Fréttablaðið - 19.10.2018, Page 34

Fréttablaðið - 19.10.2018, Page 34
Merkisatburðir 1466 Friðarsamningarnir í Thorn binda enda á þrettán ára stríðið. Gdansk, Pommern og allt Prússland voru innlimuð í Pólland, en Þýsku riddararnir fengu að ríkja yfir austurhlut- anum undir Pólverjum. 1655 Karl 10. Gústaf leggur Kraká undir sig. 1898 Í Reykjavík er vígt timburhús fyrir Barnaskóla Reykjavíkur og var það síðar nefnt Miðbæjarskólinn. Það var byggt úr timbri vegna ótta manna við að steinhús kynni að hrynja í jarðskjálfta. 1912 Ítalir ná völdum í Trípólí í Líbýu af Ottómönum. 1918 Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um sambandslaga- samninginn og er hann samþykktur með rúmlega 90% atkvæða. Kosningaþátttaka var tæplega 44%. Samningurinn gekk í gildi þann 1. desember. 1918 Spænska veikin berst til Íslands og geisar fram í desember. Um 4-500 manns dóu af völdum hennar. 1933 Þjóðverjar segja sig úr Þjóðabandalaginu. 1969 Stytta af Ólafi Thors forsætisráð- herra eftir Sigurjón Ólafsson er vígð framan við Ráðherrabústaðinn í Reykjavík. 1987 Svartur mánudagur – Dow Jones- vísitalan fellur um 22%. 1994 Nýtt skip, Guðbjörg, kemur til Ísafjarðar. Var það full- komnasta skip íslenska veiðiflotans og kostaði um hálfan annan milljarð króna. 2005 Réttarhöldin yfir Saddam Hussein hefjast. 2007 Ný heildarþýðing Biblíunnar kom út, Biblía 21. aldar. Ég hef gengið með þann draum í maganum í nokkur ár að halda tónleika með lögum Burts Bacharach. Þegar hann svo varð níræður á árinu fannst mér upplagt að heiðra hann og láta þann draum ræt- ast í leiðinni,“ segir Kristín. ,,Píanóleikarinn minn, Hlynur Þór Agnarsson, tók vel í hugmyndina og samþykkti að taka að sér útsetningar og hljómsveitarstjórn. Það kom í ljós að hann hafði einnig gælt við sömu hug- mynd í nokkur ár. Hlynur er fulltrúi ungu kynslóðarinnar í bandinu og það að hann hafi hiklaust samþykkt að taka þetta að sér sýnir að kynslóðabil þurrk- ast út þegar góð tónlist er annars vegar,“ segir Kristín enn fremur. Sama var uppi á teningnum með aðra meðlimi hljóm- sveitarinnar. ,,Það er valinn maður í hverju rúmi. Við sáum fljótlega að til að gefa þessum lögum þá reisn sem þau eiga skilið þyrftum við að setja saman stórhljóm- sveit. Auk grunnbands og bakradda er strengjasveit og blásarasveit. Alls erum við 19 manns sem flytjum tónlistina og það var alveg ólýsanlega gefandi ferli að sjá þetta fæðast." Hreimur Örn Heimisson er gesta- söngvari og samþykkti einnig hiklaust að taka verkið að sér þótt að eigin sögn sé þetta ekki sú tegund tónlistar sem hann hefur helst verið að syngja. ,,Hann fer algjörlega á kostum og tekur lög eins og Raindrops keep falling on my head og Arthurs Theme auk dúetts og fleira sem við tökum saman. Einnig munu hljóma lög eins og Look of love, Close to you og I say a little prayer svo einhver séu nefnd. Það eiga allir allavega eitt uppá- haldslag eftir Burt; það er bara þannig,“ segir Kristín. ,,Stundum hefur tónlist Burts verið lýst sem ‘easy listening’. Sjálfur hefur hann lýst efasemdum um þann stimpil. Þessi tónlist er allt annað en auðveld hvorki fyrir söngvara né annað tónlist- arfólk sem flytur hana. Hin nákvæma tilhögun laganna, taktbreytingar, setn- ingaskipan, djassskotinn hljómagangur ásamt munnfylli af texta gera þessa tón- list töluverða áskorun fyrir flytjendur. Ég vil meina að þegar allt gengur upp þá hljómar það auðvelt. Í þessum laga- smíðum og textagerð gengur allt upp og í lögum hans er skýr boðskapur, fegurð og gleði en líka tregi,“ segir Kristín með áherslu. Jafnframt því að syngja og halda tón- leika rekur Kristín einnig sína eigin tannlæknastofu í Kópavogi. ,,Ég er oft spurð að því hvernig það fari saman. Það fer reyndar alveg ágætlega saman þó á margan hátt séu þetta ólíkir heimar. Ég vil meina að við eigum ekki að skil- greina okkur of þröngt. Ég er söngkona og tannlæknir og ýmislegt fleira. Það að ég sinni einu starfi útilokar ekki annað. Svo framarlega sem maður fylgir hjart- anu og ræktar hæfileika sína er maður á réttri leið. Góður maður sagði einu sinni; ‘Don’t die with your music still in you’. Það hugtak má skilja á ýmsan hátt en eitt er víst að það ætla ég svo sannarlega ekki að gera.