Stjarnan - 01.03.1926, Síða 15
STJARNAN
47
/
TJARNAN
kemur út mánaSarlega.
Útgefenuur: The Western Canada
Union Conference S.D.A. Stjarnan kost-
ar $1.50 um áriS í Canada, Bandarikj-
unum og á íslandi. (Borgist fyrirframj.
Ritstjóri og ráSsmaSur :
DAVÍD GUÐBRANDSSON.
Skrifistofa:
306 Sherbrooke St.. WinnipeK. Man.
Phone: B-1708
Næsta stimar verður stór sýning
haldin í borginni Píladelfíu í minningu
sjálfstæðisyfirlýsingarinnar, sem undir-
rituÖ var fyrir hundraö og fimtiu árum.
Þaö eru nú liðin átta ár síðan Danmörk
seldi Bandaríkjunum Vesturheimseyjar
sínar. Fengu Danir $300.00 fyrir ekr-
una af landi, sem1 á friðartímum er ein-
ungis $20.00 virði. Alla tíð síðan þræla-
striðið, höfðu Bandarikin reynt að kaupa
þessar eyjar.
Akkerið, sem Kolumbus notaði á flag-
skipi sínu “Santa Maria”, er nú eign
“Chicago Historical Society”. í rústun-
um í borginni Navidad á Santo Domin-
go fundu menn tveimur öldum eftir að
Kolumbus var þar, lista yfir það, sem
hann sjálfur hafði ritað niður, og meðal
annars var þetta akkeri nefnt. Dr. Alej-
andro Llenas fann það eftir langa leit.
Er það níu fet á hæð og vigtar meira en
fjögur þúsund pund. Hefir það verið
sent til Chicago.
Samkvæmt manntali, sem tekið var
5. nóvember s'iðastliðinn, eru nú 3,386,274
íbúar í Danmörku. í Kaupmannahöfn
eru 586,000 íbúar. Þetta er einungis
900 fleiri en í fyrra. Þegar maður tek-
ur til greina hinn feykilega útflutning,
sem nú á sér stað vegna atvinnuleysis-
ins, þá stendur sú borg algjörlega í stað.
Barnafæðingar fækka í stórum stil sök-
um þess, að ólifnaðurinn er á Tsvo háu
stigi, að fimta hver manneskja, sem
maður mætir á strætunum, hefir einn
eða annan af hinum hræðilegu kynferð-
issjúkdömum. Margir hugsandi menn í
Danmörku eru farnir að verða mjög á-
hyggjufullir út af þessu ástandi.
Læknir, sem Howard A. Kelly heitir
og iheima á í borginni Baltimore, hefir
fundið upp rafmagnsnál, til bess að gjöra
uppskurði með, í staðinn fyrir að nota
hnífa. Yfirburðir rafmagnsnálarinnar eru
þeir, að sjúklingnum blæðir bókstaflega
ekkert.
í borginni Troy er stór verksmiðja, sem
framleiðir hestaskeifur. Fyrir nokkru
fann kona nokkur upp vél, sem getur
búið skeifuna til á þremur mínútum.
Verksmiðjan í Troy notar nú þess konar
vélar og getur þessvegna framleitt skeif-
ur fljótar og ódýrar en aðrar verk-
smiðjur.
í Norvegi eru nú 2612 fylgjendur
kaþólskunnar, i Svíþjóð 4,000, í Dan-
mörku ekki færri en 23,000. Frá þess-
um löndum fóru 450 manns á fagnaðar-
hátíð páfakirkjunnar í Rómaborg árið
sem leið.
í Berlínarborg á Þýzkalandi drýgðu
ekki færri en 76 manns sjálfsmorð í einni
viku og í sömu vikunni vo:u einnig
gjörðar tólf tilraunir til að taka líf sm,
sem mishepnuðust. Um jólin voru ó-
venjulega mörg hryðjuverk framin þar
í borginni. Svona fer, þegar menn
fara að nefna kristindóminn “guðs-
pestina”, eins og þar var gjört af miki-
um mannfjölda.
Vér höfum nú alla árganga Stjörnuiui-
ar til sölu með lágu verði. Lisrthafendur
eru beðnir um að rita skrifstofunni.