Fréttablaðið - 19.10.2018, Side 13
Í dag
Þórlindur
Kjartansson
Ef eitthvað er að marka botn-lausan haug viðtala við alls konar yfirburðafólk í við-skiptum og stjórnmálum þá er nánast ekkert til sem heitir að vakna of snemma eða sofa
of lítið. Þannig yfirburðafólk montar sig
nánast stöðugt af því hversu snemma það
fer á fætur og hversu lítinn svefn það þarf.
Helst vildi þetta fólk líklega finna leið til
þess að fara á fætur áður en það sofnar.
Það er varla hægt annað en að fyllast
vanmáttarkennd þegar maður les
lýsingarnar; og stundum verður maður
meira en pínulítið örmagna við til-
hugsunina.
Kyrrð og ró
Einn af þessum stórforstjórum, Robert
Iger hjá Disney, sagði til dæmis frá því í
viðtali fyrir tæpum áratug að hann færi
á fætur klukkan hálf-fimm á morgnana.
„Ég vakna 4.30. Ég kann vel að meta
kyrrðina. Það er á þessum tíma sem
ég get hlaðið batteríin mín. Ég stunda
líkamsrækt og hreinsa til í hausnum á
mér og ég kem mér inn í allt það sem er
að gerast í heiminum. Ég les dagblöðin.
Ég skoða tölvupóstinn minn. Ég vafra
aðeins um á internetinu, horfi kannski
á sjónvarpið. Þetta geri ég allt á sama
tíma. Ég kalla þetta kyrrðarstund, en
samt er ég að gera margt í einu. Ég elska
líka að hlusta á tónlist, þannig að ég geri
það á morgnana líka, á meðan ég horfi á
fréttir í sjónvarpinu og stunda líkams-
rækt.“
Svona lýsti blessaður maðurinn í
fullri alvöru sinni svokölluðu kyrrðar-
stund á morgnana.
Kallarðu þetta snemma?
Lengi vel taldi ég að erfitt væri að toppa
þessa lýsingu. En það breyttist fyrir
skemmstu þegar ég frétti af daglegri
rútínu leikarans og mógúlsins Mark
Wahlberg. Hann lætur það ekki spyrj-
ast út að hann sofi út til hálf fimm á
morgnana. Nei, hann lætur ekki daginn
renna sér úr greipum heldur fer á fætur
klukkan 2.30. Þá biður hann bænir
fram að fyrri morgunmat sem hefst kl.
3.15. Eftir morgunmat, nánar tiltekið
klukkan 3.40 að morgni, þá skellir
hann sér í líkamsræktina og tekur
hressilega á því til korter yfir fimm.
Þá slappar hann af í fimmtán mínútur
áður en hann fær sér annan morgun-
mat—klukkan hálf sex. Svo skellir
hann sér í sturtu klukkan sex og virðist
ekkert gera af viti fyrr en klukkan
hálf-átta þegar hann bregður sér í golf
í hálftíma. Það kemur reyndar ekki
fram hversu margar holur hann spilar á
þessum þrjátíu mínútum; en miðað við
tempóið á manninum þá virðist óhætt
að gera ráð fyrir að minnsta kosti átján.
Svo fær hann sér bita klukkan átta.
Klukkan hálf-tíu dýfir hann sér
ofan í einhvers konar ísbað, og fær
sér svo annað snarl klukkan hálf-ell-
efu. Það er líklegast til þess að öðlast
orku til þess að takast á við þríþættan
álagstíma milli 11 og 13 þegar hann
sinnir fundum, fjölskyldu og símtölum.
Hádegismatur er svo klukkan eitt en
á milli klukkan tvö og þrjú er Mark
Wahlberg á fundum eða í símanum. Svo
sækir hann börnin í skólann klukkan
þrjú síðdegis. Þá er hann búinn að vera
vakandi í hálfan sólarhring, búinn að
borða fimm máltíðir, fara í leikfimi og
golf og sinna alls konar vinnuerindum.
Það er þess vegna upplagt fyrir hann
að hressa sig við milli klukkan fjögur
og fimm síðdegis með því að skella sér
aftur í líkamsrækt, og svo aftur í sturtu
klukkan fimm.
