Þróttur - 01.01.1918, Blaðsíða 8

Þróttur - 01.01.1918, Blaðsíða 8
6 ÞRÓTTUR skilyrði hefir hver þjóð að eignast heil- brigða og hugsandi menn. Þótt undar- legt kunni suraum að virðast er líkams- menning þjóðarinnar mjög mikið undir konunum komið. Það eru þær sem mestu ættu að geta umþokað í þessu efni. En til þess þarf þeim að vera það áhugaefni og þeim þarf að vera Ijóst hversu mikilvægt það er. Það þarf að glæða skilning og vekja áhuga kvenna á íþróttum. Það þarf að fá þær til þess að taka þátt í þeim, því það gerir meira en efla þeirra eigin heilbrigði. Það yrði til þess að þær mundu hvetja börn sín til þess að iðka íþróttir, og þá fyrst er þetta mál í réttu horfi og byggist á heilbrigðum og öruggum grundvelli, En nú er sá siður landlægur hér, að mæð- urnar halda börnum sínum frá öllu sem heitir íþróttir eða likamsrækt. Epli Iöunnar. Á öllum öldum hafa menn leitað eftir meðulum er gætu trygt þeim langt líf og fulla heilsu. Þessi meðul hafa verið á ýmsa vegu. Sumir notuðu dýrgripi er vígðir voru krafti trúar eða kyngi, aðrir notuðu ýms töframeðul, er áttu að hafa kraft til að gefa þeim er af bergðu eilífa æsku og heilbrigði. Mann- kynið hefir frá ómunatíð verið að leita að epli Iðunnar. Enjj mennirnir ieit- uðu altaf um langan veg, þótt eplið lægi i hlaðvarpanum hjá þeim. Epli Iðunnar er heilsán til þess að geta starf- að, og heilsufræðin kennir mönnurn, hvernig þeir eiga að vernda þenna dýr- grip. Heilbrigðin færir meðséránægju og langa lífdaga. Heilsan gefur mönn- um þrótt til starfa og gerir lífið bjart og heiminn víðan. Heilsan bíður í baðstofunni, segir hið fornkveðna, Það var mikill ogvíðtæk- ur sannleikur í þessum orðum, þegar baðstofan bar nafn með réttu. En nú munu baðstofurnar í bæjum á íslandi sjaldan notaðar til að baða sig í. Bað er bezta og tryggasta meðal sem þekk- ist til þess að verja og auka hreystina. Það sanna mörg dæmi, og þeir eru margir, sem eiga böðum að þakka heilsu sína. Böð verja menn gegn sjúkdóm- um og auka lífsþróttinn og lífsgleðina frekar en nokkuð annað. Böð hafa stórfeld áhrif á skap manna. Sjáið að eins hvernig börnin njóta baðsins. Þau busla og ærslast, hlægja og kalla, meðan þau eru að baða sig. Jafnvel hvítvoðungurinn hamast og skríkir af gleði, þegar hann kemur ofan í volga vatnið. Vér, sem lifum á tuttugustu öldinni, erurn stoltir af vorri miklu menningu og framförum á öllum sviðum. Það er ekki laust við, að vér vorkennum þeim kynslóðum, sem á undan oss eru gengn- ar, og hafa ekki getað notið allra þeirra þæginda, sem menningin nú veitir oss. Oss kemur sjaldan til hugar, að hinar horfnu kynslóðir hafi í einu eða öðru staðið oss framar eða að þær hafi notið nokkurra þæginda í fyllri mæli en vér. En þó er það svo. Þær hafa að minsta kosti í einu staðið oss framar, og það verður langt þangað til, að vér kom- umst með tærnar í hælför þeirra í því efni. Minsta kosti að einu eru vér þröng- sýnni og skilningsljógvari. Og það skilningsleysi hefir aukist með hverjum mannsaldri. Það er skilningsleysið á heillaáhrif baðsins. Fyrir þúsund árum skildu menn það betur en nú, hvers virði það er fyrir fólkið að hafa aðgang að góðum og ódýrum böðum. Langt. fyrir Krists fæðing var Grikkj- um og Rómverjum ljós nytsemi og þæg- indi baðsins, og stjórnirnar sáu um, að allir meðlimir þjóðfélagsins, jafnt þeir

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.