Þróttur - 01.01.1918, Blaðsíða 9
ÞROTTtJR
7
allra fátækustu, ættu kost á að komast
í bað, hvenær sem þeir vildu.
Þeir bygðu stór og skrautleg baðhús
er veittu öllum almenningi
ókeypís böð.
Þeir létu sér ekki nægja að byggja
baðhúsin, heldur reyndu þeir á allan
hátt að fá fólkið til að nota þau, r.ð fá
alla þjóðina til að baða sig.
Hinar miklu og skrautlegu baðhallir,
er voru i Rómaborg á dögum keisar-
anna, eiga nú hvergi sína líka í víðri
veröld. Til dæmis var ein af baðhöll-
unum svo stór, að 3000 manns gátu
baðað sig þar í einu. Rómverjar kunnu
líka að meta baðskála sína, er voru
yfir 800 í Rómaborg. Þeir litu ekki á
baðið eins og hvern annan óþarfa, sem
hægt var að vera án, eða menn ættu
að nota að eins einu sinni á ári. Það
var hverjum nauðsyn, heilum og van-
heilum, fjáðum og fátækum.
Það sýnir ljósar en nokkuð annað
hversu alment Rómverjar hafa notað böð-
in, þegar skýrt er frá, hve geysimikið vatn
var notað í Rómaborg á dögum Nerós.
Það var að meðaltali 1400 lítrar á hvern
mann um sólarhringinn. I Svíþjóð er
nú notað að meðaltali 100 lítrar um sól-
arhringinn á mann. í Bandaríkjunum
og Englandi um 300 lítrar, og þó er
vatnið notað þar til að hreinsa með
götur. Jafnvel Japanar, sem manna
mest nota böð, komast ekki í námunda
við Rómverja með vatnseyðsluna.
Forfeður vorir kunnu að meta baðið
betur en vér, eins og nafnið baðstofa
bendir til og orðið er nokkurskonar
minnisvarði yfir þeirra heilbrigða skiln-
ingi á notkun baðsins.
Það hefir sýnt sig í flestum löndum
og er engi undantekning hjá oss, að
konur baða sig miklu sjaldnar en karl-
menn. Það er leitt til þess að vita og
er eitt af því, sem kippa þarf í lag.
Mörgu þarf að kippa í lag í þessu
efni, en það sem mestu varðar er, að
reist verði baðhús, þar sem allur al-
menningur getur fengið góð og ódýr
böð. Þessu á þjóðfélagið að sjá fyrir.
Þegar því hefir verið komið í viðun-
andi horf, mun aukast áhugi fólksins
og skilningur á nytsemi baðsins.
Þetta mál ætti í framtíðinni að verða
mcsta áhugamál allra bæja- og sveita-
stjórna. Því er varla hægt að búast
við, að valdhafar landsmanna verði svo
víðsýnir á þessu sviði að þeim komi
til hugar að reisa baðhús, er veiti al-
þýðu böð ókeypis. En það virðist ekki
við ofmiklu búist, að reist verði bað-
hús, sem allir hafa efni á að nota.
Eitt hið allrá nauðsynlegasta í þessu
sambandi er það, að innleitt sé
bað i hverjum barnaskóla
1 a n d s i n s . Það er með því að venja
börnin við það og láta þau fá áhuga
fyrir því, að hægt er að kenna þjóð-
inni að meta böðin og nota þau. Þá
mun fólkið hætta smátt og smátt að
forðast vatnið, sem hefir verið eitt af
Iðunnar eplum mannkynsins frá önd-
verðu.
Sunðfélag.
Hér í bænum eru félög í flestum
íþróttagreinum. Hér er skautafélag,
glímufélag, skíðafélag, leikfimisfélag og
knattspyrnufélög, en ekkert sundfélag.
Hér er ekkert félag, sem beitir sér fyrir
eflingu og gengi sundiþróttarinnar. Ekk-
ert félag, sem hefir það á stefnuskrá
sinni, að glæða áhuga manna fyrir þeirri
íþrótt, sem göfugust liefir verið talin.
Það er sú íþrótt, sem því nær hver
þjóð hefir iðkað frá upphafi vega sinna.
Það má undarlegt heita, að Islend-
ingar skuli ekki vera meiri sundmenn
en raun er á, þar sem meginhluti þjóð-
aiinnar býr við sjó og þarf að leita