Fréttablaðið - 15.11.2018, Page 2
Veður
NA 13-18 m/s en snýst í suðlæga
átt er líður á daginn, fyrst SA-lands.
Slydda eða rigning, en snjókoma
til fjalla, einkum á austanverðu
landinu. sjá síðu 28
Sigurgangan heldur áfram
Bene dikt Erl ings son leik stjóri hlaut LUX-kvik mynda verðlaun Evr ópuþings ins fyr ir kvik mynd sína Kona fer í stríð við hátíðlega athöfn í Strassborg
í gær. Verðlaunin eru veitt árlega til kvikmyndar sem vekur athygli á mikilvægustu fé lags legu og póli tísku álita efn um okk ar tíma. nordicphotos/EpA
lögreglumál Settur saksóknari
mun vekja athygli ríkissaksóknara á
ábendingum um afdrif Geirfinns og
Guðmundar Einarssona sem komið
hafa fram á undanförnum árum og
vísað hefur verið til embættisins.
Samkvæmt svari við fyrirspurn
Fréttablaðsins má ætla að form-
legt erindi þessa efnis verði afhent
ríkissaksóknara á næstu dögum, til
þóknanlegrar meðferðar.
„Það liggur ekkert fyrir um
aðgerðir,“ segir Sigríður Friðjóns-
dóttir ríkissaksóknari innt eftir því
hvort ákveðið hafi verið að opna
nýja rannsókn á mannshvörfunum;
öðru þeirra eða báðum.
Fréttablaðið greindi frá því fyrr í
haust að lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu liggur undir feldi vegna
málsins. Það er hins vegar einungis
Guðmundarmálið sem er á forræði
þess embættis en Guðmundur hvarf
í Hafnarfirði í janúar 1974.
Hvarf Geirfinns heyrir hins vegar
undir lögregluna á Suðurnesjum
og það var lögreglan í Keflavík sem
rannsakaði málið á sínum tíma. Þar
var málinu lokað um mitt ár 1975
sem óupplýstu mannshvarfi, áður
en lögreglan í Reykjavík kallaði eftir
gögnum þaðan í janúar 1976, þegar
fjöldi fólks var í gæsluvarðhaldi í
Síðumúla vegna Guðmundarmáls.
„Málinu var lokað hér sem óloknu
á sínum tíma og ekki að sjá að það
séu neinar viðbótarupplýsingar í
því í rauninni,“ segir Ólafur Helgi
Kjartansson, lögreglustjóri á Suður-
nesjum. „Þá er þetta mál í rauninni
eins og hvert annað mannshvarf og
engu lokið í því en ekkert er aðhafst
nema nýjar upplýsingar berist.“
Ólafur segir mikið álag á emb-
ættinu en gríðarlegan tíma tæki
að fara í gegnum öll gögnin til að
athuga hvort ástæða sé til að hefja
einhverja rannsókn. „Ef við færum
í að taka málið allt upp þá þyrftum
við í rauninni sér fjárveitingu í
málið. Það er ekkert útilokað en
ekkert heldur sem við sjáum sem
kallar á að gera slíkt,“ segir Ólafur.
Hann segir þær upplýsingar sem
embættinu hafi borist ekki hafa leitt
neitt en að allar upplýsingar séu vel
þegnar. adalheidur@frettabladid.is
Þyrfti fjárveitingu til að
rannsaka Geirfinnsmál
Ábendingar um afdrif Guðmundar og Geirfinns
Árið 2015 voru tveir menn hand-
teknir vegna ábendinga um að þeir
ættu aðild að hvarfi Guðmundar
Einarssonar. Leiddar hafa verið
líkur að því að annar þeirra, Stefán
Almarsson, hafi gegn betri vitund
bendlað Kristján Viðar og Sævar
Marínó við málið í samtölum við
lögreglu í því skyni að sleppa betur
frá eigin afbrotum.
Árið 2016 gaf maður sig fram við
lögreglu og bar að hafa séð þrjá
borgaralega klædda menn koma
á smábáti til hafnar í Vestmanna-
eyjum 20. nóvember 1974, daginn
eftir að Geirfinnur hvarf í Keflavík.
Tveir þeirra hafi leitt þann þriðja á
milli sín, og taldi vitnið að þar væri
um Geirfinn Einarsson að ræða.
dómi hæstaréttar frá 1980 var snúið við í september síðastliðnum eftir ára-
tuga baráttu þeirra sem dæmdir voru fyrir hvörfin. FréttAblAðið/sigtryggur Ari
Settur saksóknari vekur
athygli ríkissaksóknara
á ábendingum um afdrif
Guðmundar og Geir-
finns. Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu liggur
undir feldi. Lögreglan á
Suðurnesjum segir allar
ábendingar vel þegnar.
guðmundur
Einarsson.
geirfinnur
Einarsson.
samfélag Banksy-mynd í eigu Jóns
Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra, var
eyðilögð með slípirokk í gærkvöldi
en Jón birti myndband af framkvæmd
eyðileggingarinnar. Þar sést maður
með slípirokk pússa verkið af plöt-
unni sem það hafði verið prentað á.
Fréttablaðið greindi fyrst frá því að
verkið hefði Jón fengið þegar hann var
borgarstjóri en strangar reglur gilda
um gjafir. Verkið hékk á skrifstofu
Jóns í ráðhúsinu en hann tók það með
sér heim og þar hékk það þangað til í
gær, en þá greindi Jón frá því að hann
hefði engan áhuga verkinu lengur,
það væri verðlaust. Um útprentað
plakat væri að ræða – eftirlíkingu
sem hægt væri að fá fyrir smáaura á
netinu. Hann ætlaði sér því að farga
myndinni. – bg
Beitti slípirokk á Banksy
Jón gnarr með banksy í bakgrunni á skrifstofu borgarstjóra. FréttAblAðið/gVA
umHVerfIsmál Landvernd hefur
kvartað til ESA, Eftirlitsstofnunar
EFTA, vegna bráðabirgðaleyfis
sem veitt var laxeldisfyrirtækjum
á dögunum. Ekki var gert ráð fyrir
að leyfisveitingin færi í umhverfis-
mat eða að almenningur og samtök
almennings gætu komið sjónar-
miðum á framfæri áður en leyfið
var veitt. Þetta er að sögn Land-
verndar brot á EES-samningnum.
Í tilkynningu frá Landvernd segir
að um sé að ræða brot á reglum sem
eigi uppruna sinn í Árósasamning-
um sem Ísland hafi fullgilt. – bg
Landvernd
kvartar til ESA
Eldislax FréttAblAðið/Anton
1 5 . n ó V e m b e r 2 0 1 8 f I m m T u D a g u r2 f r é T T I r ∙ f r é T T a b l a ð I ð
1
5
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
6
4
-3
8
7
0
2
1
6
4
-3
7
3
4
2
1
6
4
-3
5
F
8
2
1
6
4
-3
4
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
1
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K