Fréttablaðið - 19.10.2018, Qupperneq 20
Veðrið var
vægast sagt vont
og strákarnir
orðnir holdvotir
á hlaupunum.
Sólveig
Gísladóttir
solveig@frettabladid.is
Tíundubekkingarnir Þorsteinn og Oddur hafa verið vinir frá því Oddur flutti frá Hellu á
Hvolsvöll í fimmta bekk. Þorsteinn
bjó þá í sveit, á Guðnastöðum
í Austur-Landeyjum, en flutti
reyndar á Hvolsvöll núna í haust.
„Við vorum búnir að vera að hugsa
um það síðan í sjöunda bekk hvort
við gætum ekki hlaupið í skólann
einhvern daginn. Svo ákváðum við
loksins að láta verða af því núna
áður en Þorsteinn flutti upp á
Hvolsvöll,“ segir Oddur en bætir við
að upphaflega hafi hugmyndinni
verið kastað fram í gríni. „En þegar
fólk fór að segja að við gætum þetta
aldrei, fór okkur virkilega að langa
að ná þessu.“
Hvernig leist foreldrum þeirra á
hugmyndina?
„Þegar við vorum að plana þetta
í sjöunda bekk voru þau að segja
að það væri hættulegt að hlaupa á
þjóðveginum. En svo núna þegar
við ákváðum að hlaupa þá sögðu
þau bara allt í lagi,“ segir Þorsteinn.
Verkefnið frestaðist af ýmsum
ástæðum. „Einu sinni vorum
við búnir að ákveða að hlaupa
á mánudegi en svo tognaði ég í
tíu kílómetra hlaupi í skólanum
vikuna áður. Þá var gert grín að því
að við hefðum ekki hlaupið. En svo
hlupum við bara helgina á eftir.“
Mánudagurinn 24. september
varð fyrir valinu. Þeir voru ákveðnir
í að hlaupa á mánudegi þar sem
fyrsti tíminn í skólanum er sund og
því sáu þeir fyrir sér að geta hlýjað
sér vel í heita pottinum. Á sunnu-
deginum var veðurspáin skoðuð
og ljóst að ekki yrði blíðviðrinu
fyrir að fara. Þeir ákváðu þó að láta
slag standa og vöknuðu sjálfir við
vekjaraklukku klukkan korter yfir
fjögur.
„Fyrst átti Oddur reyndar ekki að
komast en svo um kvöldið hringdi
hann og sagði að hann kæmist. Þá
fórum við af stað seint og settum
vatnsflöskur út í kant á fimm kíló-
metra fresti og fórum svo að sofa
um miðnætti,“ lýsir Þorsteinn.
Þegar þeir vinir vöknuðu í bítið
um morguninn buldi rigningin á
húsinu. Þeir klæddu sig í striga-
skó, joggingbuxur, innanundir-
bol, peysu og vindjakka, og voru í
neonlitum vestum til að sjást sem
best. Síðan héldu þeir keikir af stað.
„Það var mjög vont veður og við
vorum orðnir svo blautir á leiðinni
að þegar við komum að polli þá
hlupum við bara í hann.“
Foreldrar strákanna komu öðru
hvoru að kíkja á þá meðan þeir
hlupu upp í gegnum sveitina, en
fylgdu þeim svo á bíl alla leið á
þjóðveginum.
Þeir hlupu alla leiðina en stopp-
uðu nokkrum sinnum til að fá sér
að drekka. Þeir voru um þrjá tíma
og 33 mínútur að hlaupa þessa 24,5
kílómetra. Rigningin var í bakið
mestan tíma og truflaði þá ekki
nema í drykkjarpásunum sem urðu
heldur hráslagalegar.
En var gaman?
„Já, þetta var geðveikt. Fyrstu 14
kílómetrarnir voru sjúklega auð-
Skokkuðu 24 km í skólann
Tíundu bekkingarnir Oddur Helgi og Þorsteinn Ragnar eru bestu vinir.
Vinirnir Þorsteinn
Ragnar Guðnason
og Oddur Helgi
Ólafsson skor-
uðu á sjálfa sig í
haust og hlupu
frá heimili Þor-
steins í Austur-
Landeyjum, 24,5
km leið í skólann
sinn, Hvolsskóla
á Hvolsvelli. Þeir
létu ekki ausandi
rigningu á sig fá.
veldir og við vorum bara að spjalla.
Þegar við komum upp á þjóðveginn
breyttist það. Síðustu 10 kíló-
metrarnir tóku svo langan tíma,
það var ekki eðlilegt. Síðustu fimm
kílómetrana voru fæturnir alveg
blýþungir,“ lýsir Oddur. „Þegar við
komum í skólann vorum við rosa
þreyttir, en samt svo ferskir.“
Þeir voru fegnir því að geta skellt
sér í sund við komuna í skólann
og stungu sér í heita pottinn til að
hlýja sér. Foreldrar þeirra höfðu
komið með þurr föt.
Þeir vilja ekki viðurkenna að hafa
verið mjög þreyttir í skólanum.
„Við fórum í alla tíma. Svo fór ég
á æfingu í taekwondo og Oddur á
söngæfingu. Svo fórum við bara að
sofa um hálf ellefu eins og venju-
lega.“
Er ætlunin að gera eitthvað þessu
líkt aftur?
„Já, bara ekki strax,“ segir Oddur
og hlær. „Okkur langar að labba
Laugaveginn einhvern tíma. Svo
erum við alltaf að leita okkur að
nýjum áskorunum, og langar til
dæmis að tjalda einhvers staðar í
vondu veðri í vetur,“ segir Þor-
steinn.
FLOORING SYSTEMS SÍÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510
fyrir húsfélög og sameignir
Hljóðdempandi, létt í þrifum og umgengni
Stigateppi
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . O K TÓ B e R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R
1
9
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
1
F
-A
A
1
8
2
1
1
F
-A
8
D
C
2
1
1
F
-A
7
A
0
2
1
1
F
-A
6
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
1
8
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K