Fréttablaðið - 15.11.2018, Side 20

Fréttablaðið - 15.11.2018, Side 20
Frá degi til dags Halldór Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Það er sláttur á alþingis- mönnum sem sjá enga ástæðu til að ganga á undan með góðu for- dæmi. Það eru sem sagt 20% fleiri aldraðir á biðlista eftir hjúkrunar- rými í dag en fyrir ári. Stundum er eins og fólk sem tekur sæti á Alþingi sé ekki fyrr búið að koma sér þar fyrir en það glatar tengingu við veru-leikann. Það hrífst svo mjög af hinu nýja lífi þingmannsins að það fer að búa til umgjörð í kringum sjálft sig. Ýmsar aðferðir eru til að gera þá umgjörð stöðugt betri og þægilegri. Ein leið er að fá til sín aðstoðarmenn og fjölga þeim svo jafnt og þétt. Það getur ekki verið annað en uppskrift að fremur þægilegum vinnudegi, allavega vildu örugglega margir vera í þeirri stöðu að geta í starfi sínu kallað til sín sem flesta aðstoðarmenn. Slík hugmynd er einmitt í framkvæmd á Alþingi en þar stendur til að fjölga aðstoðarmönnum þingflokka um sautján. Allir þingflokkar sjá hag í því að sameinast í þessu brýna hagsmunamáli sínu. Þarna eygja þeir enn eitt tækifærið til að gera vel launað starf þingmanns þægilegra og geta um leið rétt flokksgæðingum hjálparhönd og útvegað þeim gott djobb. Rétt er að hafa í huga að þótt sátt sé um málið á þingi þá er Alþingi nú einu sinni staður þar sem hluti af vinnu- skyldu þingmanna felst í því að deila við pólitíska andstæðinga. Þá skiptir ekki höfuðmáli hvort menn hafi mikla sannfæringu um málið sem rifist er um, þeim ber að vera ósammála. Í þessu máli, sem menn eru samt sammála um, tókst að finna ágreinings- punktinn. Nú deila þingmenn um það hvernig eigi að skipta þessum aðstoðarmönnum á milli flokka. Vitanlega vilja allir fá sem flesta vini sína með á jötuna. Í íslenskum raunveruleika er staðan hins vegar þessi: Það er niðursveifla í þjóðfélaginu. Efna- hagsástandið er ekki jafn stöðugt og áður og verð- bólga er á uppleið. Fyrirtæki og fólk halda að sér höndum. Skilaboð til almennings frá stjórnvöldum og atvinnurekendum eru að ekki sé mögulegt að hækka laun í einhverjum mæli í komandi kjara- samningum. Ítrekað er að góðærinu sé um það bil að ljúka og nú þurfi að sýna aðhald og sparnað. Eins og svo oft áður er það víst bara almenningur sem á að tileinka sér aðhald og sparnað, ekki þær stéttir sem hafa það verulega gott. Og það er sláttur á alþingismönnum sem sjá enga ástæðu til að ganga á undan með góðu fordæmi. Eftir ríflegar launa- hækkanir finnst þeim ekki nóg að gert, enn vilja þeir auðvelda sér lífið með ráðningu fleiri aðstoðar- manna. Kostnaður við þetta er ærinn og peningana mætti nota í svo miklu mikilvægari hluti. En það er eins og þingmenn sjái það ekki. Þeir eru blýfastir í þægilegri einkaveröld sinni og er umhugað um að gera hana enn ljúfari. Ákvörðunin um fjölgun aðstoðarmanna með tilheyrandi kostnaði, sýnir fram á tengslaleysi alþingismanna við almenning í landinu og hversu illa þeir eru færir um að lesa í umhverfi sitt. Það er engu líkara en þeir vilji enn auka bilið á milli sín og almennings. Þeim er umhugað um að gera Alþingi að bákni. Síst af öllu vilja þeir kveðja einkaveröld sína þar sem þeim líður svo fjarska vel. Einkaveröldin Rennihurðabraut svört (Barnyard) Fyrir rennihurð allt að 100 kg. Stílhrein og auðveld í uppsetningu. Braut fest á vegg. Fyrir hurðarbreidd allt að 1000mm. Hægt er að fá framlengingar í 45 cm og 90cm. Verð : 22.200 m/vsk. Hvað er það með íslenska heilbrigðiskerfið og biðlista? Hvernig