Morgunblaðið - 30.08.2018, Page 6

Morgunblaðið - 30.08.2018, Page 6
Morgunblaðið/Árni Sæberg Lokunarpóstur Brugðið á leik á reiðskjóta, sem notaður er til að loka neðri hluta Laugavegarins fyrir bílaumferð. Meirihluti Reykvíkinga er verulega jákvæður gagnvart göngugötum í miðborginni, samkvæmt nýrri viðhorfs- könnun Maskínu ehf. fyrir umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur. Alls 71% svar- enda segjast nú jákvæðir gagnvart göngugötunum en 11% eru neikvæð. Jákvæðnin eykst eftir því sem fólk fer oftar á göngugötusvæðið og eins í síðustu könnun eru íbúar í Miðborg og Hlíðum jákvæðastir allra. Ekki er mikill munur á afstöðu kynja. Alls telja 77% íbúa að göngu- göturnar hafi jákvæð áhrif á mannlífið í miðborginni en 8% telja áhrifin vera nei- kvæð. Eftirfarandi götum hefur verið breytt í göngugötur undanfarin ár: Laugavegi og Bankastræti, milli Vatnsstígs og Þingholtsstrætis. Skóla- vörðustíg milli Bergstaða- strætis og Laugavegar. Aust- urstræti, Veltusundi og Vallarstræti. Pósthússtræti, milli Kirkjustrætis og Hafn- arstrætis. 5% alfarið á móti Spurðir um tímabil göngu- gatna, frá 1. maí til 1. októ- ber, segja tæplega 40% að tímabilið sé hæfilega langt, 30% vilja lengja tímabilið og 30% vilja stytta það. Mun fleiri en áður vilja göngu- götur allt árið eða réttur fjórðungur svarenda en voru 12% í fyrra. Tæplega 5% segjast alfarið á móti göngu- götum, sem er sama hlutfall og í síðustu könnun. sbs@mbl.is Góðar göngugötur 6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Helstu verkefni og ábyrgð Stefnumótun og þróun, m.a. á sviði árangurs, gæða, aðgengis og öryggis í þjónustu Leiðtogi við framkvæmd stefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Innleiðing nýjunga og breytinga, s.s. teymisvinnu og straumlínustjórnunar Fagleg þróun og starfsþróun                    Gæðaeftirlit Nánari upplýsingar Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri, s. 513-5000, svanhvit.jakobsdottir@heilsugaeslan.is Hæfnikröfur       Viðbótar- eða framhaldsmenntun á sviði hjúkrunar æskileg Viðbótarnám í stjórnun kostur Brennandi áhugi á þróun heilbrigðisþjónustu Stjórnunarreynsla og reynsla af stefnumótun í heilsugæslu og/eða annarri heilbrigðisþjónustu Leiðtogahæfni og metnaður til að ná árangri    Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót Frumkvæði og áræðni Vilji til að helga sig sýn og gildum heilsugæslunnar Ábyrgð – Fagmennska – Traust – Þjónusta – Framþróun Hlutverk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan grundvallast á sérþekkingu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar og heilsuverndar og byggir á víðtæku þverfaglegu   Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðisþjónustunni þar sem öllum þörfum  !   "      #   heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Gerðar hafa verið breytingar á skipulagi heilsugæslunnar sem miða að því að auka þjónustu við notendur, nýta       $ $   Til að gera þjónustuna markvissari er lagt upp með teymisvinnu sem grunnstef í starfseminni, ásamt innleiðingu aðferða straumlínustjórnunar. Í breyttu skipulagi fær starfsfólk aukið sjálfstæði til að móta starfsemi og til að útfæra þjónustu sem mætir þörfum íbúa og uppfyllir um leið kröfur um árangur samkvæmt mælingum og mati. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins samanstendur af 15 heilsugæslustöðvum í Reykjavík, Seltjarnarnesi, % ! &'($    )    Heimahjúkrun HH, Þroska- og hegðunarstöð, Göngudeild sóttvarna og hælisleitenda, Geðheilsuteymum, ásamt skrifstofu. Hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins starfa um 700 manns. Framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra hjúkrunar. Leitað er eftir kraftmiklum, metnaðarfullum og farsælum stjórnanda. Framkvæmdastjóri hjúkrunar situr í framkvæmdastjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins                        1. nóvember nk. eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 11. september 2018. