Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 1
ÁSKORANIR Á BÍLAMARKAÐNUMTRYGGJA BETRI AÐGANG artól sem eiga að tryggja að fólk tolli vel í tískunni Nú ætti fólk sem leitar logandi ljósi að iðnaðarmanni að geta andað léttar. Forritið MittVerk stuðlar að því. VIÐSKIPTA 4 4 Heyrn Unnið í samvinnu við Það hefur engin logmolla ríkt á bílamarkaði frá því að María Jóna Magnúsdóttir tók við sem fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.14 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Harðari samkeppni í steypu Nú í vikunni rann fyrsta steypan úr steypustöð nýstofnaðs fyr- irtækis sem nefnist Steinsteypan. Þar er um að ræða fyrirtæki sem nokkrir verktakar í jarðvegsvinnu ásamt öðrum fjárfestum hafa stofnað til á sviði steypufram- leiðslu. Í dag eru það tvö stórfyr- irtæki sem skipta milli sín lang- stærstum hluta steypumarkaðarins sem telur um 450 til 500 þúsund rúmmetra framleiðslu á ári. Það eru fyrirtækin BM Vallá og Steypustöðin. Fyrirtækin velta um 4 milljörðum á markaðnum hvort um sig. Heimildir ViðskiptaMogg- ans herma að forsvarsmenn Stein- steypunnar hafi séð tækifæri til innkomu á markaðinn, m.a. með tilliti til hærra þjónustustigs og styttri afgreiðslufrests. Þannig hyggst fyrirtækið m.a. bjóða upp á steypuafgreiðslu á kvöldin og um helgar en slík þjónusta hefur ekki verið í boði fram til þessa. Stofnfjárfesting í fyrirtækinu nemur rétt tæplega milljarði króna og felst hún m.a. í kaupum á 12 steypubílum og tveimur dælubílum ásamt steypustöð sem staðsett er við Koparhellu í Hafnarfirði. Við stofnun fyrirtækisins var allur búnaður fluttur nýr til landsins og hefur hann á síðustu mánuðum verið í prufukeyrslu. Við undirbún- inginn hefur fyrirtækið notið þjón- ustu verkfræðistofunnar Eflu og þá hefur uppbyggingin einnig verið í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld. Steypustöðin sem sett hefur ver- ið upp í Hafnarfirði mun á há- marksafköstum geta framleitt 120 rúmmetra af steypu á klukku- stund. Eigendur hin nýja fyrirtækis eru félagið Kaldalón Byggingar en stærstu hluthafar þess eru þeir Gunnar Sverrir Harðarson og Þór- arinn Arnar Sævarsson, eigendur fasteignasölunnar Remax, Gunnar Hendrik, eigandi gleraugnaversl- unarinnar Augans og Sigurður Bollason, fjárfestir. Þá er verk- takafyrirtækið Borgarvirki einnig eigandi að Steinsteypunni. Eig- endur þess eru Pétur Ingason og Magnús Hjálmarsson. Sá fyrr- nefndi er einnig forstjóri hins nýja fyrirtækis. GT verktakar, sem eru í eigu Gísla Sveinbjörnssonar og Trausta Finnbogasonar eru hlut- hafi og einnig félagið Grána sem er í eigu Guðmundar Bragasonar, Steinþórs Vals Ólafssonar og Elínar Gautadóttur. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Öflug verktakafyrirtæki og fjárfestar hafa stofnað nýja steypustöð sem ætlað er að hrista upp í markaði þar sem BM Vallá og Steypu- stöðin hafa verið einráð síðustu árin. Morgunblaðið/Eggert Steypustöðin hefur nú hafið framleiðslu við Koparhellu 1 í Hafnarfirði. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 1.400 23.2.‘18 23.2.‘18 22.8.‘18 22.8.‘18 1.770,26 1.650,66 130 125 120 115 110 123,55 124,85 Það var á vormánuðum 2010 sem fé- lagarnir Simmi og Jói opnuðu Ham- borgarafabrikkuna á Höfðatorgi. Síð- an þá er mikið vatn runnið til sjávar og viðskiptavinir hafa sporðrennt hundruðum þúsunda borgara. Simmi er nú horfinn á önnur mið en Jói er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann segir aðstæður á veitingamark- aði í raun mun meira krefjandi nú en þegar þeir opnuðu staðinn, örfáum mánuðum eftir hrun. Þrátt fyrir harða samkeppni um starfsfólk og gríðarlegar kostn- aðarhækkanir sækir hann fram og sér tækifæri á sviðinu. Staðirnir eru nú orðnir þrír og þá tengist hann einnig uppbyggingunni Shake&Pizza í Keiluhöllinni. „Við ákváðum að taka reynsluna af Fabrikkunni og spegla hana með ákveðnum hætti þarna […] Þessi blanda af skemmtun og veit- ingum er virkilega spennandi og þar teljum við að séu tækifæri sem hægt verði að sækja á komandi árum.“ Krefjandi veitingamarkaður Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Jóhannes Ásbjörnsson stýrir hinni sívinsælu Hamborgarafabrikku. Hamborgarafabrikkan hef- ur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum frá 2010. Að- stæður eru þó meira krefj- andi nú en þá. 8 Bandarískir og kínverskir ráðamenn búast ekki við miklu af yfirstandandi versl- unarviðræðum ríkjanna. Sjá í gegnum samningabrellur 10 Netverslunin Farfetch stefnir á markað í Bandaríkjunum. Verðmiðinn sem settur er á herlegheitin hefur valdið usla. LEX: Himinhátt verð á netverslun 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.