Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.11.2018, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 15.11.2018, Qupperneq 8
Slitastjórn Landsbankans, LBI, hefur fallið frá dómsmáli gegn fjórum fyrrverandi bankaráðsmönnum Landsbankans sem hófst um mán­ aðamótin vegna ákvarðana þeirra í aðdraganda bankahrunsins. Þetta kemur fram á vef slitastjórnarinnar. Það eru þau Kjartan Gunnarsson, Þorgeir Baldursson, Andri Sveins­ son og Svafa Grönfeldt. Björgólfi Guðmundssyni, sem var formaður bankaráðsins, var ekki stefnt því hann varð gjaldþrota fljótlega eftir hrun. Slitastjórnin mun áfram reka dómsmál gegn fjórum fyrrverandi stjórnendum Landsbankans og tveimur tryggingafélögum vegna stjórnendaábyrgðar. Hún rak þrjú dómsmál sem sameinuð voru í eitt. Þeir fyrrverandi stjórnendur bankans sem um ræðir eru banka­ stjórarnir fyrrverandi Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, Elín Sigfúsdóttir, sem var forstöðu­ maður fyrirtækjasviðs bankans, og Jón Þorsteinn Oddleifsson, sem var yfir fjárstýringu bankans. – hvj LBI fellur frá dómsmáli Slitastjórnin mun áfram reka dómsmál gegn fjórum fyrrverandi stjórnendum Landsbankans. FréttabLaðið/SteFán 1 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F I m m T U D A G U r8 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð markaðurinn Uppsöfnuð þörf innlendra fyrir­ tækja til verðhækkana gerir það að verkum að gengisveiking krónunnar gæti haft meiri og hraðari áhrif á verðlag en áður, að mati aðalhag­ fræðings Kviku banka. Forstjóri Inn­ ness, sem er ein af stærstu matvöru­ heildverslunum landsins, segir útlit fyrir verðhækkanir vegna gengis­ þróunarinnar. Þá er tvíbent hvaða áhrif gengið hefur á samningsstöðu í komandi kjaraviðræðum. Krónan hefur veikst gagnvart öllum helstu viðskiptagjaldmiðlum sínum frá byrjun árs. Nemur veik­ ingin 21 prósenti gagnvart Banda­ ríkjadal, 15 prósentum gagnvart breska pundinu og 13 prósentum gagnvart evrunni. Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðal­ hagfræðingur Kviku banka, segir í samtali við Markaðinn að gengis­ veiking skili sér út í verðlag fremur hratt undir núverandi aðstæðum. „Gengisveiking hefur í för með sér að kaupmáttur landsmanna dregst saman. Það endurspeglast fyrst og fremst í því að við finnum beint fyrir verðhækkunum á öllum innfluttum vörum sem við kaupum. Verðbólgan fer því fljótt af stað vegna kostn­ aðarhækkana á ákveðnum vöru­ flokkum.“ Í þessu samhengi nefnir Kristrún hugtakið gengisleki sem er mæli­ kvarði á hversu hröð og hversu mikil áhrif gengið hefur á verðbólgu. Áhrif gengisins á verðbólgu hafi jafnan verið 30 prósent og þeirra hafi gætt með eins og hálfs til tveggja ára töf. „Hraði slíkra áhrifa er háður efna­ hagslegum aðstæðum hverju sinni. Við erum að koma út úr tímabili þar sem seljendur hafa ekki treyst sér til þess að hækka verð í nokkurn tíma. Samkeppni frá bæði erlendum stór­ fyrirtækjum og netverslunum hefur gert það að verkum að mörg innlend fyrirtæki hafa uppsafnaða hækkun­ arþörf sem er að vissu leyti ótengd gengisveikingunni,“ segir Kristrún. „Það er líklegt að mörg fyrirtæki muni nýta tækifærið til að hækka verð almennilega og þannig verða gengisáhrifin meiri en ella vegna þeirrar spennu sem nú er í hag­ kerfinu.“ Hækkanir í kortunum Eins og greint var frá í Markaðinum hækkaði Innnes verð til viðskipta­ vina sinna í október. Um var að ræða fjögurra prósenta hækkun á vörum sem eru keyptar til landsins í evrum, fimm prósenta hækkun á vörum sem keyptar eru í pundum og sex prósenta hækkun í Banda­ ríkjadölum. Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness og formaður Félags atvinnu­ rekenda, segir frekari verðhækk­ Gengislekinn meiri og hraðari en áður Gengisveiking krónunnar gæti haft meiri og hraðari áhrif á verðlag að mati hagfræðings þar sem innlend fyrirtæki hafa uppsafnaða þörf fyrir verðhækkanir. Spennan í hagkerfinu magni gengisáhrifin. Forstjóri heildsölunnar Innness segir útlit fyrir verðhækkanir. Hagfræðingur Kviku segir gengisveikingu geta skilað sér hratt út í verðlagið undir núverandi aðstæðum. 