Fréttablaðið - 19.10.2018, Síða 22

Fréttablaðið - 19.10.2018, Síða 22
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 512 5442 Hilton Reykjavík Spa býður upp á allt það besta sem völ er á í líkams- og heilsurækt í rólegu og þægilegu umhverfi. Þar fæst alhliða styrktar- og lið- leikaþjálfun hjá vel menntuðum þjálfurum en auk þess eru alls kyns snyrtimeðferðir og dekur í boði. Hil- ton Reykjavík Spa er frábær staður til heilsueflingar og hreystiaukning- ar og þar er lögð áhersla á að veita persónulega og góða þjónustu sem fullnægir kröfum þeirra kröfuhörðu hvað varðar líkamsrækt og vellíðan. „Líkamsræktarstöðin okkar hentar öllum,“ segir Ragnheiður Kristín Guðmundsdóttir deildar- stjóri. „Það er gríðarlegt framboð af fjölbreyttri hreyfingu í boði í dag, en margir vilja þó halda sig við hefð- bundna líkamsrækt á líkamsræktar- stöð. Hjá Hilton Reykjavík Spa er mikill stöðugleiki og þar er hægt að fá markvissa styrktarþjálfun undir handleiðslu menntaðra þjálfara og njóta ýmiss konar þæginda og þjónustu.“ Þurfum öll að styrkja okkur „Fólk er misspennt fyrir styrktar- þjálfun. Sumir telja að hún henti ekki þörfum þeirra, sumum finnst hún ekki skemmtileg og aðrir halda að hún snúist bara um að byggja upp vöðvamassa,“ segir Ragnheiður. „En staðreyndin er sú að við þurfum öll á styrktarþjálfun að halda til að viðhalda sterkum beinum og öflugu stoðkerfi. Lyftingar og önnur styrktarþjálfun vinnur gegn beinþynningu, styrkir hjarta- og æðakerfi og er líka góð leið til að brenna fitu. Bæði kynin þurfa jafn mikið á þessu að halda og þegar árin færast yfir verður bara mikilvægara að stunda styrktarþjálfun til að geta staðið undir eigin líkamsþunga og stundað áhugamál, hvort sem það er golf, hjólreiðar, fjallgöngur, hlaup eða annað,“ segir Ragnheiður. „Það er sjaldnast nóg að stunda bara áhugamálið til að hægja á hrörnun, það þarf alltaf að styðja við það með styrktarþjálfun til að viðhalda góðu líkamlegu ástandi. Fólk þarf á leiðsögn fagmanna að halda til að meiða sig ekki í styrktarþjálfun og hjá okkur er valinn maður í hverju rúmi.“ Sinnir bæði andlegu og líkamlegu hliðinni „Við erum líka með mjög hnitmið- aða liðleikaþjálfun og þjónustu í gegnum fjölbreytta jóga- og teygju- tíma. Jóga hentar öllum og það eru til margar tegundir af því sem henta ólíkum þörfum,“ segir Ragnheiður. „Við erum með frábæra leiðbein- endur sem leiðbeina byrjendum jafnt sem lengra komnum í gegnum jógatímana á forsendum hvers og eins. Jóga er ekki eingöngu fyrir liðuga, allir geta stundað það á sínum hraða. Jóga býður upp á mjög góða slökun og er gott fyrir andann. Það er mikið talað um kulnun þessa dagana, ekki eingöngu í starfi, heldur bara kulnun vegna þess stanslausa álags sem er á okkur öllum,“ segir Ragnheiður. „Það er mikið áreiti, fólk hefur alls konar skuldbindingar og þarf að sinna ýmsum verkefnum í leik og starfi. Þá skiptir rosalega miklu máli að geta komið inn á stað eins og Hilton Reykjavík Spa, þar sem þú getur byggt þig upp og undið ofan af þér og fengið leiðbeiningar og hvatn- ingu til að halda bæði líkamanum og andlegu hliðinni í lagi. Svo býður aðstaðan líka upp á alls kyns öðruvísi slökun og dekur. Það er til dæmis hægt að koma og slaka á í heitum pottum og þiggja okkar dásamlega háls- og herðanudd, sem að sjálfsögðu er innifalið í meðlima- gjaldi. Svo er bara hægt að koma og kíkja í kaffi,“ segir Ragnheiður. „Það er svo margt í boði hér á einum stað til að rækta heilsuna, bæði andlega og líkamlega. Tími líkamsræktar- stöðvanna er alls ekki liðinn, þær hafa bara þurft að aðlaga sig að breyttum tímum og nýjum kröfum og það höfum við á Hilton Reykja- vík Spa gert.“ Mikil fríðindi fyrir meðlimi „Meðlimir hjá okkur fá í raun aðgang að klúbbi og njóta ýmissa fríðinda fyrir vikið. Meðlimir fá afslátt af gjafabréfum og með- ferðum og við erum með rosalega margt í boði á einum stað; snyrti- stofu, nuddstofu, næringarráðgjöf, ástandsmælingar og ýmislegt fleira,“ segir Ragnheiður. „Það eru ekki margir sem bjóða upp á þetta allt saman á einum stað og við leggjum mikið upp úr því að halda vel utan um viðskiptavini og benda þeim á að nýta alla þá þjónustu sem er í boði, fara í mælingar, þiggja ráðgjöf fagmanna og svo framvegis, svo allir meðlimir njóti þess sem þeim býðst. Það er bráðnauðsyn- legt að hreyfa sig og það er frábært að geta gert það á fagmannlegum og rólegum stað sem býður upp á svona fjölbreytt þægindi og þjónustu. Það er aldrei of seint að byrja og við erum með frábær nám- skeið fyrir 60 ára og eldri auk okkar vinsælu lífsstílsnámskeiða. “ Við þurfum öll á styrktarþjálfun að halda til að viðhalda sterkum beinum og stoðkerfi. Hún styrkir líka hjarta- og æðakerfi og er góð leið til að brenna fitu. Hjá Hilton Reykjavík Spa er mikill stöðugleiki og þar er hægt að fá markvissa styrktarþjálfun undir vökulu auga menntaðra þjálfara. MYNDIR/SIGTRYGGUR ARI Á Hilton Reykjavík Spa er hægt að fá leiðbeiningar og hvatningu til að halda bæði líkamanum og andlegu hliðinni í lagi. Það er gríðarlegt framboð af fjöl- breyttri hreyfingu í boði í dag, en margir vilja þó halda sig við hefðbundna líkamsrækt. 2 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . o K Tó B e R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RBeTRA Líf 1 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 F -9 6 5 8 2 1 1 F -9 5 1 C 2 1 1 F -9 3 E 0 2 1 1 F -9 2 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.