Stjarnan - 01.03.1926, Qupperneq 12
STJARNAN
14
staðist í návist hans, og er hann er kom-
inn, verður ekkert viðlit nokkurn aö
breyta lifnaöi sínum. iMig langar til að
vita, hvort 'þér væruð viS'búin, ef Jesús
kæmi í kvöld.”
“Ó, nei, nei!” sagði frú L,awrence, “eg
finn, að eg er ekki viðbúin enn, en eg
vona eg verði, áöur en hann kemur.”
“Eg vona þaö, góða”, svaraöi frú
Brooks alvarlega; “en þar sem sá ægi-
legi möguleiki er til að undirbúningnum
sé frestað of lengi, haldiS þér þá ekki,
að gott væri aS verja dálitlum tima til
þess eins á hverri viku. Margir verja
mörgum árum til aÖ 'búa sig undir erfiö
próf. Til'koma Krists verður hinn mesti
viöburðug í lífi voru og sannpróf um
þaö, hvernig við höfurn lifaö. Er það
þá ekki knýjandi nauðsyn, að vér helg-
um ákveðinn. part af tima vorum til und-
irbúnings undir svo hátíðlegan viöburð.”
“Þér hafið rétt fyrir yður, frú Brooks.
og nú þykist eg geta séð hvaö þér eruð
aö reyna að segja mér. Þér verjið hverj-
um laugardegi sérstaklega að búa yður
undir komu Jesú, auk hins' venjulega
sunnudagshalds. En hvaö þér hljótið að
vera góð!”
“Nei, eg er ekki góð og ekki held eg
mér frá verki báða dagana, en hitt er
rétt hjá þér, að eg ver laugardeginum til
undirbúnings undir komu Jesú, og þess
vegna fer eg ekki í búðir, né hreinsa eða
matreiði að nauðsynjalausu á laugar-
degi; en á morgun muntu hitta mig í
meiri önnum en vanalega. Það er þvotta-
dagur minn. ’
“Nei, segið það ekki, frú Brooks,”
sagði frú Lawrence alveg forviða.”
“Ójú,” sagði frú Brooks og brosti
blíðlega, “sunnudagurinn hefir verið
þvottadagur minn mörg ár.”
“Það skil eg ekki,” svaraði vina henn-
ar; “hvernig getið þér búist við að mæta
Jesú í friöi, þar sem þér vanhelgið upp-
risudaginn hans, dag Drottins, með því
að hafa hann að þvottadegi? Mér finst
þetta skel filegt. Eg veit, að eg geri
margt á sunnudegi, sem eg ætti ekki aö
gera, og finst jafnvel, að eg hafi ekki tíma
til að hugsa mikiö um tilkomu Drottins;
en aö þw á sunnudeqi. Það er hræði-
legt!”
Frú Brooks hlustaði á þessa ofanigjöf
og ibrá ekkert. Síðan svaraði hún:
'“Þér vitið þaö sjálfsagt, að eg hefi
biblíuna mína alt af að einka leiðtoga
um alt, sem eg geri. Ef biblían segði
mér, að rangt væri að þvo á sunnudegi,
þá mættuð þér vera vissar um, að eg
mundi ekki gera þa'ð.”
“En eg er viss um, að biblían segir að
þaö sé rangt,” svaraði frú Lawrence í
trúnaði.
“Segið mér þá einhvern ritningarstað
um það, og þá skal eg aldrei gera það
aftur.”
“O, eg er ekki eins kunnug biblíunni
minni eins og þér.”
“Einn ritningarstaður nægir.”
“Eg er hrædd um, að eg geti ekki
fundið neinn núna, en eg veit þeir eru
margir.”
“Já, þér getið þá leitað þá uppi þessa
vikuna, ef þér viljið, en á eg að segja
yður fyrirfram, hvað þér finnið?”
“Já.”
“Einmitt þetta — það er ekki nokkur
staður fyrir því í bi’blíunni að sunnudag-
urinn eigi að vera hvíMardagur. Þér
megið leita frá upphafi fyrstu Mósebók-
ar til löka Oþinberunarbókarinnar og
þér munuð engan stað finna.”
“Hvað er að segja f rá Harry?”
“Nú ætla eg að segja yður annað til
um það, hvers vegna eg vinn á sunnu-
dögum”, mælti frú Brooks, er frú Law-
rence leit undrandi á hana. “Bæði er
nú það, að biblian segir hvergi, að sunnu-
dagurinn eigi að vera hvildardagur,
heMur segir hún blátt áfram, að það megi
vinna. Eg býst við, að þér munið f jórða
boðorðið: “Sex daga skaltu verk þitt