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og #       $ !    *       +     '  # $! '  hjúkrunar sem er aðgengilegt á vef Embættis landlæknis og fæst einnig á skrifstofu Embættis landlæknis og setja það  $    2 '       (( 4        +      #  umsækjandi hefur gegnt auk upplýsinga um vísinda- og ritstörf og önnur störf, eftir því sem við á. Allar umsóknir eru sendar til stöðunefndar hjá Embætti landlæknis. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningar í laus störf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Sækja skal um á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins www.heilsugaeslan.is undir laus störf eða á Starfatorgi www.starfatorg.is. Skoðunarmaður óskast Óskum eftir að ráða starfsmann til að skoða hífi- og fallvarnarbúnað Umsóknarfrestur er til og með 14. september. Fyrirspurnir og umsóknir skal senda á netfangið hjortur@isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell.is Starfslýsing ■ Leitum að starfskrafti til að sjá um vettvangs skoðanir og samsetningar á hífi- og fallvarnarbúnaði ■ Leitum að starfskrafti sem er tilbúinn að afla sér menntunar og réttinda til að framkvæma slíkar skoðanir og útgáfu vottorða ■ Starfið felst m.a. í að setja saman nýjan hífibúnað sem og skoðanir og viðgerðir á notuðum búnaði ■ Utanumhald um skoðunarskýrslur ■ Almenn lagerstörf Hæfniskröfur ■ Reynsla af notkun á hífi- og fallvarnarbúnaði er kostur ■ Góð ensku kunnátta, bæði í ritun og tali. Réttindakennsla og námskeið fara fram á ensku. ■ Reynsla og þekking á notkun Office hugbúnaðar ■ Iðnmenntun er kostur ■ Lyftarapróf og vélaréttindi æskileg Sveitarfélög landsins eiga von á sendingu á næstu dögum frá NTÍ (Náttúruhamfaratrygg- ingu Íslands), áður Viðlaga- tryggingu. Er þetta í tilefni lagabreyt- inga og nýs nafns stofnunar- innar. Um er að ræða bókina Náttúruvá á Íslandi sem kom út fyrir nokkrum árum á vegum stofnunarinnar og Há- skólaútgáfunnar. Margir helstu sérfræðingar landsins á sviði náttúruvár nærri 60 manns, lögðu til efni í bókina sem er tæplega 800 síður með um 1.000 ljósmyndum og skýr- ingarmyndum. Þar er fjallað ítarlega um rannsóknir, eld- virkni og jarðskjálfta sem valdið hafa Íslendingum þung- um búsifjum gegnum tíðina. Þörf á stöðugri uppfærslu „Okkur fannst tilvalið að leggja okkar af mörkum til að koma á framfæri til sveitar- félaganna áhugaverðum og fræðandi upplýsingum um náttúruvá á Íslandi á sama tíma og við vekjum athygli á þeim breytingum sem tóku gildi 1. júlí sl. á lögum um starfsemi stofnunarinnar,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, í tilkynningu. Og bætt er við: „Stofnunin hefur fengið nýtt nafn sem er meira lýsandi fyrir starfsemina og einnig hefur verið gerð breyting á eigin áhættu sem skerpir áherslur í starfseminni þannig að NTÍ hafi ríkara hlutverk í alvarleg- um tjónsatburðum en komi minna að í tilvikum þar sem um óverulegt tjón er að ræða.“ Stórbættar skráningar Jafnframt er tækifæri nú notað til að minna á skyldur sveitarfélaga landsins um að senda uppfærðar og réttar upplýsingar til NTÍ um vá- tryggingarverðmæti mann- virkja sem þeim er skylt að vá- tryggja. Heimsóknir í öll sveitarfélög landsins á árunum 2016 til 2017 leiddu í ljós að töluvert vantaði upp á að skyldutryggingar hafnar- mannvirkja, opinberra veitu- mannvirkja og fleiri eigna sveitarfélaga væru í takt við gildandi lög og reglur í sumum sveitarfélögum. „Þessar heimsóknir skiluðu stórbættum skráningum á vá- tryggðum eignum en það má alltaf gera betur, enda eru þessar eignir sveitarfélaganna í stöðugri uppbyggingu og þró- un. Eftir kosningarnar í vor er líka víða komið nýtt fólk við stjórnvölinn sem við viljum ná til,“ segir Hulda Ragnheiður. Morgunblaðið/Ernir Grímsvatnagos Árið er 2011. Hér sjást björgunarsveitarmenn inni í miðjum öskumekki við Skaftárskála á Klaustri. Ítarlegar upplýsingar  Náttúruvá á Íslandi  Senda bók til sveitarfélaganna í landinu Hulda Ragnheiður Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.