Fréttablaðið - 21.11.2018, Blaðsíða 22
„Það er mikilvægt að launahækkanir verði hóflegar og í takt við getu fyrirtækja til að standa undir þeim,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. FréTTablaðið/Ernir EyJÓlFsson
Stórtækar breytingar á næstu tíu árum
Á næstu tíu árum mun bílaheimurinn taka meiri breytingum en á síðustu hundrað árum,“ segir Jón Trausti Ólafsson,
framkvæmdastjóri Öskju og formað-
ur Bílgreinasambandsins frá árinu
2013. „Fram undan eru stærri skref
varðandi sjálfkeyrandi bíla, eflaust
mun deilihagkerfi með bíla ryðja
sér til rúms, bílar verða knúnir vist-
vænni orkugjöfum eins og rafmagni
og vetni og hægt verður að tala við
þá í gegnum forrit í símum. Þetta eru
frábærir tímar til að vera uppi á og
stórkostlegt að starfa hjá fyrirtæki
í hringiðu þessara breytinga,“ segir
hann.
Nú er sannarlega tími breytinga.
Bílaumboð standa frammi fyrir
tveimur áskorunum. Annars vegar
er reiknað með að það muni draga
úr bílaeign og fólk muni í meiri mæli
taka bíla á leigu til skemmri tíma
þegar á þarf að halda. Hins vegar að
þjónustutekjur muni minnka vegna
rafbílavæðingar en rafbílar þurfa
ekki jafn mikið viðhald enda sam-
settir úr færri hlutum og slitna því
minna.
Deilihagkerfið breytir myndinni
„Bílaumboð og bílasölur verða að
sigla með straumnum. Mögulega
munum við þurfa að færa okkur í að
leigja bíla til skemmri tíma og vera
virkir þátttakendur í deilihagkerfinu.
Bílasölur í Evrópu og framleiðendur
eru að skoða þann valkost gaum-
gæfilega. Bílaframleiðendur eins og
til dæmis Daimler, sem á Mercedes
Benz, á til að mynda að fullu deili-
bílafyrirtækið car2go sem býður upp
á að leigja bíl í klukkustund í senn.
Bílaframleiðendur eru því langt á
veg komnir í þessari þróun. Við hjá
Öskju erum að vinna að þessari
framtíðarsýn og horfum þá auðvitað
til okkar birgja, sem eru Daimler og
Kia. Öll virðiskeðjan þarf að aðlagast
breyttum tímum, hvort umhverfið á
Íslandi er móttækilegt fyrir þessum
breytingum er okkar að finna út úr.
Rafbílar kalla á aðra þjónustu en
bensín- og dísilbílar. Bílaumboð
þurfa því að veita heildarþjónustu
eins og til dæmis hvað varðar dekk,
þrif, rúðuviðgerðir og fleira. Þessi
þróun er þegar hafin og mun eflaust
færast í aukana þegar fram líða
stundir.
Það er nefnilega að rísa upp ný
kynslóð sem hefur allt aðra sýn á
bílaeign en þeir sem hafa verið í við-
skiptum við okkur í mörg ár. Svo
kann það að vera að framleiðslu-
kostnaður bíla muni lækka umtals-
vert og þá skapast aðstæður fyrir því
að þessi hópur festi kaup á bílum í
meiri mæli og aki um landið.“
Tekjurnar áttfölduðust
Askja hefur vaxið hratt á undanförn-
um árum. Tekjurnar áttfölduðust frá
árinu 2010 til 2017 sem var stærsta
árið í bílasölu á Íslandi, úr tveimur
milljörðum í 16 milljarða. Á sama
tíma jókst fjöldi starfsmanna úr 50
í rúmlega 130, þar af eru um 50 bif-
vélavirkjar. „Markaðshlutdeild Kia
var 11,5 prósent í fyrra og Mercedes
Benz var með rúmlega tvö prósent ef
litið er fram hjá atvinnubílum sem
Ísland „í dauðafæri“ til að vera
með grænasta bílaflotann
Bílgreinasambandið hefur um
nokkra hríð barist fyrir því að
vörugjöld bíla muni ekki hækka
samhliða breyttum mengunar-
mælingum frá bílum. Sú vinna
hefur nú borið ávöxt og tollar á
bíla munu ekki hækka ef frumvarp
efnahags- og viðskiptanefndar nær
fram að ganga. Reiknað var með að
breytingarnar gætu þýtt fimm til
tíu prósenta hækkun á verði bíla.
„Vegna þess hve mikið bílar vigta
í vísitölu neysluverðs hefðu verð-
tryggð lán landsmanna hækkað
um 6,2 milljarða í kjölfarið,“ segir
Jón Trausti.
„Evrópusambandið setti
nýjar reglur sem mæla á betri hátt
mengun, eyðslu og drægi bíla.
Við fögnum breytingunni því hún
gefur neytendum réttari mynd af
því hvað hver bíll eyðir. Sölumenn
sögðu áður að mælingar sýndu að
tiltekinn bíll eyddi fjórum lítrum á
hundraðið en líklegast eyddi hann
fimm til sjö lítrum. Nú segja sölu-
menn að mælingar sýni að hann
eyði sex lítrum á hundraðið og að
það sé hin raunverulega eyðsla,
enda nýja WLTP-mælingin miklu
fullkomnari en fyrri mælingin sem
var áður notuð.
Það er einkum á Íslandi og í
Danmörku þar sem bílar eru toll-
lagðir eftir því hve mikið koltvíoxíð
vélarnar leysa. Því minna sem
vélarnar menga því lægri er tollur-
inn. Af þeim sökum hefði breyting
Evrópusambandsins sjálfkrafa
hækkað verð bíla hérlendis. Bílar
sem menga minna munu áfram
bera lægri tolla,“ segir Jón Trausti.