“ Tónleikarnir eru sem fyrr segir í Saln- um í Kópavogi föstudaginn 19. október og hefjast kl. 19.30. Miða má nálgast á Tix.is, Salurinn.is og í miðasölu Salarins. stefanthor@frettabladid.is Syngjandi tannlæknir heiðrar Burt Bacharach Kristín Stefánsdóttir, söngkona og tannlæknir, mun stíga á svið í Salnum í Kópavogi í kvöld ásamt 18 manna hljómsveit og heiðra Burt Bacharach sem varð níræður í maí síð- astliðnum. Hún segir að það sé ekki auðvelt verk þó að tónlistin sé kölluð easy listening. Tannlæknirinn syngjandi, Kristín, tekur Bacharach í Salnum. Mynd/SvarT deSign Saddam Hussein sagðist saklaus á fyrsta degi réttarhalda yfir honum þennan dag fyrir tíu árum. Saddam, sem þá hafði verið steypt af stóli forseta Íraks í innrás Bandaríkjamanna tveimur árum fyrr, var erfiður við dómara og réttargæslu- menn. Aðaldómari í málinu var Kúrdi að nafni Rizgar Mohammed Amin og gerði Saddam honum erfitt fyrir. Er Saddam var spurður til nafns neitaði hann að staðfesta nafn sitt. „Hver ert þú? Ég vil fá að vita hver þú ert,“ spurði Saddam dómarann og sagðist þar að auki áskilja sér þann rétt sem forseti Íraks að viður- kenna ekki lögmæti dómstólsins. Þegar kallað var til hlés á réttarhaldi ætlaði Saddam að ganga sjálfur úr vitnastúkunni en lenti í stympingum við réttargæslumenn þegar þeir ætluðu að leiða hann út. Eftir hlé tilkynnti Amin að réttarhöldunum yrði frestað til 28. nóvember. Saddam var ákærður fyrir að hafa fyrirskipað fjöldamorð á 143 sjíamús- limum í bænum Dujail árið 1982. Var hann dæmdur til dauða fyrir þann glæp í nóvember ári síðar og loks hengdur. Þ ETTA G E R ð I ST : 1 9 . O KTó B E R 2 0 0 5 Réttað yfir Saddam Hussein  Þessi tónlist er allt annað en auðveld hvorki fyrir söngvara né annað tónlistarfólk sem flytur hana. Saddam var ákærður fyrir að hafa fyrir- skipað fjöldamorð á sjíamúslimum. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, sonur, bróðir og mágur, Ómar Ingi Friðleifsson Rauðalæk 41, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 13. október. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 26. október kl. 15.00. Kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Svala Lind Ægisdóttir Oliver Ómarsson Arna Björk Óðinsdóttir Mikael Freyr Oliversson Ingi Þór Ómarsson Anice Theodór Chebout Abraham Amin Chebout Friðleifur Björnsson Elva Regína Guðbrandsdóttir Gunnar Þór Friðleifsson Inga Guðmundsdóttir Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sigrún Sigurðardóttir áður til heimilis að Víðilundi 6d, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, 9. október. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fjölskylda hennar þakkar fallegar kveðjur og samhug. Theodóra Kristjánsdóttir Teitur Björgvinsson Ingibjörg Unnur Pétursdóttir Eyjólfur Jónsson ömmu- og langömmubörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts okkar ástkæru Önnu Guðrúnar Georgsdóttur Borgarbraut 65a, Borgarnesi. Rúnar Ragnarsson Dóra Axelsdóttir Steinar Ragnarsson Þóra Ragnarsdóttir Gísli Kristófersson Jón Georg Ragnarsson Maríanna Garðarsdóttir Ragnheiður Elín Ragnarsdóttir Björn Yngvi Sigurðsson ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn. Innilegar þakkir færum við þeim öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts elskulegs bróður okkar, Haraldar Arnars Haraldssonar Stigahlíð 71, Reykjavík. Sérstakar þakkir til heimilisfólks og starfsfólks að Stigahlíð 71. Sigurður Haraldsson Þóra Haraldsdóttir Haukur Már Haraldsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Bjarni Sighvatsson frá Ási, Vestmannaeyjum, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Vestmannaeyjum, hinn 9. október. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 20. október klukkan 13. Sigurlaug Bjarnadóttir Páll Sveinsson Guðmunda Bjarnadóttir Viðar Elíasson Sighvatur Bjarnason Ragnhildur Sesselja Gottskálksdóttir Ingibjörg Rannveig Bjarnadóttir Halldór Arnarson Hinrik Örn Bjarnason Anna Jónína Sævarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. 1 9 . o K T Ó b e r 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U r18 T í m A m Ó T ∙ F r É T T A b L A ð i ð tímamót 1 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 1 F -9 6 5 8 2 1 1 F -9 5 1 C 2 1 1 F -9 3 E 0 2 1 1 F -9 2 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.