Stjarnan - 01.03.1923, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.03.1923, Blaðsíða 3
STJARNAN 35 vegna J^verra innbyggjendur landsins, svo aS fátt manna, er eftir orðiS. Es. 24:3—6. I>eir fáu, sem héldu lög GuSs verSa eftir. Þeir munu fyrir náS og hjálp- ræSi GuSs, ganga sigri hrósandi gegn- um allar þær hörmungar, sem munu dynja yfir heiminn, vegna þess, aS hann hefir fótumtroSiS boSorS GuSs. Krist- ur mun taka þá til himins eins og 'hann lofaSi meSan hann var hér á jörSinni. “Því þaS segi eg ySur í Drottins orSa staS, aS vér sem eftir verSum. lífs viS tilkomu Drottins, munum ekki fyrri verSa, en hinir burtsofnuSu; því 'sjálf- ur Drottinn mun meS ákalli, meS höf- uSengils raust og meS GuSs lúSri. af himni niSurstíga; og þeir, sem í Kristo eru dánir, munu fyrst upprísa. SíSan mpjnum vér, Jsem 'eftir erum lifandi, verSa hrifnir til skýja ásamt þeim, til fundar viS Drottinn í loftinu, og mun- um vér síSan meS Drottni ivera alla tima. HuggiS því hver annan meS þess- um orSum.” 1. Thess. 4:15—18. Þegar þeir eru farnir til himins. deyja' hitnir óguSlegu: HTefjið ySar augu til himins, og lítiS á jörSina hér niSri! Himininn, hann hverfur sem reykur, jörSin fyrnist: sem klæ!Si, og þeir, sem á henni búa, deyja: sem mý; en mitt hjálpræSi varir eilíflega. og mitt réttlæti mun aldrei linna.” Es. 51 : ö. “'Þeir, sem Drottinn hefir aS velli lagt, liggja á þeim sama tíma frá ein- urn enda jarSarinnar til annars; þeir eru ekki harmaSir, ekki burt dregnir, og ekki verSa þeir jarSaSir; aS áburSi á vellinum verSa þeir.” Jer. 25 :33- JörSin mun þá aS öllu leyti leggjast í eySi; því þannig lýlsa spámennirnir ástandi hennar: “Eg lít á jörSina; sjá! hún ^r í eySi og tóm, og til himins, og ekkert ljós á honum. Eg lít til fjallanna, og sjá! þau bifast, og allar hæSir ruggast. Eg litast um, og sjá! þar er enginn maSur, og allir fuglar himinsins eru burtfæld- ir. ;E]g lít í kring urn mig, og Karrnel er eySilagt, og allir þess staSir niSur- brotnir fyrir augliti Drottins, -fyrir hans brennandi reiSi. Því svo segir Drott- inn: AuSn skal alt landiS verSa; samt vil eg ekki gjörsamlega gjöra út af viS þaS.” Jer. 4:23—27. “Eg vil taka alt gjörsainlega burt úr landinu, segir Drottinn. Eg vil taka fugla himinsins og fiska sjávarins burt, rnenn og skepnur ; eg vil taka burt hneykslanirnar ásamt meS þeim ó- guSlegu; eg vil afmá mennina í landinu, segir Drottinn.” Sefanía 1:2,3- Þá er þaS, aS Drottinn sendir eina af hinum voldugu lietjum, sem frarn- kvæma hans boS, til þess aS binda upp- reistarforingjann mikla. Spádómurinn um þann viSburS hljóSar þannig: “Þá sá eg engil stíga niSur af himni; hann hélt á lykli afgrunnsins og stór- um fjötri í hendinni. Hann tók drek- ann þann gamla höggorm, sem er djöf- ull og Satan, og batt hann um þúsund ár, kastaSi honum i afgrunniS, læsti aftur og setti innsigli yfir, svo hann ekki avegaleiddi þjóSirnar framar, unz þúsund ár væru liSin, en aS þeim liSn- um á hann aS leysast um stuttan tíma.” Opinb. 20:1—3. Af fjórSa versinu í þessum kapítula sjáum vér, aS hinir hólpnu, sem fóru meS Kristi til himins, munu fá vald til aS uppkveSa dóminn yfir hinum óguS- legu, er þá liggja dauSir á jörSinni, og hinum föllnu englum. Þessu viSvíkj- andi kemst Páll postuli þannig aS orSi: “ESa vitiS þér ekki, aS hinir heilögu munu heiminn dæma? En ef heimur- inn verSur af ySur dæmdur, eruS þér þá óverSugir aS dæma í hinum minstu málum? VitiS þér ekki, aS vér muum englana dæma, því þá ekki hiS tíman- lega?” 1. Kor. 6:2,3. óFramh. á bls. 41)

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.