Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018
www.skaginn3x.com
Nánari upplýsingar um starfið veitir Gyða Björk Bergþórsdóttir,
job@skaginn3x.com.
Umsóknir skulu berast í gegnum heimasíðu Skaginn 3X.
Umsóknarfrestur er til og með 16. september 2018.
YFIRVERKSTJÓRI
Starfssvið
• Skipulagning á vinnu
starfsmanna
• Gerð tilboða í ýmis verk
• Þátttaka í skipulagningu
framleiðsluferla
Menntunar- og hæfniskröfur
• Reynsla af verkstjórn og
starfsmannahaldi er æskileg
• Mikilvægt er að viðkomandi
hafi góða samskiptahæfni
• Skilningur á framleiðsluferlum
• Lausnamiðuð hugsun
• Æskilegt að viðkomandi geti
haft samskipti við erlenda
starfsmenn á öðru máli en
íslensku
Skaginn 3X óskar eftir að ráða yfirverkstjóra hjá Þorgeir & Ellert hf.
á Akranesi. Þorgeir & Ellert hf. er hluti af Skaginn 3X ásamt
systurfyrirtækjunum Skaganum hf. og 3X Technology ehf.
Systurfyrirtækin Skaginn hf., Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi og 3X Technology ehf. á Ísafirði mynda saman Skaginn 3X.
Fyrirtækin framleiða og selja sérsniðnar hátæknilausnir fyrir matvælaiðnað á alþjóðamarkaði og er viðskiptavinina að finna
víðsvegar um heiminn. Tæknistigið er hátt og starfsmenn eru rúmlega 300 talsins í starfsstöðvum sem eru um 14.000 m2.
Starfsemin hefur vaxið mjög síðustu misseri en frumkvöðla- og nýsköpunarandinn hefur viðhaldist allt frá fyrsta degi.
Áhersla er lögð á að bjóða gæðavörur og ryðja braut nýrrar tækni sem færir viðskiptavinum og umhverfinu verulegan
ávinning. Skaginn 3X hlaut nýlega Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Nýsköpunarverðlaun Íslands.
Fasteignasalar óskast
Lögheimili Eignamiðlun auglýsir eftir löggiltum fasteignasölum eða nema
í löggildingu fasteignasala til starfa. Mjög góð verkefni framundan bæði
á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Góð aðstaða og góðir
tekjumöguleikar fyrir heiðarlegt og duglegt fólk.
Reynsla af sölu fasteigna og hreint sakavottorð skilyrði.
Umsækjendur sendi ferilskrá á logheimili@logheimili.is.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknarfrestur til 03.10.2018.
Vinlandsleið 14, Reykjavík - Skólabraut 26, Akranesi
Bílstjóri
óskast í sendibílaakstur
Þjónustulundaður, hraustur, reyklaus og
reglusamur. Íslenskumælandi með hreint
sakavottorð. Upplýsingar í síma 892 6363
eða á skutlari@gmail.com
intellecta.is
Komi til þess að stjórnvöld
geri breytingar á tekjuskatts-
kerfinu er mikilvægt að þær
gagnist helst tekjulægstu hóp-
um samfélagsins svo og milli-
tekjufólki. „Reka á skattkerfið
og velferðarkerfi landsins með
því hugarfari að fólk greiði inn
eftir efnum og taki út eftir
þörfum,“ segir í frétt á vef
BSRB. Þar er tiltekið að síð-
ustu ár hafi verið lögð þung
áhersla á að bæta lægstu laun-
in í kjarasamningum, en tekju-
lægstu hóparnir þó setið eftir.
Skerðingar á barnabótum,
vaxtabótum og öðrum mikil-
vægum jöfnunartækjum hafi
gert það af verkum að staða
fjölda fólks sé ekki jafn góð og
ætla mætti.
Bótakerfin verði styrkt
BSRB er andvígt því að
lækka skatta þeirra sem best-
ar hafa tekjurnar. Telur rétt
að svigrúm til skattalækkunar
verði notað til að bæta stöðu
þeirra sem standa höllum fæti.
