Stjarnan - 01.03.1926, Page 8

Stjarnan - 01.03.1926, Page 8
STJARNAN hitt á lífsleiS minni. Hún hefir leitt mig til frelsarans', svo aÖ nú er eg friöar hans aSnjótandi fyrir sálu mína.” Þannig hjálpaSi Mrs. White móður hiskupsins með- sínum góÖu orðum, og nú hjálpaöi hann oss. Djöfullin stingu/ hornum sínum í bakvasann. AnnaS, sem kom oss aÖ góSum not- um, var þaÖ, aS prófessor nokkur í Ser- bíu hafði þýtt bókina eftir Mrs. White um uppeldi og fræðslu unglinga fEduca- tioný á þeirra mál. ' Það er ágætis þýð- ing, sú 'bezta sem vér höfum á því tungu- máli. Hann þýddi þessa bók næstum formálalaust orð fyrir orð og gaf út sem sína eigin. Enginn hafði hugmynd um annað, en að hann hefði skrifað bókina, en ekki, að það væri bók Aðventistanna. Bókin var gefin út af kaþólsku kirkj- unni með fullkomnu samþykki biskups þeirra og prestanna. Og i meðmælum þeim, sem prestarnir gáfu bók þessari, var það sagt, að þetta væri sú bezta bók, sem nokkru sinni hefði verið gefin út um mentamál. Þeir kölluðu hana: “Barna- fræði Biblíunnar”. Þetta er einasta bók- in, sem eg veit til aS kaþólskir menn hafi bæði fyr og síSar gefið út af bókum Að- ventistanna. Þýðandinn breytti að eins einu atriði í bókinni. Systir White segir i bókinni, að á fyrstu öldum kristninnar ha’fi Satan notað heiðindóminn til þess að berjast gegn söfnuði Guös, en á síð- ari öldum hafi hann notað kaþólsku kirkjuna. Prófessorinn gat ekki þýtt þetta orðrétt, svo hann sneri því í orð- tak, sem oft er notað þar. Hann segir: “Fyr á tímum notaði Diöfullinn heiðin- dóminn sem verkfæri sitt, en hann er hygnari nú, og hefir tekið hornin af sér og stungiö þeim í bakvasann, og lært hina drottinlegu bæn og postullegu trúarjátn- ingu, og skreytir sig með löngu gyltu krossmarki eins og prestur.” Þetta er góð þýðing. Hún gefur réttu hug- myndina, því þegar einhver á meðal þeirra þykist vera trúaður, en er það ekki, segja þeir, “aö Satan hafi tekiS hornin af sér og stungiS" þeim í bakvas- ann.” Vér fórum með þessa bók til stjórn- arinnar og sögðum: “ÞaS er ekki mikil sanngirni í því hjá yður, að loka prent- smiðju vorri og setja bóksölumenn vora i fangelsi sem selja bækur eftir sama höfund sem ritaS hefir þessa bók, er þér hafiS sjálfir þýtt og gefiS út.” Þetta var nokkuð, sem þeir ekki gátu svaraS. og það'kom að notum. Þannig greiddi Guð fram úr þessu fyrir oss. Hann veitir oss sigur yfir erfiðleikum þeim, sem mæta oss og þeir hjálpa til aS útbreiSa sann- leikann. Ofsóknir veita boðskapnum framgang. í gærkveldi mintist 'bróSir vor Robb- ins á djúpa, dimma kjallarann, þar sem vér mættum ásamt nokkrum systkinum í marz síðastliðnum. Vér þorðum ekki að syngja, gluggatjöldin voru dregin vel fyrir gluggana. Þar var lítið um ljós og loftiS var vont, en samkoman var bless- unarrik. Þessi kjallari var eini staSur- inn í öllu landinu, er mótmælendur áttu aSgang aS sem samkomustað. AÖrar kirkjudeildir höfðu reynt að hefja þar starfsemi, en ekki getað. Prédikari nokk- ur frá Ameríku gafst nýlega upp þar og yfirgaf landiS. ASventistarnir gefast ekki upp, og góður starfsmaður þeirra yfirgefur aldrei starfssvæSi sitt. Vér höfSum hafst lengi við í þessum kjallara og höfðum um þessar mundir 50 með- limi í söfnuSi þar. Eyrir tveim mánuSum lokuðu þeir einnig bessum kjallara, tóku húsgögnin og bönnuðu oss aS hafa þar guðsþjón- ustu um hönd. BræSur vorir þar létu nú næstum hugfallast. Þeir höfðu um svq langan txma fengið aS vera í friði í þess- um litla og dimma kjallara, sem var svo afsektur og erfitt aS finna. En þá kom

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.