Þá er Mark snyrtur og strokinn fyrir
kvöldmat með fjölskyldunni og slakar
svo á fram að háttatíma.
Leyndarmálið gegn þreytu
En venjulegt fólk ræður tæpast við þetta
tempó. Allir virðast kannast við síðdegis-
þreytuna; ekki síst snjallt markaðsfólk.
Alls staðar eru í boði óteljandi lausnir
fyrir þá sem eru þreyttir seinni partinn;
ýmiss konar koffínsprengjur og efna-
blöndur sem eiga að hjálpa fólki að halda
árvekni sinni þegar líður á daginn.
Í gamla daga kunnu flest samfélög
frumlegt ráð við þreytu, sem nú er að
mestu gleymt. Það kallaðist „hvíld“ og
tók fólk sér gjarnan lúr um miðjan dag
án þess að skammast sín. Jafnvel upp-
teknustu menn á erfiðustu tímum töldu
tíma sínum vel varið í drjúgan mið-
degis lúr. Winston Churchill lét sér það
ekki til hugar koma að fara í gegnum
heilan vinnudag án þess að leggja sig,
jafnvel þegar annríki og stress heillar
heimsstyrjaldar var í hámarki.
Það er nú aldeilis annað en í dag
þegar leiðtogi hins frjálsa heims, Donald
Trump, segist láta sér fjögurra tíma
nætursvefn duga—vaknar eldsnemma
á morgnana en keyrir sig svo í gegnum
daginn með því að láta stanslausan
straum af koffínríku Diet kóki flæða
gegnum líkamann.
Kannski hefði hann betra af því að
leggja sig í smástund. Hver veit?
Frumlegt ráð við þreytu
Hann lætur það ekki spyrjast
út um sig að hann sofi út til hálf
fimm á morgnana. Nei, hann
lætur ekki daginn renna sér
úr greipum heldur fer á fætur
klukkan 2.30. Þá biður hann
bænir fram að fyrri morgunmat
sem hefst kl. 3.15. Eftir morgun-
mat, nánar tiltekið klukkan
3.40 að morgni, þá skellir hann
sér í líkamsræktina og tekur
hressilega á því til korter yfir
fimm.
Brottfall nema úr framhalds-skólum hérlendis er mikið, en fréttir hafa borist um að
eitthvað hafi dregið úr því og í vor
útskrifuðust sumir dúxar fram-
haldsskóla með meðaleinkunnir
yfir 9,8. Á sama tíma heyrist að 34%
háskólanema hérlendis séu þung-
lyndir. Hvers vegna líður háskóla-
nemum svona illa?
Undirritaður hefur fjallað
um einkunnabólgu og mögu-
legan skaða af henni í skólakerfum
Vestur landa á síðum þessa blaðs.
Hún hefur verið staðfest í grunn-
skólum hérlendis og vafalítið er
framhaldsskólinn líka sýktur. Skað-
inn er e.t.v. að koma í ljós.
Stéttaskipting í
íslenskum skólum
Í grunnskólum er fylgt stefnu um
skóla án aðgreiningar. Berglind
Rós Magnúsdóttir hefur þó bent á
að grunnskólar í Reykjavík eru að
skiptast í flokka eftir stétt og efna-
hag foreldra. Hið sama er orðið að
veruleika í íslenskum framhalds-
skólum þar sem nokkrir elítu-
skólar (A-skólar) soga til sín flesta
öflugustu nemana en hinir sjá um
þá sem minna mega sín. Þeir skólar
(B-skólar) þjónusta nemenda-
hópa þar sem margir eru torlæsir
og illa staddir og að auki í röngu
námi. Alltof fáir velja verknám og
sumum myndu henta annars konar
námsbrautir en hefðbundnar verk-
náms- og stúdentsprófsbrautir. Allir
útskrifast úr grunnskóla og fá inn-
göngu í framhaldsskóla án þess að
þurfa að uppfylla nein lágmörk um
kunnáttu. Kennurum B-skólanna er
ætlað vandasamt verk.