Það megi gera með því að
styrkja á nýjan leik barnabóta-
og vaxtabótakerfin. Benda
megi á að helstu fjárhæðir í
vaxtabótakerfinu hafa verið
óbreyttar í nærri áratug. Á
þeim tíma hafi verðlag hækkað
um 22%, laun um 64% og
íbúðaverð um 51,5% segir í
pistli sem birtist í gær á vef
bandalagsins.
Húsnæðismál eru gerð að
umfjöllunarefni hjá BSRB.
Þar segir að miklar hækkanir
íbúða- og leiguverðs hafi aukið
mjög á ójöfnuð á Íslandi. Fólk
sem eigi eigið húsnæði sé nú
oft efnaðra en áður enda hafi
húsnæðiskostnaður í mörgum
tilvikum lækkað hjá þessum
hópi vegna lækkunar vaxta og
uppgreiðslu lána. Á meðan hafi
þeir sem eru að reyna að
kaupa sína fyrstu íbúð setið
eftir svo og fólk sem leigir hús-
næði. Hækkun íbúðaverðs leiði
til þess að enn erfiðara en áður
er að eignast eigið húsnæði og
miklar hækkanir húsaleigu
hafa étið upp launahækkanir.
Húsnæðisfélög verði efld
„Til að bregðast við þessu er
nauðsynlegt að halda áfram að
efla fasteignafélög, líkt og
Bjarg íbúðafélag, sem rekin
eru án hagnaðarsjónarmiða.
Einnig þarf að taka næsta
skref með því að byggja upp
almenn leigufélög sem ekki
eru rekin í hagnaðarskyni sem
geta leigt þeim sem ekki falla
undir þau tekjuviðmið sem
leigufélög á borð við Bjarg
þurfa að halda sig við. Þá þarf
að grípa til markvissra að-
gerða til að hjálpa fólki að
kaupa sína fyrstu íbúð,“ segir
BSRB. sbs@mbl.is
Skattalækkanir gagnist
tekjulægstu hópunum
BSRB vill nýta svigrúmið Aðgerða er þörf í húsnæðismálum
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Atvinna Fólk greiði inn í skattkerfið eftir efnum og taki út úr því eftir þörf, segir BSRB.
Nýlega var Grensásdeild
Landspítalans formlega af-
hent gjöf frá Svölunum, góð-
gerðarfélagi flugfreyja og
-þjóna; það er ný Samsung-
sjónvarpstæki sem fara á all-
ar stofur á legudeild auk 65
tomma sjónvarpstækis sem
verður í setustofu. Alls eru
þetta 27 tæki. Gjöfin er að
verðmæti rúmar tvær millj-
ónir króna. Sigríður Guð-
mundsdóttir, deildarstjóri
hjúkrunar á Grensásdeild,
veitti gjöfinni móttöku frá
Guðrúnu Ólafsdóttur, for-
manni Svalanna.
Grensásdeildin er aðal-
styrkþegi Svalanna og vorið
2017 voru deildinni færðar
ýmsar góðar gjafir; tveir la-
zyboy-stólar og þrír sturtu-
stólar auk þess sem gefinn
var húsbúnaður í setkrók
sem útbúinn var á stigapalli
á 2. hæð. Hann gerir sjúk-
lingum Grensáss kleift að
taka á móti gestum í nota-
legu umhverfi, þar sem með-
al annars er lítill leikkrókur
fyrir yngri börnin. Setkrók-
urinn kallast Svöluhreiður
og hefur verið mikið notað-
ur. Andvirði gjafa þessar var
tæplega 2,4 milljónir króna.
Svölur frá 1974
Svölurnar voru stofnaðar
árið 1974 og er tilgangur fé-
lagsins að viðhalda
kunningsskap og vináttu
starfandi og fyrrverandi
flugfreyja og flugþjóna og
svo að láta eitthvað gott af
sér leiða. Félagið hefur frá
stofnun styrkt fjöldamörg
fyrirtæki jafnt sem einstak-
linga, en það styrkir ein-
göngu þá sem ekki njóta rík-
isaðstoðar.
Gefa á Grensás
Svölur leggja lið Sjónvörp á
legudeild Aðstaða og húsgögn
Ljósmynd/Aðsend
Rausn Guðrún Ólafsdóttir, til vinstri, formaður Svalanna af-
hendir Sigríði Guðmundsdóttur á Grensásdeildinni gjafabréf.