Þróttur - 01.01.1922, Page 10
6
Þ R Ó T T IJ R
ÞRÓTTUR
MÁN AÐARRiT U M
ÍÞRÓTTIR OG LÍKAMSMENNING
ÚTGEFAN Di:
ÍÞRÓTTAFÉLAG REYKJAVÍKUR
Verð 5 krónur fyrir árið, 10 blöð,
greiðist fyrirfram. Allar fjárgreiðsl-
ur stílist til afgreiðslu blaðsins,
pósthólf 545, Reykjavík, einnig öll
bréf um sending þess til kaupenda.
Greinar til birtingar í blaðinu skulu
□□□□□n sendar ritstjóra. □□□□□□
RITSTJÓRI: BJORN ÓLAFSSON
r
Úr dagbók ritstjórans.
A nýársdag
fyrir fjórum árum kom út fyrsta blaS
af prótti. Eg sá um ritstjórn þessa eina
blaSs og átti því nokkurn þátt í aS
próttur varð til. SíSan hefir Ben. G. ’Waage
veriö ritstjóri blaSsins. En er hann gal ekki
sint því starfi og varð að luetta, voni helst
líkur um að próttur yrði að hverfa úr sög-
unni. pegar svo við horfði rann mér blóðiö
til skyldunnar og þótti ilt ef hann ætti
þeim sköpum að iilýta.
Eg hefi því gerst ritstjóri blaðsins um
stundarsakir, þar til einhver duglegur
maður og áhugasamur fæst, til að annast
það og ryðja því gengi.
próttur verður að vera við lýði, vegna
þess málefnis er hann flytur. Ekkert mál-
efni þarfnast frekar að í það sé lagt skap
og einbeitni. Með öðru verða íslendingar
ekki vaktir til athyglis um nauðsyn þess,
sem þeir stritast viö að skilja ekki í lengstu
lög.
Fáfrœði
er hinn versti förunautur hvers málefuis.
Flestir hér á landi eru mjög fáfróðir um
hvernig iðka eigi íþróttir svo að rétt se,
svo að mestur árangur náist. Hér vantar
bækur um iðkun íþrótta og gildi þeirra.
Vér eigum eina slíka bók. pað er Glímu-
bókin. Vér þurfum að fá fleiri bœkur, góð-
ar bækur, um almennar íþróttir. Þær þurfa
að koina strax. í. S. í. hefir aðallega haft
með höndum slíka bókaútgáfu. En án þess
að ámæla sambandinu í þessu efni, verður
eklci annað sagt en útgáfan gangi grátlega
seint. I. S. I. hefir ekki fé til þessa verks.
það á heldur ekki að kosta útgáfu íþrótta-
bóka en það á aö lilutast til um að þau'
séu gefnar út. pað á að fá góða meml til
að semja þær og bókaútgefendur til þess
að annast kostnaðinn. Að öðrum kosti fá-
um vér ekki fhjótlega bætt úr þessari þörf.
íþróttir shattskyldar.
A öðrum stað í blaðinu er rætt um
íþróttaskatt bæjarstjórnarinnar. Mál þetta
er svo vaxið, að íþróttamenn verða allir
að leggjast á eitt um það, að íþróttasýn-
ingar verði undanþegnar skattinum þegar
í stað. Þetta atvik sýnir, að misráðið er
að treysta góðgirni manna og skilningi og
láta þá deila umáhugamálsín,ánþessaðhaf-
ast nokkuð að.Hætt er einaanganu,nemavel
fari. íþróttamenn ættu hér eftir að vaka
betur yfir málum sínum og hagsmunum.
„Álci“.
Grein yðar „Bæjarstjórn, landsstjórn og ,\1
þingi“ er vel skrifuð en of skömmótt og póli-
tisk til þess að próttur geti tekið hana. En yður
mun ekki verða meinað rúm í blaðinu ef þér
viljið skrifa aðra grein ópólitiska og nokkuð
hægari með maklegum óréttingum til lands-
stjórnar og Alþingis fyrir tómlæti þeirra og af-
skiftaleysi um íþróttamál. Einnig þakka bæjar-
stjórninni fyrir velvild hennar og minna borg-
arstjórann á ræðuna sem hann hélt í samsæti
íþróttamanna í suraar.