Stjarnan - 01.03.1926, Side 7

Stjarnan - 01.03.1926, Side 7
STJARNAN 39 ið til tals. Vér höfum ákveðinn boöskap til allra 'þjóSa heims.ins, og ætlum oss aldrei að yfirgefa neinn stað, þar til GuS fullvissar oss um aS starf vort sé unnið.” Sigurafl bœnarmnar. Einn af vorum trúföstu verkamönn- um hafði nokkru áður talað við einn em- bættismann stjórnarinnar, sem sagöi við hann: “Hvað ætliS þér Adventistar yS- ur að gera? Þcr seljið bækur og mynd- ið söfnuöi. Vér ætlum að eyöileggja kenningu yöar. Vér ætlum aö útrýma henni úr landinu.” Þessi ungi maður svaraði rólega: “Þér getið ekki eyöilagt kenningu vora, því hún er andleg. Hún er í hjörtum mann- anna. Þér getið dregiS oss í fangelsi, ef yður sýnist svo, þá getiS þér hengt eöa skotið hvern einasta meðlim vorn, en samt hafiö þér kenninguna.” “Er hún innfædd í þessu landi?” spurði emibættismaöurinn. “Já, hún er innfædd i hverju einasta landi, því hún er verk Drottins i hjörtum mannanna á vorum dögum.” Eg tek ekki tíma til þess, að segja frá allri viöureign vorri viö stjórnina. Það gekk alt vel. Guð hafði bænheyrt oss. Eftir nokkrar vikur gátum vér opnaS prentsmiSju vora aftur. Stjórnin í Jugo- Slavíu er ung og á við marga erfiðleika að stríða. Hún reynir aS vernda um lög og rétt, og vér vonum að njóta þar bráð- lega allra réttinda og frjálsræðis. Marg- ir embættismenn stjórnarinnar eru frjáls- lyndir menn. En áhrif margra þröng- sýnna presta, sem eru mjög sterk, eru á móti öllum umbótum og frjálsræöi. Vér væntum þess samt, að stjórn þessa lands muni veita þegnum sinum þau sömu rétt- indi, sem allar aðrar mentaþjóSir gera. Áhrifin, sem ein af bókum Mrs. G. B. Wliite hafði. Þegar vér töluðum við embættismenn stjórnarinnar, var þar biskup nokkur, sem kom fram okkur til bies'sunar. Hann er hlyntur starfi voru. Fyrir skömmu bauS hann einum -bræðra vorra, aS koma á samkomu, þar sem margir prestar voru saman komnir. Þessi bróðir vor vissi ekki hvað fyrir honum lá, en þegar á staðinn kom, var hann kvaddur til þes's aS pré- dika hálfa stundu: Hann fann sig knúð- an til þess að tala um þetta: “Þú skalt elska náungann eins og sjálfan þig.” Og án þess aS minnast mikiS á trúfrelsi, tal- aðij hann mest um hve fagurt það væri, að elska sinn næsta og gera honum gott. Andi Drottins talaði til þeirra, sem viö- staddir voru, svq allir gerðu góðan róm aS máli hans. Þegar hann var búinn, kallaöi biskup- inn á hann og sagði: “Mig langar til að tala við þig. Eg veit um erfiðleika þá, sem Adventistarn- ir verða að mæta, og eg er sjálfur mót- fallinn ákærum þeim, sem bornar eru fram gegn þeim. Mér finst þeir verÖ- skuldi fullkomiS frelsi. Eg veit, aö þeir eru friðsamar, löghlýðnar, kristnar manneskjur.. “Fyrir mörgum árum var eg á ferÖa- lagi í Ameríku ásamt móöur minni, sem nú er dáin. Við fórum alla leiS til Cali- forníu. Það var eitthvaö, sem ónáSaði móður mína þannig, að hún gat engan friö fundið sálu sinni, og þótt eg væri sonur hennar og biskup, þá gat eg ekkert fyrir hana gert. “Vér heimsóttum þá heilsuhæli Ad- ventistanna i Californíu. Þar fann móð- ir mín konu, sem skrifaði bækur. Hún hét White. Vér könnuöumst ekkert við hana áður, en móðir mín hlustaði á pré- dikun hennar, og sótti um aö fá að tala viö hana, og í samtali við konu þessa fann móöir mín sálu sinni friS. Hún kom, til min og sagÖi: “Sonur sæll, þú ert bisk- up og kirkja vor ér hin eina sanna kirkja, samt hefi eg nú átt tal við konu, sem meira veit um himneska hluti en nokk- ur manneskja, sem eg áður hefi fyrir-

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.