Stjarnan - 01.03.1923, Blaðsíða 9
STJARNAN
af oss Jerúsalem. En þegar þaö skeö-
ur rnunu Messías og Múhamed koma.”
Þannig sjáum vér, aö hinir mentuðu
og trúuöu Múhamedstrúarmenn slcilja
spádóminn í Dan. 11145., og vita, að
hann mun rætast í þessari kynslóS.
Hvernig ættum ekki vér ,sem teljum oss
kristna og segjumst elskfaj frelsarann,
rannsaka þessa undraveröu spádóma,
sem nú varpa svo miklu ljósi yfir rás
viöburöanna á þessum tíma. Þeir ræt-
ast fyrir augum vorum og segja oss, að
Kristur muni 'koma sem konungur kon-
unganna og Drottinn drotnanna til
þess aö sækja sitt bíðandi fóllc. “Ver-
iS nú til taks, ísraelsmenn, aö mæta yð-
ar GuSi.” Amos 4: 12.
í næsta blaði Stjörnunnar munum vér
skoöa annan undraverðan þátt í sögu
Tyrkja, og sjá hvaö sem mun bera viö
Jiegar hann liður undir lok.
D. G.
Spurningakassinn.
ÓXiöurl. frá bls. 35)
Þegar þúsund árin eru liðin verða
hinir óguðlegu kallaðir fram. til lífs:
“En aðrir dauðir lifnuðu ekki fyr en
Jiúsund ár voru liðin.” Opinb. 20:5.
Af kringumstæðunum jverður Satan.
leystur og frjáls til að byrja nýjan leik:
“En þegar þau þúsund ár eru liðin,
verður Satan leystur af fangelsinu.”
Opinb. 20:7.
Um það leyti kemur hin nýja Jerú-
salem ofan af himni fOpinb. 21:2.) og
það fyrsta sem Satan gjörir, er að tæla
hinn milda fjölda, sem nú er kallaöur
4’i
fram til að úttaka sina hengningu, og
koma þessum mikla skara til að um-
kringja þessa borg og reyna aö taka
hana. Um það lesum vér:
“Þá mun hann útganga til að afvega
leiða þjóðirnar í þeim fjórum heimsend-
um, íGog og Magog, og safna þeirn til
stríðs; mergð þeirra er sem sjáfarsand-
ur. Þeir fóru upp á flatlendið og um
kringdu herbúðir heilagra, og þá elsk-
uöu borg.” Opinb. 20:8,9.
|Hve alvarlegt er þetta ekki. Inni
í borginni eru þeir, sem hér í lífinu hafa
þjónað Guði sinum trúlega, sýnt hlýðni
við hans boðorð og öðlast hugarfar
Krists. Þeir munu lifa og rikja með
Kristi um aldir alda. Eyrir utan borg-
ina eru þeir, sem hafa vanrækt að þjóna
Guði sínum. Þeir höfnuðu boðorðum
hans og öðluðust ekki hugarfar Krists.
Guð getur þess vegna ekki hleypt þeim
inn í sitt ríki, því þá mundu Jieir halda
áfram að brjóta hans lög. Lagabrot er
sem sé synd. 1. Jóh. 3:4. Syndin
mundi þá engan enda taka. En nú hef-
ir Guð sagt, að syndin muni ekki fram-
ar til vera, svo hann verður að útrýma
henni að öllu leyti. H'ér mætist þá i
fyrsta og siðasta sinn alt mannkvnið.
Þeir, sem fyrir innan borgarveggina
eru, hafa fefngið eilíft líf. t^eir,. sen:
fyrir utan borgina eru, munu deyja.
“Þá fór eldur af himni ofan og evdd?
þeim.” Opinb. 20:9. Þetta “er sá
annar dauði.” Opinb. 20:14.
Það er auðskilið af þessu, sem vér
í þessari grein höfum athugað í sam-
bandi við kenningu ritningarinnar um
þessi þúsund ár, að þetta ríki, sem menn
tala og rita svo mikið um á Jiessum
timum, mun ekki verða á jörðinni. held-
ur á himnum uppi.