég man nóttina fyrir opnun. Ég var mjög
stressaður og ég held að hvorugur okkar hafi
sofið mikið. En við fengum fljúgandi start. Í
raun alveg lygilegt og það má segja að hvert
borð hafi verið setið allan opnunartíma stað-
arins fyrsta árið. Við seldum að mig minnir um
300 þúsund hamborgara það ár. Það er óvenju-
legt þegar um stofnun veitingastaðar er að
ræða og í raun hálfgerð klikkun. En það
hafðist.“
Stórt verkefni sem þurfti fjármagn
En þeir félagar vissu að það væri ekki nóg að
vera með vel útfærða hugmynd og viljann til
verks. Það þurfti einnig fjármagn til þess að
koma þessu stóra verkefni á laggirnar.
„Við þreifuðum fyrir okkur um þetta og
fengum loks með okkur Skúla Gunnar Sigfús-
son inn í verkefnið sem fjárfesti. Hann þekkti
veitingarekstur í gegnum fyrirtæki sitt,
Subway, og hefur frá upphafi farið með fjórð-
ungshlut í Hamborgarafabrikkunni“. Við-
skiptaráðgjafi okkar, Snorri Marteinsson, varð
svo skömmu síðar framkvæmdastjóri og hlut-
hafi í fyrirtækinu.
Líkt og fram hefur komið á opinberum vett-
vangi hefur kastast í kekki milli Skúla og
Simma vegna annarra verkefna en þeirra sem
tengjast Hamborgarafabrikkunni. Jói segir það
ekki ástæðuna fyrir brotthvarfi þess síð-
arnefnda úr eigendahópnum en að þessi mál
hafi þó eðli máls samkvæmt reynt á samstarfið.
Veitingaár eru hundaár
Líkt og áður greinir var staðurinn fullur frá
morgni til kvölds fyrstu misserin. Jóhannes
segir að slíkt ástand geti hins vegar ekki varað
að eilífu í veitingarekstri.
Spennandi áskorun að ha
”
Ég man nóttina fyrir opnun. Ég var mjög stressaður og ég held
að hvorugur okkar hafi sofið mikið. En við fengum fljúgandi
start. Í raun alveg lygilegt og það má segja að hvert borð hafi
verið setið allan tímann sem staðurinn var opinn fyrsta árið. Við
seldum að mig minnir um 300 þúsund hamborgara það ár.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Þegar íslenskt samfélag var í sárum
eftir bankahrunið settust tveir
landsþekktir félagar niður og veltu
fyrir sér hvort þeir gætu látið gaml-
an draum rætast. Úr varð hugmynd
sem síðar varð einhver vinsælasti
veitingastaður landsins. Nú þegar
styttist í níu ára afmæli Hamborg-
arafabrikkunnar stendur fyrirtækið á
tímamótum. Annar stofnendanna
tveggja hefur selt sinn hlut en hinn
horfir fram á nýjar áskoranir á veit-
ingamarkaðnum.
Það er aldrei dauð stund hjá
framkvæmdastjóranum og að
loknu spjalli við blaðamann tók
við stíf og skemmtileg dagskrá
á Höfðatorgi.