stendur á því að biðlistar eru orðnir eitt helsta einkennismerki heilbrigðis- kerfisins okkar sem samkvæmt helstu mælikvörðum er eitt það besta og jafnframt dýrasta í heimi. Það er óþarfi að fjölyrða hér um biðlista eftir aðgerðum á borð við mjaðmaskipti og hnéskipti sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu og engin raunveruleg skýring fundist á, önnur en sú að veikindi fólks séu þarna einfaldlega fórnarkostnaður í þeirri viðleitni heilbrigðisyfirvalda að ríkisvæða kerfið. En þetta eru ekki einu biðlistarnir. Við getum til dæmis talað um biðlista hjá geðlæknum og sál- fræðingum eða hjá hjartalæknum en þar er nú um tveggja ára bið eftir brennsluaðgerðum vegna hjart- sláttartruflana. Það er nær sama hvar drepið er niður. Biðlistar eru málið. Á sama tíma og ríkisstjórnin leggur fram endur- skoðað frumvarp til fjárlaga þar sem fjármagn til uppbyggingar og endurbóta á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða er skorið niður um heilan milljarð berast fréttir af því að þar hafi á einu ári fjölgað um 20% á biðlistum. Það eru sem sagt 20% fleiri aldraðir á biðlista eftir hjúkrunarrými í dag en fyrir ári, eða 411 einstaklingar í lok október síðastliðins samanborið við 342 í októberlok 2017. Embætti landlæknis lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðunni og þeim áhrifum sem löng bið eftir hjúkrunarrýmum getur haft, bæði á lífsgæði þeirra sem bíða svo og heilbrigðiskerfið. Þær áhyggjur má sannarlega yfirfæra á alla okkar biðlista. Það þarf að verja tíma og athygli í að greina hvernig við getum nýtt þá fjármuni sem í boði eru á sem hag- kvæmastan hátt til að tryggja landsmönnum jafnt og stöðugt aðgengi að heilbrigðisþjónustu án þess að nota biðlista sem helsta stýritæki stjórnvalda. Það ríkir hér samfélagsleg sátt um að verja mjög stórum hluta útgjalda þjóðarbúsins til heilbrigðis- mála. Það er engin samfélagsleg sátt um þessa bið- lista. Burt með þá! Burt með biðlistakerfið Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar Bestur í fýlu Fýlukallinn sem Jón Gnarr er að leika þessa daga er einn allra besti karakter sem hann hefur skapað. Hann nær fullkomlega hinum fúllynda kalli sem kom- ist hefur upp um og orðið hefur að athlægi. Þennan hégómlega en viðkvæma karakter sem Jón er að leika þekkjum við flest. Þennan sem þykist þekkja einhvern frægan eða eiga hlut sem enginn annar á. Þegar upp kemst að allt er í plati og viðkomandi er bara venjulegur eins og við hin, bregst hann við eins og athyglissjúkur fýlu- púki. Jón er langbestur í fýlu. Skattskylt rusl Eftir að hafa farið í nokkra hringi með Banksy-verkið sem honum áskotnaðist er Jón Gnarr búinn að henda því á haugana. Þannig að það sem í upphafi var ómetanleg gjöf, hlaðin tilfinningalegu gildi fyrir Jón, endaði sem hræ- billegt, útprentað viðhengi í tölvupósti sem var trillað á haugana. Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson bendir þó á það á Facebook að Jón er ekki endilega laus allra mála með því að henda Banksy í ruslið. „Bara svona til ábend- ingar fyrir Jón, þá mun förgun verksins ekki forða honum frá skattgreiðslum vegna þess.“ adalheidur@frettabladid.is thorarinn@frettabladid.is 1 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F I m m T U D A G U r20 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð SKOÐUN 1 5 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 4 -5 6 1 0 2 1 6 4 -5 4 D 4 2 1 6 4 -5 3 9 8 2 1 6 4 -5 2 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.