Fréttablaðið - 21.11.2018, Blaðsíða 13
Hluthafafundur í
Vátryggingafélagi Íslands hf.
verður haldinn 14. desember 2018.
Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf. boðar til hluthafafundar í félaginu og verður hann
haldinn á skrifstofu félagsins að Ármúla 3, Reykjavík, þann 14. desember 2018 og hefst
hann stundvíslega kl. 16:00.
Drög að dagskrá frá stjórn eru svohljóðandi:
Hluthafa er heimilt að sækja fund ásamt ráðgjafa, sem hvorki hefur málfrelsi, tillögurétt né
atkvæðisrétt. Hluthafa er þó heimilt að gefa ráðgjafa sínum orðið fyrir sína hönd. Einnig getur
hluthafi falið umboðsmanni sínum að sækja fyrir sig fund og skal hann þá leggja fram skriflegt og
dagsett umboð. Tekið skal fram að umboð getur aldrei gilt lengur en í eitt ár frá dagsetningu þess.
Hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin fyrir á hluthafafundi, ef hann gerir um það skriflega eða
rafræna kröfu til stjórnar félagsins (stjorn@vis.is), með það miklum fyrirvara að unnt sé að taka
málið á dagskrá fundarins, en eigi síðar en föstudaginn 7. desember 2018 kl. 16:00. Hluthafar geta
lagt fram spurningar fyrir hluthafafund á stjorn@vis.is eða á hluthafafundinum sjálfum.
Stjórnarkjör til stjórnar fer fram skv. hlutfallskosningu eftir samþykktum félagsins. Vakin er athygli
á ákvæðum 16. gr. samþykkta félagsins um stjórnarkjör þar sem fjallað er um kynjakvóta. Þá er
jafnframt vakin athygli á því að skv. 15. gr. a. í samþykktum félagsins starfar tilnefningarnefnd sem
skal tilnefna frambjóðendur til setu í aðal- og varastjórn félagins. Tilnefningarnefnd gegnir ráðgefandi
hlutverki við val á stjórnarmönnum. Hlutverk nefndarinnar skal m.a. felast í því að óska eftir
framboðum til stjórnarsetu í VÍS. Nefndin hefur þegar tekið til starfa og óskar eftir framboðum til
stjórnarsetu í aðal- og varastjórn VÍS. Þeir sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarkjörs skulu
tilkynna tilnefningarnefnd um framboð sitt skemmst fjórtán dögum fyrir hluthafafund, eða fyrir 30.
nóvember 2018, á þar til gerðu eyðublaði sem nálgast má á heimasíðu félagsins. Framboð skulu
berast á netfangið tilnefningarnefnd@vis.is.
Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Hluthafar geta þó óskað eftir
því að fá atkvæðaseðla senda til sín og skal skrifleg beiðni þar um hafa borist á heimili félagsins
fimm dögum fyrir auglýstan hluthafafund. Einnig geta hluthafar vitjað atkvæðaseðla sinna á heimili
félagsins frá sama tíma eða greitt þar atkvæði.
Hluthafar munu geta fylgst með fundinum með rafrænum hætti en hluthafar þurfa að sækja um
aðgang hjá félaginu eigi síðar en 7. desember 2018 til þess að nýta sér þessa lausn með því að senda
póst á fjarfestatengsl@vis.is. Óski hluthafar eftir enskri túlkun á fundinum skal senda skriflega
beiðni þess efnis á netfangið fjarfestatengsl@vis.is fyrir lok dags. 7. desember 2018. Tekið skal fram
að rafrænt áhorf jafngildir ekki mætingu á fundinn og veitir því ekki rétt til þátttöku í fundinum að
öðru leyti, þ.m.t. atkvæðagreiðslum. Þeir hluthafar sem hyggjast neyta atkvæðaréttar síns á
fundinum eru því hvattir til að mæta á fundinn eða láta umboðsmann sinn sækja fundinn fyrir sína
hönd. Hluthafafundur er lögmætur án tillits til fundarsóknar ef hann er löglega boðaður.
Endanleg dagskrá verður birt á vefsíðu félagsins og mun liggja frammi á skrifstofu þess að Ármúla
3, 108 Reykjavík, viku fyrir hluthafafundinn. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða lagðar
fram hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir hluthafafund.
Upplýsingarnar verða auk þess aðgengilegar á vefsíðu félagsins, www.vis.is/fjarfestar.
Reykjavík, 19. nóvember 2018.
Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf.
1. Kosning stjórnar
2. Önnur mál
Við skrifum á fámennis tungu-máli og treystum á þýðendur. Þess vegna tileinka ég þeim
þessi verðlaun,“ sagði Auður Ava
Ólafsdóttir rithöfundur þegar hún
tók við bókmenntaverðlaunum
Norðurlandaráðs nýlega.
