Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 Í Grunnskóla Þórshafnar eru um 70 nemendur í hæfilega stórum bekkjardeildum. Starf- semi skólans einkennist af kraftmiklu og framsæknu skólastarfi. Samhliða skólanum er rekinn tónlistarskóli og hefð er fyrir öflugu íþróttastarfi fyrir alla aldurshópa skólans. Langanesbyggð er öflugt og vaxandi sveitar- félag með spennandi framtíðarmöguleika. Á Þórshöfn búa um 400 manns í fjölskylduvænu umhverfi. Gott íbúðarhúsnæði er til staðar og öll almenn þjónusta er á Þórshöfn. Mikil uppbygging er framundan með byggingu nýs leikskóla með tengingu við Grunnskólann. Á staðnum er gott íþróttahús og innisundlaug og Ungmennafélag Langaness stendur fyrir öflugu íþróttastarfi. Í þorpinu er mikið og fjöl- breytt félagslíf. Samgöngur eru góðar, m.a. flug fimm daga vikunnar til Reykjavíkur um Akureyri. Í næsta nágrenni eru margar helstu náttúruperlur landsins og ótal spennandi útivistarmöguleikar, s.s. fallegar gönguleiðir og stang- og skotveiði. Langanesbyggð leitar að fólki á öllum aldri, af báðum kynjum, með margskonar menntun og reynslu. Í samræmi við jafnréttisáætlun Langanesbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélag- inu. Grunnskólinn á Þórshöfn óskar eftir kennurum til starfa við skólann næsta skólaár. Við óskum eftir áhugasömum kennurum sem eru skapandi í starfi. Við leitum að fólki með margþætta reynslu og bakgrunn sem á það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á fjölbreyttum kennsluháttum og skólaþróun. Í boði eru fjölbreytt viðfangsefni, þar sem hæfileikar og frumkvæði kennarans fá notið sín. Okkur vantar sérkennara, umsjónarkennara, stærðfræðikennara, kennara í list og verkgreinar og íþróttakennara. Við leitum að sérkennara sem hefur áhuga á því að móta faglegan grunn sérkennslunnar við skólann sem byggir á hugmyndafræði hins einstaklings- miðaða náms og virkri þátttöku allra í skólastarfinu. Starfsfólk Grunnskólans á Þórshöfn hefur tekið virkan þátt í þróunarstarfi á síðustu árum þar sem lögð hefur verið áhersla á þróun fjölbreyttra kennsluhátta, teymisvinnu og á aukna lýðræðislega þátttöku nemenda í skólastarfinu. Framundan er áframhaldandi spennandi skólaþróun. Á Þórshöfn er blómstrandi mannlíf, mikil náttúrufegurð, öflugt íþrótta- og félagsstarf fyrir alla þá sem vilja verða hluti af fjölbreyttri mannlífsflóru norðlensks sjávarþorps. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst og skulu umsóknir sendar rafrænt á netfangið asdis@thorshafnarskoli.is. Við hlökkum til að heyra frá þér! Allar frekari upplýsingar veitir skólastjóri Ásdís Hr. Viðarsdóttir í síma 468-1164 eða 852-0412 Langanesbyggð leitar eftir áhuga sömum kennurum Starfsmaður óskast á skrifstofu Kælismiðjan Frost ehf. óskar eftir að ráða starfs- mann á skrifstofu félagsins að Fjölnisgötu 4 b, 603 Akureyri. Starfið fellst í: • Umsjón með flutningum frá birgjum og til viðskiptavina. • Samskiptum við ferðaskrifstofu og VISA umsóknir, vegna ferða starfsmanna. • Yfirferð reikninga. • Gerð handbóka. • Afleysingar innkaupastjóra og starfsmanna á skrifstofu. Hæfniskröfur: • Tölvukunnátta, word, exel o.s.frv. • Góð kunnátta í ensku og einu norðurlandamáli. • Færni í mannlegum samskiptum, þjónustulipurð og létt lund. Frost er sérhæft í hönnun og uppsetningu frysti- og kælikerfa fyrir frystigeymslur og matvælavinnslur, aðallega í sjávarútvegi. Frost sinnir verkefnum bæði hér heima og erlendis. Frost er með starfsemi á Akureyri og í Garðabæ og samtals starfa hjá fyrirtækinu u.þ.b. 60 starfsmenn. Áhugasamir sendi upplýsingar á: gunnar@frost.is Íþróttakennari Grenivíkurskóli auglýsir eftir íþróttakennara. Laus er 100% afleysingastaða íþróttakennara við Grenivíkurskóla til eins árs, aðalkennslugrein er íþróttir og sund. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hæfniskröfur • Menntun í íþróttakennslufræðum. • Áhugi á kennslu og vinnu með börnum. • Faglegur metnaður, frumkvæði og sveigjan- leiki í samstarfi. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Góðir skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð. • Reglusemi og samviskusemi, gleði og umhyggja. • Hreint sakavottorð. Í Grenivíkurskóla eru rúmlega 50 nemendur í 1.-10. bekk. Í skólanum er góður starfsandi þar sem leitast er við að haga skólastarfinu í sem fyllsta samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins. Meðal þess sem við leggjum ríka áherslu á er lýð heilsa og umhverfismennt. Nánari upplýsingar um skólann má finna á www.grenivikurskoli.is Grýtubakkahreppur er fallegt og snyrtilegt 370 manna sveitarfélag við austanverðan Eyjafjörð, um 30 mínútna akstur frá Akureyri. Þar er góð þjónusta og gott félags- og íþróttastarf. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hreppsins, www.grenivik.is Umsóknarfrestur er til 27. ágúst 2018, senda skal umsókn og ferilskrá á netfangið asta@grenivikurskoli.is og verður móttaka umsókna staðfest. Nánari upplýsingar gefur Ásta F. Flosadóttir skólastjóri í síma 414 5410 eða í tölvupósti asta@grenivikurskoli.is Grenivíkurskóli Sendibílar Reykjavíkur vantar bílstjóra, meirapróf ekki skilyrði. Íslenska er skilyrði og hreint sakavottorð. Sendið umsóknir ásamt ferilskrá á sendibilarrvk@simnet.is Bílstjórar óskast  1 ATVINNA í boði hjá Kópavogsbæ Sjá nánar á kopavogur.is www.kopavogur.is/is/stjornsysla/um-okkur/laus-storf Álnabær Verslunarstarf Starfskraftur óskast í verslun okkar í Síðumúla 32, Reykjavík. Ekki yngri en 30 ára. Vinnutími frá kl. 10-18 alla virka daga. Áhugasamir sendi á ellert@alnabaer.is Við gætum verið með næsta starfsmann mánaðarins á skrá www.capacent.is Ráðgjafar okkar búa yfir víðtækri þekkingu á atvinnulífinu og veita trausta og persónu lega ráðgjöf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.