Spennitreyjan
og einkunnabólgan
Í mörg ár hefur íslenskum fram-
haldsskólum verið haldið í heljar-
greipum svonefnds reiknilíkans,
sem felur í sér að skólar fá aðeins
greitt fyrir þá nema sem taka loka-
próf. Sumir skólar hafa glímt við
taprekstur vegna þessa og skóla-
stjórnendur lent milli steins og
sleggju.
Fyrir þremur árum gerði Ríkis-
endurskoðun alvarlegar athuga-
semdir við reiknilíkanið, en
tvennum sögum fer af því hvort
lagfæringar hafi verið gerðar. Hvað
sem því líður hafa sumir skólar
gripið til ýmissa úrræða til að draga
úr brottfalli, t.d. samið námskrár
sem gera nemum kleift að sneiða
hjá krefjandi en mikilvægum náms-
áföngum. Sums staðar er hægt að
ljúka stúdentsprófi af náttúrufræði-
braut án þess að ljúka mikilvægustu
áföngunum í náttúrufræðigreinum.
Samlíf, samtök líffræðikennara
ályktuðu um þetta nýlega.
Þetta felur í sér gengisfellingu
náms og kennarar eru undir þrýst-
ingi að hleypa sem flestum í gegn
til að draga úr brottfalli. Breitt bak
þarf til að standast þann þrýsting
og sumir kjósa frekar að sigla lygn-
an sjó. Sumir skólastjórnendur eru
boðberar minni námskrafna og
prófleysis.
Einnig er í boði að ljúka náms-
áföngum með stuttum sumar-
námskeiðum eða í fjarnámi þar
sem ekki er ráðrúm til að gera
viðunandi námskröfur. T.d. er
verkleg kennsla í raungreinum þá
í skötulíki. Líklega hefur reiknilík-
anið stuðlað að einkunnabólgu og
valdið tjóni.
Afleiðingar gengisfellingar náms
Gengisfelling náms felur í sér van-
virðingu við nemendur enda eina
markmiðið að lækka fallprósentur
á excelskjölum. Þar sést ekki hvaða
raunveruleg kunnátta er á bak við
bólgnar einkunnatölur. Stytting
náms til stúdentsprófs var óráð
og umhugsunarefni að rektorar
aðeins tveggja framhaldsskóla
(MR og MH) skyldu opinberlega
verja framhaldsskólann. Sumir
hinna reyndu í vor að sannfæra
almenning um að styttingin væri
hið besta mál. Studdust þeir þar
við ómarktækar heimatilbúnar
kannanir, sem sæmir ekki fólki
sem á að vera fyrirmynd í vönd-
uðum vinnubrögðum. Er ekki best
að láta háskólana dæma um þetta
á næstu árum?
Menntamálaráðherra horfir til
Finnlands í viðleitni til að bæta
menntakerfið. Þar þurfa nemendur
að standast inntökupróf í háskóla.
Hér fer notkun slíkra prófa vax-
andi enda gengisfellt stúdentspróf
ómarktækt. Finnar leggjast gegn
stéttaskiptingu í skólakerfinu eins
og hér er að verða til.
Getur verið að þunglyndi
háskólanema eigi sér að einhverju
leyti rætur í því að nemendur upp-
lifa háskólanámið sem illkleifan
múr vegna ónógs undirbúnings? Er
þetta kannski ein afleiðinga gengis-
fellingar náms og einkunnabólgu?
Einkunnabólga og
þunglyndi háskólanema
Þróunarstofa hefur verið rekin innan Heilsugæslu höfuð-borgarsvæðisins (HH) frá
árinu 2009 og hefur sinnt heilsu-
gæslustöðvum á höfuðborgar-
svæðinu. Síðastliðið vor tilkynnti
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra þá ákvörðun sína að
breyta verkefnum Þróunarstof-
unnar og skal ný eining þjóna
öllum heilsugæslustöðvum í land-
inu.