Með því að tileinka þýðendum
verðlaunin undirstrikar Auður Ava
mikilvægi þeirra fyrir höfunda sem
skrifa á litlum málsvæðum eins og
Íslandi. Með þýðingum bókanna
margfaldast lesendahópurinn og
hugmyndir og erindi höfundanna
ná athygli langt út fyrir landstein-
ana; röddin berst um heiminn.
Áhugi á íslenskum bókmenntum
erlendis er mikill og fer vaxandi.
Árið í fyrra var metár í þýðingum
íslenskra bóka á erlend mál þegar
100 verk voru þýdd á 30 tungumál.
Aukna útbreiðslu íslenskra bók-
mennta um heiminn má að hluta
rekja til áhuga á landi og þjóð, en
ekki síður til markviss kynningar-
starfs erlendis á undanförnum
árum, meðal annars með þátttöku í
helstu bókasýningum sem haldnar
eru árlega víða um heim. Eitt af
hlutverkum Miðstöðvar íslenskra
bókmennta er að koma íslenskum
bókmenntum á framfæri erlendis.
Íslenskir bókaútgefendur eru líka
mikilvirkir í því starfi. Þá eru höf-
undarnir sjálfir ötulir við að fylgja
eftir þýðingum bóka sinna erlendis,
koma fram á ýmsum bókmennta-
viðburðum og hitta lesendur. En
lykilhlutverki í þessari þróun gegna
þýðendur úr íslensku á erlend mál
og þess vegna er mikilvægt að
treysta böndin við þá og hvetja til
enn frekari dáða.
Til að sýna í verki hve mikils
metin vinna þeirra er, jafnframt
því að greiða götu nýrra þýðenda,
hélt Miðstöð íslenskra bókmennta
alþjóðlegt þýðendaþing hér á
landi á síðasta ári, fyrir þýðendur
íslenskra bóka víðs vegar um heim-
inn. Þingið tókst afar vel og þegar
er hafinn undirbúningur að næsta
þýðendaþingi sem haldið verður
vorið 2019. Einnig er Orðstír veittur
annað hvert ár, en það er heiðurs-
viðurkenning þýðenda íslenskra
bókmennta á erlend tungumál.
Góðir þýðendur eru dýrmætir
sendiherrar íslenskra bókmennta á
erlendri grundu og vinna metnaðar-
fullt starf í þágu íslenskrar menn-
ingar – „með því að skrifa bækurnar
okkar aftur á sínum tungumálum“
– eins og Auður Ava orðaði það svo
fallega á verðlaunahátíð Norður-
landaráðs.
Leiðin til nýrra lesenda
Vaxandi átök standa nú um byggingarleyfi fyrir hót-eli sem verður svo stórt að
það nær inn á gamlan kirkjugarð
í Reykjavík. Þar kemur margt til,
en í stuttu máli áforma eigendur
tiltekinnar lóðar að hámarka fjár-
festingu og á móti taka þeir sem
réttilega telja friðhelgi hinna látnu
eiga að vega þyngra á metunum.
Helgi
Dáið fólk og grafið er efnislegur og
pólitískur raunveruleiki og þess
vegna gilda um það ýmis lög, meðal
annars um grafarhelgi.
Helgi táknar að sérstakar reglur
gilda um tiltekinn stað, tímabil,
dag eða hlut og það þýðir alltaf að
skylt sé að láta hið helgaða í friði
í bókstaflegri merkingu. Önnur
dæmi eru t.d. þinghelgi, landhelgi
og friðhelgi einkalífsins.
Í lögum um kirkjugarða, greftrun
og líkbrennslu segir í 6. gr.: „Kirkju-
garðar og grafreitir eru friðhelgir,
sbr. og almenn hegningarlög.“ Á
þessu eru engin tímatakmörk og
er friðhelgin því ævarandi.
Umgengni við hina látnu
Í 124. gr. almennra hegningarlaga
er kveðið á um refsingu fyrir að
raska grafarhelgi og ósæmilega
meðferð á líki og fullyrða má að
almennt samkomulag sé um að
vanda alla meðferð og umgengni
við hina látnu. Reglan er að þar sé
engu raskað nema mjög sérstakar
kringumstæður kalli á.
Krufning fer fram eftir fyrir-
mælum í sérstökum lögum, en
um meðferð stakra líkamshluta
er getið annars vegar í lögum um
brottnám líffæra og hins vegar
lögum um menningarminjar.