Eru bílar hátt tolllagðir á Íslandi
miðað við önnur lönd?
„Bílar sem menga mikið eru sér-
staklega hátt tolllagðir. En bensín-
og dísilbílar sem menga lítið bera
lægri vörugjöld. Það er mikill
stuðningur við umhverfisvænni
bíla hér á landi. Rafbílar sem kosta
minna en sex milljónir bera hvorki
virðisaukaskatt né vörugjöld. Það
hefur sýnt sig að meðalmengun
nýskráðra bíla hefur lækkað um
meira en 50 prósent á áratug.
Ísland er eitt þeirra landa þar sem
útblástur koltvíoxíðs hefur lækkað
hvað mest. Þessi leið hefur því haft
jákvæð áhrif á Íslandi,“ segir Jón
Trausti.
Hvernig horfir við þér markmið
stjórnvalda um að banna skráningu
bensín- og dísilbíla eftir árið 2030?
„Það er að mínu mati ekki þörf
á banninu. Markaðurinn hefði
sjálfkrafa hagað sér með þessum
hætti. Reiknað er með að frá árinu
2025 verði framleiðslukostnaður
rafmagnsbíla líklega sá sami og
bensín- eða dísilbíla. Það þýðir að
verð bílanna yrði enn betra. Ísland
er frábært land fyrir rafbíla og
tengiltvinnbíla. Ég er á því að við
séum í dauðafæri til að vera með
grænasta bílaflotann innan nokk-
urra ára.“
af sölu Mercedes Benz fari til bíla-
leiga.
sóttu lykilmenn til Þýskalands
„Velgengni Kia á undanförnum árum
má meðal annars rekja til þess að for-
svarsmenn fyrirtækisins hafa verið
óhræddir við að sækja þekkingu út
fyrir landsteina Suður-Kóreu. Þeir
réðu til að mynda Þjóðverjann Peter
Schreyer árið 2006 sem yfirhönnuð.
Hann hafði áður starfað hjá Audi og
hannaði til dæmis Audi TT. Eftir það
urðu bílarnir þeirra ákaflega flottir.
Að sama skapi réðu þeir þýska verk-
fræðinginn Albert Biermann og við
það urðu bílarnir jafnframt tækni-
lega góðir. Þetta teymi, auk þekking-
ar Suður-Kóreubúa á framleiðslu og
sjö ára ábyrgðar hefur verið lykillinn
að góðum árangri á undanförnum
árum,“ segir hann.
„Árið í fyrra var gott hjá Öskju, og
hagnaðist félagið um 370 milljónir
króna. Undanfarin ár hafa gengið
vel í rekstri fyrirtækisins. Við höfum
nýtt góðu árin til að styrkja inn-
viðina, meðal annars með því að
tvöfalda húsrýmið með því byggja
tvö vegleg hús. Samanlagt eru nýju
byggingarnar fimm þúsund fer-
metrar. Annars vegar er um að ræða
nýtt 3.800 fm húsnæði fyrir Kia, við
hliðina á starfsemi Öskju á Krókhálsi
sem verður opnað í desember. Hins
vegar verkstæði fyrir Mercedes Bens,
atvinnubíla, en þeirri framkvæmd
verður lokið á fyrsta ársfjórðungi
næsta árs.
Fjöldi fólksbílalyfta á verkstæði
Öskju mun því aukast úr 16 í 35, lyft-
ur fyrir sendibíla úr þremur í átta og
aðstaða fyrir trukka og rútur verður
fyrir 12. Við erum því meira en að
tvöfalda afkastagetu verkstæðanna
okkar,“ segir hann.
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
Mögulega munum
við þurfa að færa
okkur í að leigja bíla til
skemmri tíma og vera
virkir þátttakendur í
deilihagkerfinu.
Framkvæmdastjóri
Öskju segir að bílaum-
boð verði að sigla með
straumnum. Tekjur
Öskju áttfölduðust frá
árinu 2010 til 2017.
Askja er að fjárfesta
fyrir á annan milljarð í
uppbyggingu fasteigna.
Telur að bílasala muni
dragast saman um 15
prósent í ár. Stöðugleiki
í vændum.
við seljum líka,“ segir Jón Trausti og
nefnir að sex ár í röð hafi Mercedes
Benz verði mest seldi bíllinn af þýsku
lúxusbílamerkjunum. Hin eru Audi,
BMW og Porsche.
Að hans sögn má rekja vöxtinn,
sem er umfram vöxt markaðarins, til
vaxandi vinsælda Kia-bíla. „Það má
segja að Kia sé nýtt merki á Íslandi
jafnvel þótt það hafi verið til sölu í
áratugi. Kia var lengi með tveggja til
þriggja prósenta markaðshlutdeild
en undanfarin þrjú ár hafa bílar frá
Kia verið næstmest selda tegundin
á eftir Toyota,“ segir Jón Trausti og
vekur athygli á að markaðshlutdeild
Kia sé mun meiri hérlendis en annars
staðar í Evrópu þar sem hún sé um
þrjú prósent.
Um helmingur sölu Kia hafi verið
til bílaleiga sem sé í takt við umsvif
bílaleiganna en um 10 til 15 prósent
2 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 m I Ð v I K U D A G U r8 Markaðurinn
2
1
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
7
3
-1
3
8
C
2
1
7
3
-1
2
5
0
2
1
7
3
-1
1
1
4
2
1
7
3
-0
F
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
2
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K