Hlutverk Þróunarmiðstöðvar
íslenskrar heilsugæslu (ÞÍH) verður
þannig útvíkkað og má þar nefna:
l Skipulag kennslu á heilbrigðis-
sviði á heilsugæslustöðvum
l Sinna vísinda- og gæðaþróunar-
verkefnum
l Þróa og innleiða gæðavísa
l Leiða þverfaglegt samstarf, sam-
ræming verklags innan þróunar-
miðstöðvar og á landsvísu
l Stuðla að fræðslu til almennings
l Stuðla að gæðaþróun og fram-
förum í heilsugæslu í samráði
við heilbrigðisstofnanir sem reka
heilsugæslustöðvar og sjálfstætt
starfandi heilsugæslustöðvar
l Tryggja gæði og skilvirkni þjón-
ustunnar
l Stuðla að gagnreyndri sam-
ræmdri heilsugæsluþjónustu á
landsvísu
Fagráð
Heilbrigðisráðherra mun skipa fag-
ráð sem í verða fulltrúar þeirra heil-
brigðisstofnana sem veita heilsu-
gæsluþjónustu. Þannig munu bæði
opinbert reknar stöðvar sem og
einkareknar stöðvar hafa aðkomu
að ÞÍH. Þannig á að tryggja sjálf-
stæði einingarinnar og líka tengsl
við heilsugæslustöðvar.
Verkefnin
Smitsjúkdómar eru á undanhaldi
á meðan ósmitbærir sjúkdómar
aukast hlutfallslega og eru þeir nú
meirihluti þeirra verkefna sem
heilbrigðiskerfið fæst við. Lífsstíls-
tengdir sjúkdómar eins og offita og
fullorðinssykursýki eru að aukast.
Þjóðin er að eldast og við lifum
lengur og oft með fleiri en einn sjúk-
dóm á efri árum. Þannig eru fjöl-
sjúkdómar og fjöllyfjameðferð að
aukast. Verkefni heilsugæslunnar
og þjónusta hennar verður að taka
mið af þessum breytingum. Efling
frumþjónustunnar er lykilatriði í
framtíðar skipan heilbrigðisþjón-
ustunnar.
Mörkuð hefur verið sú stefna að
auka og breikka þá fagþjónustu sem
veitt er á heilsugæslustöðvum m.a.
með sálfræðingum og vonandi fleiri
stéttum í framtíðinni. Teymisvinna
er því lykilatriði nú sem endranær í
starfseminni. Það verður því mikil-
vægt verkefni að tvinna saman hina
ýmsu faghópa heilsugæslunnar í eina
sterka þjónustueiningu sem á sam-
ræmdan skilvirkan hátt veitir íbúum
landsins góða grunnþjónustu.
ÞÍH tók til starfa í október og eru
bundnar vonir við að efla megi fag-
legt starf á öllum heilsugæslustöðv-
um landsins með tilkomu hennar.
Fagfólki stöðvanna, bæði stærri og
minni stöðva, ætti að skapast betri
tækifæri til þátttöku í gæðaþróun,
vísindavinnu og gerð klínískra leið-
beininga.
Hér er því um að ræða kærkomna
styrkingu. Vilyrði hafa verið gefin
fyrir áframhaldandi uppbyggingu
ÞÍH og ætti hún því að geta orðið
öflug þjónustueining fyrir alla
heilsugæsluna í landinu.
Þróunarmiðstöð
íslenskrar heilsugæslu
Getur verið að þunglyndi
háskólanema eigi sér að
einhverju leyti rætur í því að
nemendur upplifa háskóla-
námið sem illkleifan múr
vegna ónógs undirbúnings?
Er þetta kannski ein afleið-
inga gengisfellingar náms og
einkunnabólgu?
Björn
Guðmundsson
framhaldsskóla-
kennari
Óskar
Reykdalsson
framkvæmda-
stjóri lækninga,
Heilsugæslu
höfuðborgar-
svæðisins,
umdæmislæknir
sóttvarna á
höfuðborgar-
svæðinu
Emil L.
Sigurðsson
forstöðumaður
Þróunarstofu
heilsugæslunnar
á landsvísu, pró-
fessor í heim-
ilislækningum
við HÍ
S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 13F Ö S T u d a g u R 1 9 . o k T ó B e R 2 0 1 8
1
9
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
1
F
-8
2
9
8
2
1
1
F
-8
1
5
C
2
1
1
F
-8
0
2
0
2
1
1
F
-7
E
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
8
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K