Fleiri lagagreinar kunna að
vera til um meðferð dauðra, en
öll meðferð á líkama eða líkams-
hluta látinna er ósæmileg ef hún
er ekki í samræmi við sértæka
löggjöf.
Ofan- eða neðanjarðar
Um það sem varðar kirkjugarða
gera lög greinarmun á því sem er
ofan- og neðanjarðar og setja skýr-
ari takmörk um hið síðarnefnda,
enda má segja að þar sé hið eigin-
lega viðfang friðhelginnar.
Um það sem er neðanjarðar í
niðurlögðum kirkjugarði segir í
33. gr. laga um kirkjugarða: „Ekki
má þar jarðrask gera né reisa nein
mannvirki.“ Frá þessu getur dóms-
málaráðuneytið veitt undanþágu,
en þarf þó fyrst samþykki kirkju-
garðaráðs.
Dómsmálaráðherra fer með yfir-
vald yfir kirkjugörðum. Skv. 32. gr.
laga um kirkjugarða færist valdið
ekki á aðrar hendur þótt kirkju-
garður sé lagður af. Dómsmála-
ráðuneytið getur leyft að sléttað
sé yfir niðurlagðan kirkjugarð og
að sveitarfélag fái aflagðan garð til
afnota sem almenningsgarð. Þetta
á aðeins við yfirborðið.
Ágreiningur um forræði
Kirkjugarðar falla einnig undir
lög um menningarminjar sem eru
á forræði mennta- og menningar-
málaráðherra. Komið hefur upp
ágreiningur um það hvort minja-
stofnun hafi sjálfstæða heimild til
þess að gefa út leyfi til að „grafa upp
kirkjugarð, þótt um fornleifaupp-
gröft sé að ræða“ eða hvort fyrst
þurfi að liggja fyrir samþykkt
kirkju garðaráðs og dómsmála-
ráðuneytis (Fundargerð kirkju-
garðaráðs 147. fundur 5.2.2018).
Menntamálaráðherra
ofanjarðar
Lögin sýna þó að menningarminjar
liggja ofanjarðar en grafarhelgin á
við það sem er undir grænni torfu
og þar skilur á milli valdsviðs ráð-
herranna.
Í 3. gr. laga um menningarminjar
er fornminjum skipt í tvennt, forn-
gripi og fornleifar: Kirkjugarður
telst til fornleifa samkvæmt skil-
greiningu 3. mgr., en það á aðeins
við um yfirborðið, legsteina og
minningarmörk, sögulegt og list-
rænt gildi, sbr. 41. gr. 1. mgr. Þetta
hefur þetta því enga þýðingu í deil-
unni um Víkurgarð.
Leifar af líkömum manna sem
„finnast í fornleifum“ eru hins
vegar forngripir skv. 3. gr. 2. mgr.
Þetta gefur þó ekki tilefni til að
ætla að heimild minjastofnunar
nái að jafnaði til þess sem er neð-
anjarðar í þekktum kirkjugarði,
hversu gamall sem hann kann
að vera. Minjastofnun getur ekki
undir neinum kringumstæðum
haft vald til að ákveða af eða á um
grafarró.
Ábyrgð dómsmálaráðherra
Skapist svo sérstakir hagsmunir
að ástæða þyki til að raska grafar-
helgi lítur út fyrir að það verði
ekki gert refsilaust nema með
leyfi dómsmálaráðherra, sbr. það
sem sagt er að framan um 33. gr.
kirkjugarðslaga um undanþágu
frá banni við raski í aflögðum
garði.
Spurningarnar um leyfisveit-
ingu fyrir hótelbyggingu í kirkju-
garði snúast því um það hvort fyr-
irtækjahagsmunir séu yfirsterkari
grundvallarreglu um grafarhelgi.
Þar má segja að allir landsmenn
eigi hagsmuni, því ef raunin verð-
ur að dómsmálaráðherra telji ekki
ástæðu til að skipta sér af afdrif-
um þessa ævagamla garðs í hjarta
höfuðborgarinnar, má ætla að þar
með hafi verið tekin ný stefna um
framtíð hinna dauðu á Íslandi.
Framtíð hinna dauðu
Lára
Magnúsardóttir
sagnfræðingur
Hrefna
Haraldsdóttir
framkvæmda-
stjóri
Miðstöðvar
íslenskra
bókmennta
Lykilhlutverki í alþjóðlegri
sókn bókmenntanna gegna
þýðendur úr íslensku á
erlend tungumál.
S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13M i ð V i k u D A G u R 2 1 . n ó V e M B e R 2 0 1 8
2
1
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
7
2
-F
F
C
C
2
1
7
2
-F
E
9
0
2
1
7
2
-F
D
5
4
2
1
7
2
-F
C
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
2
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K