Stjarnan - 01.03.1926, Qupperneq 10
S T J A R N /
+2
('FramhJ
MeÖ þessum hætti hvarflaÖi hugur trú
Lawrence fram, og aftur um viðburöi
liðins tíma. Stundum var hún komin
aftur heim i kæra húsið sitt, stundum
var hún meÖ Harry á Frakklandi og
stundum hjá frú Brooks. Alt þetta virt-
ist líkt löngum draumi, sæla hlandin
sorg. Klukkan 9 varö hún þess vör,
a8 hún hnaut niÖur að nálinni sinni, og
af því aö frú Brooks kóm ekki aftur, þá
réÖ hún af að ganga til rekkju.
Morguninn eftir bætust enn fleiri ný-
lundur viÖ leyndardóminn, sem frá
Lawrence átti fram úr aÖ ráða. Hún
var snemma á fótum og varð hissa á
því, að hún hitti þar frú Brooks; var
hún ekki klædd venjuleum hversdags-
ibúningi,\ heldur var hún búin hinum
bezta “sunnudagsbúningi”.
“Nú veit eg, að eitthyað meira hlýt-
ur að vera fólgið í þessú en hún hefir
sagt mér,” sagði frú Lawrence með
sjálfri sér, “eg vildi eg vissi, hvað það
er.”
Hún skildi Ödu eftir hjá Zarítu og
kastaði kveðju á frú Broo'ks og gekk
niður á torgið. En alla leiðina niður-
eftir vakti sú spurning í huga hennar,
hví frú Brooks væri svona búin á laug-
ardagsmorgni.
“Ada komdu 0g hjálpaðu mér til að
flysja þessar kartöflur.”
“Mig langar ekki til þess', mamma,”
svaraði hún tafarlítið.
Frú Lawrence starði. Hún er að koma
frá 'búðarferð sinni, og var að flýta sér
að reiða fram morgunverðinn. Ada
hjálpaði henni eins og hún gat; enda
var færsla hennar í fyrsta bragði líka
það, sem mamma hennar ætti ekki von á.
“Hvað kemur til, að hjálpfúsa telpan
mín færðist undan i fyrstu?” spurði hún
forviða.
“Nú, mamma, Zaríta sagði mér, að eg
skyldi ekki gera það.”
“Zaríta! Hvað hefir hún verið að
segja þér í morgun?”
“Ó, hún sagði mér margt! Hún sýndi
mér inndæla myndabó'k, sem var full af
hundum, köttum og öpurn, og 'hún á svo
stóra brúðu, mamma.”
“En hvað á það skylt við það, að þú
vilt ekki hjálpa mér til að flysja kart-
öflurnar?” tók frúin fram í.
“Nú, mamma, eg fór með það, sem
eg saumaði síðast og sýndi henni. Hún
S'agði það væri inndælt; en svo þegar eg
ætlaði að fara að sauma meira, þá sagði
hún, að það væri rangt af mér að gera
það ?”
“Gerði hún það? Hvers vegna?”
“Ó. hún sagði, að hún saumaði aldrei
á laugardögum.”
“Jæja,” sagði frúin og hugsaði með
sér og bar öll hin nýjustu atvik saman,
“stúlkan er lík móður sinni, hún vill ekk-
ert vinna á laugardögum. Hvað skyldi
])að eiga að þýða?” Síðan sagði hún:
“En komdu, barn mitt, sagði Zaríta þér
ekki, hvers vegn hún vildi ekki sauma
á laugardögum ?”