200 150 100 50 100 80 60 anir í kortunum ef fram heldur sem horfir. „Gengisþróunin virðist vera í eina átt og hún mun leiða til frekari verðhækkana. Verðhækkun Innness í október var til að mynda aðeins brot af þeirri gengisveikingu sem hefur átt sér stað á síðustu mán­ uðum. Það er enn uppsöfnuð þörf til að hækka verðin, aðallega vegna gengisins en einnig vegna kostnað­ arhækkana sem einskorðast ekki við laun. Við sjáum á reikningunum að allur kostnaður er að hækka,“ segir Magnús Óli í samtali við Markaðinn. tvíbent áhrif á kjaraviðræður Ekki er útséð með hvaða hætti veik­ ara gengi krónunnar mun hafa áhrif á kjaraviðræðurnar í vetur, að sögn Kristrúnar. „Annars vegar mætti segja að veiking krónunnar dragi úr svigrúmi til launahækkana í þeim skilningi að það er meiri hætta á verðbólgu og því minna svigrúm til þess að ráðast í miklar launahækkanir sem kynda undir verðbólgu. Hins vegar dregur veikingin úr kaupmætti og setur þá sem sitja við borðið fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar í þá erfiðu stöðu að þurfa að vinna upp meiri kaupmátt en ella,“ segir hún. Eins sé hægt að horfa á gengis­ styrkingu þannig að hún hífi upp kaupmátt og dragi þannig úr launa­ kröfum en hins vegar þannig að hún geti leitt til þess að launþegar upplifi að verðbólgusvigrúmið sé meira og geri því kröfu um meiri launahækk­ anir en ella. Sú hafi verið raunin í kjaraviðræðunum árið 2015. thorsteinn@frettabladid.is ✿ Þróun brent-hráolíuverðs frá áramótum ✿ Þróun gengis helstu viðskiptagjaldmiðla krónunnar jan ’18 – ágúst ’18 jan. ’18 – ágúst ’18 september ’18 september ’18 október ’18 október ’18 nóvember ’18 nóvember ’18 Styrking Bandaríkja- dals dempar áhrif olíuverðslækkunar Hækkun olíuverðs frá ársbyrjun er nær gengin til baka eftir lækkunarhrinu á síðustu vikum og stendur verðið á tunnu nú í 67 Bandaríkjadölum. Í fyrradag lækkaði verðið um sjö prósent sem var mesta verðlækkun á Brent-hráolíu í þrjú ár. „Lækkun olíuverðs hefur jákvæð áhrif, sérstaklega hvað varðar rekstur flugfélaganna. Hin hliðin er sú að olían er verð- lögð í dollar sem hefur verið að styrkjast verulega, meira heldur en evran gagnvart krónunni. Þetta þýðir að við finnum ekki eins mikið fyrir þessari lækkun og ef við værum dollaraþjóð,“ segir Kristrún. Þá vegur bensínverð ekki mikið í verðbólgumælingum og segir Kristrún að sumir vilji meina að olíuverð hafi meiri áhrif á verðbólguvæntingar en verðbólgu vegna þess að fólk haldi að olían vegi meira en hún gerir í raun. „Það er takmörkuð verðvitund um margar vörur en allir vita hvað bensínlítrinn kostar. Það getur haft jákvæð áhrif á verðbólguvæntingar þegar olíuverð lækkar sem aftur hefur jákvæð áhrif á verðbólgu til lengri tíma.“ Það er líklegt að mörg fyrirtæki muni nýta tækifærið til að hækka verð almennilega. Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka Magnús Óli Ólafsson, forstjóri innness. Veikning krónu frá áramótum gagnvart: USD 21%, GBP 16%, EUR 13% n GbP n eUr n USD Lágmarkstilboð í tólf prósenta hlut sem Landsbankinn býður til sölu í Eyri Invest, kjölfestuhlut­ hafa Marels, er 80 prósent af eigin fé fyrirtækisins. Miðað er við eigið fé Eyris hinn 30. júní að teknu til­ liti til breytinga sem einkum varða verðbreytingar á Marel, breytinga á gengi evru gagnvart krónu, fjár­ magnsliðum og áætluðum rekstrar­ kostnaði. Þetta kemur fram í útboðsskilmálum Landsbankans. Eignir Eyris námu 663 millj­ ónum evra í sumar og eiginfjár­ hlutfallið var 69,5 prósent. Eigið fé fjár festingar félagsins var því 461 milljón evra í sumar, eða um 65 milljarðar króna. Ef tólf pró­ senta hlutur í Eyri verður seldur á bókfærðu eigið fé nemur virði hans tæplega átta milljörðum króna. Standi fjárfestum til boða 20 prósenta afsláttur lækkar verðið í rúmlega sex milljarða. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að bankinn bjóði til sölu, í heild eða hluta, allt að 12,1 prósents hlut í Eyri. Tilboðsfrestur rennur út á hádegi miðvikudaginn 28. nóvem­ ber. Fjármálaeftirlitið hefur frá því um miðjan september sektað Landsbankann um hálfa milljón króna á dag til þess að knýja á um að bankinn selji 22 prósenta hlut sinn í Eyri Invest. Í svari bankans við fyrirspurn Markaðarins kom fram að bankinn hefði lengi reynt að selja bréfin í Eyri Invest og ákvörðun Fjármálaeftirlitsins gerði það enn brýnna en áður. Eyrir á einnig 43,4 prósenta hlut í Eyri Sprotum, sem fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum, og þriðj­ ungshlut í Efni Media, sem selur vörur og þjónustu í gegnum netið og samfélagsmiðla. Stærstu hlut haf ar Eyr is In vest eru Lands bank inn með 22 pró­ sent, Þórður Magnús son stjórn ar­ formaður með 19 prósent og Árni Odd ur Þórðar son, son ur hans og for stjóri Mar els, með 16 prósenta hlut. – hvj Lágmarkstilboð 80 prósent af eigin fé Lilja björk einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. 1 5 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 4 -7 3 B 0 2 1 6 4 -7 2 7 4 2 1 6 4 -7 1 3 8 2 1 6 4 -6 F F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.