Þróttur - 01.01.1918, Blaðsíða 4

Þróttur - 01.01.1918, Blaðsíða 4
ÞROTTUR 8 þeir brátt sjá, að það er þess vert, að því sé gaumur gefinn. Stefna blaðsins er í stuttu máli að stuðla að efling íþrótta með þjóðinni. Að leiðbeina mönnum, að vekja menn til hugsunar um nytsemi skynsamlegra iþrótta. Að stuðla að öllu sem miðar til þess að efla líkamsþrótt þjóðarinnar. Sökum ýmsra örðugleika, sem nú eru vegna ófriðarins, getur blaðið ekki fyrst um sinn komið út reglulega, en tilþess er ætlast, að á því verði bót ráðin, þegar ástæður breytast til batnaðar. íþróttafélag Reykjavíkur hefir undan- farið gefið út Sumarblaðið. En það blað mun ekki verða gefið út af félaginu framvegis. Er líklegast, að það verði héreftir gefið út af nokkrum áhugasöm- um íþróttamönnum, og mun það þá að- allega ræðu um ferðalög, fjallgöngur og ýmsar sumaríþróttir. Ekki er vert að bera skjöld fyrir hvert skútyrði, segir máltækið. íþrótta- mál eiga hér marga andvigismenn, en ekki mun í þessu blaði verða hirt um að bera skjöld fyrir skútyrðin, því þau munu að engu höfð, þegar mönnum fer að skiljast, að þetta málefni er eitt af framtiðarmálum þjóðarinnar. SunÖ.^ Sé hægt að kalla nokkra iþrótt —■ íþrótt íþróttanna, þá er það sundíþróttin. I. Nýárssundið. Þann 1. janúar 1910 stóðu fimm ungir sundmenn á viðbragðsmörk- um »Nýárssundsins«. Sjór var úfinn og kaldur. Viðbragðsmerkið var gefið, og þar með var þetta sundmót háð, sem *) Sjá Sumarblaðið 1. sumardag 1917. kallað er »Eyárssundið« og fram hefir farið síðan 1. janúar ár hvert. Árið 1910 og 1911 var vélamaður Stefán Olafsson sá fijótasti á þessum 50 stikna spretti. Tíminn var 48 sek. — og 42 sek. Hann svam í bæði skiftin bringusund. Árið 1912 kom sundkennarinn Erl. Pálsson til sögunnar, og hefir hann síð- an verið sigurvegari á »Nýárssundinu«. Það er gaman og gagnlegt að fylgjast með dugnaði E. P. á sundmóti þessu, athuga hvaða sundaðferðir hann hefir notað — og með hvaða árangri. Kem- ur það þá reyndar fljótt í Ijós — það sem allir sundmenn ættu að vita — að eigi er sama hvaða sundaðferð er notuð: 1912 svam hann yfirhandar hliðsund, tíminn var 37 l/a sek. 1913 — — einnig yfirh. hliðsund, tíminn var 38Vb sek. 1914 — — skriðsund þ. e. ástralsk crawl, tíminn var 334/a sek. Nú hafði E. P. unnið »Kýársbikar Grqttis«. Svo hafði bikarsgefandi, íþróttavinur- inn Guðjón heitinn Sigurðsson, fyrir mælt, að vinna skyldi bikarinn þrisvar í röð til fullrar eignar. Eigi vildi bik- arsgefandi láta sundmót þetta falla nið- ur og gaf því annan bikar — stærri og veglegri — og skyldi sá eignast, er sigraði fimm sinnurn í röð. Þessi bikar heitir »Nýársbikar Sundskálans*. Þann bikar liefir E. P. nú unnið þrisvar sinn- um í röð. 1915 á 36'/2 sek. Sundaðferð: skriðsund (ástralsk crawl). 1916 á 341/5 sek. og 1917 á 344/5 sek Sundaðferð í bæði skiftin skriðsund (amer. crawl). Þátttakendur hafa verið 5, 4, 7, 5, 6, 5, 7 og 10. Kaldast var í sjónum 1911 -4- 1 stig, en heitast 1916 + 2 4/2 stig. Bezti timinn á þessu sundmóti hefir

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.