Stjarnan - 01.07.1920, Qupperneq 4

Stjarnan - 01.07.1920, Qupperneq 4
100 STJARNAN hvort það væri nokkrar kirkjur þar í bænum. Ilann benti á trúboðsstöð Lundúnafélagsins, enska kirkju, Etiop iska og Wesley kirkju. “Nú langaði mig til aið vita hvað þessi svertingi hugisaði um þá, seni halda hinn sjöunda dag heilagan. Eg spurði hann hvort það >væru ekki menn hcrna sem hefðu verið afvegaleiddir til að halda annan dag en sunnudaginn fyrir hvíldardag. Hann svaraði: “þ>að cr sumt fólk hérna, sem heldur hinn sjöunda dag, sem er hvíldardagur Drottins. En ekki held eg að það fólk sé afvegaleitt. ” Eg spurði hann hvort hann tilheyrði því fólki og svaraði hann því játandi. þar næst sagði eg honum frá að eg héldi þann dag og að ^ eg væri kominn til að heimsækja þetta fólk. þogar hann frétti þetta sagði lrnnn: ‘Ef þú heldur sama hvíldardag og eg, þá erum við bræður. ’ “S*vo spurði eg hann hvort hann þekti mann, sem hefði farið til Basuto- landsins til að finna trúboða, Silsbee að nafni. Já, hann þekti alt í sambandi við það. Eg sagði honum að eg væri kominn til að kenna þeim, Margir spurðu cftir ;séra .Silsbee. þessi maður var meira en fús til að vera fylgdar- maður minn og eftir dálítinn tíma vor- um við komnir til þorpsins, þar sem þessir menn lifa. Eg fór undir eins að heimsækja þá og spyrja hvernig þeir hefðu komist til þekkingar á hinum rétta hvíldardegi. þeir sögðu mér frá á þessa leið: “Fyrir hér um bil fimtán árum varð ungur maður, Tómas Sehare að nafni, sonur Basuto höfðingjans, mjög veikur Galdralæknarniv gátu ekkert >gert fyr- ir hann. Hann var þar næst fluttur á spítalann í Mafeking, en ekki þar held- ur iski'ldi læknirinn hvað það var sem gengi að honum. Faðir hans fór með hann til Basutolandsins og lét hina frægustu svertingjalækna skoða hann, en ekki gátu þeir veitt honum neina hjálp frekar en hinir. Eftir að hann kom heim versnaði honum til muna. Læknarnir í landinu komu sér saman um það, að það sem hann þyrfti með, væri góð eitur innspýting. Heilan mánuð voru þeir að veiða nöðrur og tóku svo eitrið úr þeim. Möð öllu náðu þeir tólf mismunandi tegundum. þeir blönduðu svo þessum tólf eiturtegund- um saman, tóku þar næst stykki af húð hans hingað og þangað um allan líkam ann og nudduðu svo þessa eiturblöndu ínn í blóðið. Eftir þrjá daga var Tóm- as lamaður. Hann gat jafnvel ekki lok- að hinum blindu augum sínum í tíu ár eftir það. “þá kom svertingja prestur nokkur til Mafeking og fór að spyrja að manni hvers bróðir var veikur. Hann hitti Solomon, bróður Tómasar á stöðinni og hann sagði honum að hann væri sendur af Drottni til að lækna veikan mann og að hann mundi hitta bróðir þessa manns á stöðinni í Mafeking. Soloanon fór undir ein með hann heim og þegar hann sá Tómas sagði hann, að það væri maðurinn sem Drottinn hefði sent sig til að lækna. Hann reyndi í tvær vikur við Tómas, en alt virtist vera árangurslaust, svo hann sneri heim aftur. Eftir að -tvö ár voru liðin hjá, skrifaði hann og sagði þeim að fara ajð biðja fyrir Tómasi aftur, en í þetta skifti ætti kvennfólkið að biðja fyrir honurn. Konurnar fóru þá að biðja fyrir honum sama kveldið. Tíu dögum seinna heyrði kona Tómasar mann sinn hlægja. Nú var hún hissa;

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.