Fréttablaðið - 21.11.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 21.11.2018, Blaðsíða 28
Óvissa ríkir um framtíð bandalags Renault, Nissan og Mitsubishi eftir að Carlos Ghosn, forsprakki þess og leiðtogi, var handtekinn á mánu­ daginn. Carlos Ghosn er stjórnarformað­ ur Nissan, stjórnarformaður og for­ stjóri Renault og stjórnarformaður Mitsubishi. Hann er auk þess for­ stjóri og stjórnarformaður banda­ lagsins sem fyrirtækin þrjú mynda. Tilkynnt var um handtöku Ghosn á mánudaginn en hann er grunaður um fjármálamisferli. Nissan gaf út að innri endurskoðun hefði komist að því að Ghosn hefði gefið ranga mynd af tekjum sínum í því skyni að friða hluthafa, að því er Wall Street Journal greinir frá. Samkvæmt japönskum fjöl­ miðlum þénaði hann 88,7 milljónir Bandaríkjadala yfir fimm ára tíma­ bil en gaf aðeins helminginn upp í fjárhagsskýrslum fyrirtækisins. Það mun vera brot á japönskum verð­ bréfalögum. Þá hafi Ghosn notað eignir fyrirtækisins með óeðlilegum hætti utan vinnutíma. Launakjör Ghosn hafa vakið athygli allt frá því að hann varð launahæsti stjórnandi Japans árið 2010 en laun stjórnenda þar í landi eru hlutfallslega lág í alþjóðlegum samanburði. Nissan og Mitsubishi hétu því á mánudag að reka Ghosn úr stjórninni. Renault sagðist myndu boða til stjórnarfundar og er búist við að hann verði haldinn í þessari viku. Hlutabréf í Nissan og Mitsub­ ishi lækkuðu um nær sex prósent í fyrstu viðskiptum í gær en japanski hlutabréfamarkaðurinn var lok­ aður þegar greint var frá handtöku Ghosn á mánudaginn. Nissan fordæmis Ghosn Bandalag Renault, Nissan og Mits­ ubishi byggir á krosseignatengslum og samstarfsverkefnum sem miða að kostnaðarhagræði og sam­ legðaráhrifum. Til að mynda stefna fyrirtækin að því að sameina bíla­ framleiðsluna árið 2022. Saman eru fyrirtækin annar stærsti bílafram­ leiðandi heims á eftir Volkswagen. Ghosn átti stærstan þátt í því að koma á samstarfinu fyrir um 20 árum en nýlega hefur það einkennst af metingi á milli fyrirtækjanna og deilum um notkun á tækninýjung­ um. Hafa hluthafar Nissan lýst yfir áhyggjum af því að fyrirtækið verði tekið yfir af Renault en Hiroto Saik­ awa, forstjóri Nissan, er þó alfarið mótfallinn samruna bílaframleið­ endanna. Saikawa kom í stað Ghosn sem forstjóri Nissan fyrir um ári. Á blaðamannafundi varði hann miklum tíma í að fordæma Ghosn sem hefur notið mikillar hylli fyrir að hafa bjargað Nissan frá gjald­ þroti rétt fyrir aldamótin. Saikawa sagði að völd Ghosn sem stjórnar­ formanns bæði Nissan og Renault hefðu átt þátt í því að gera honum kleift að brjóta af sér. „Þetta er neikvæða hliðin á langri stjórnartíð Ghosn,“ sagði Saik­ awa á blaðamannafundi, að því er Financial Times greinir frá. „Það er staðreynd sem við þurfum að horf­ ast í augu við. Í framtíðinni munum við sjá til þess að við reiðum okkur ekki á einn einstakling. Við þurfum að finna sjálfbærara skipulag.“ Treysta ekki hver öðrum Óvænt starfslok Ghosn eru sögð skapa tómarúm í bandalaginu og eru efasemdir um hvort einhver innan fyrirtækjanna þriggja hafi burðina sem þarf til taka við keflinu og halda bandalaginu saman. „Þau treysta ekki hver öðrum,“ sagði einn fyrrverandi stjórnandi hjá Renault í samtali við Financial Times. „Fyrirtækjamenning þeirra er ólík og þau eru mjög stolt af sínum eigin rótgrónu vörumerkj­ um.“ „Brottvikning Ghosn úr stjórn Renault eða Nissan yrði áfall fyrir undirstöður hlutabréfaverðs í Renault, það er, aðgerðir sem taka á núverandi skipulagi bandalagsins,“ sagði bílamarkaðsgreinandinn Arndt Ellinghorts við Financial Times. Bílamarkaðsgreinandinn Julie Boote sagði í samtali við The Wall Street Journal að vafi léki á um fram­ tíð aðgerða bandalagsins sem snúa að kostnaðarhagræði. Stjórnendur Nissan hafi verið ósáttir við stjórn Ghosn og byrjaðir að breyta stefn­ unni. „Í Bandaríkjunum einblíndi Ghosn á að ná markaðshlutdeild á kostnað arðsemi. Nissan hefur tekið U­beygju í þessum efnum,“ sagði hún. Markmiðið með stofnun banda­ lagsins var stærðarhagkvæmni en síðan þá hefur markaðurinn tekið miklum breytingum. Greinandinn Max Warburton sagði við WSJ að kostnaðarhagræðið sem fælist í samstarfi fyrirtækjanna væri „furðu lítið“. Stærðarhagkvæmni væri ekki endilega besta leiðin til að takast á við áskoranirnar sem fyrirtækin standa frammi fyrir í dag, eins og sjálfvirknivæðingu. thorsteinn@frettabladid.is Óvissa um framtíð bílabandalagsins Handtaka Carlos Ghosn, stjórnarformanns Nissan, Renault og Mitsubishi, getur veikt 20 ára bandalag bílaframleiðendanna þriggja. Ghosn er grunaður um misferli í störfum sínum fyrir Nissan. Fyrrverandi stjórnandi segir fyrirtækin ekki treysta hvert öðru. Carlos Ghosn átti stærstan þátt í því að koma á samstarfi bílaframleiðendanna og hefur notið mikillar hylli fyrir vikið. NordiCPhoTos/GeTTy Þetta er neikvæða hliðin á langri stjórnartíð Ghosn. Í fram- tíðinni munum við sjá til þess að við reiðum okkur ekki á einn einstakling. Hiroto Saikawa, forstjóri Nissan Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. Þetta herma heimildir The Wall Street Journal. Talsmaður Deutsche Bank sagði að hlutverk bankans í viðskipt­ unum hefði verið að annast milli­ færslur fyrir Danske Bank. Sam­ starfinu hefði verið slitið árið 2015 þegar viðskiptavinir höguðu sér með grunsamlegum hætti. Niðurstöðurnar eru hvorki end­ anlegar né hafa þær verið gerðar opinberar. Bankinn hefur verið að reyna að leggja mat á með hvaða hætti hann tengdist peningaþvætt­ inu. Málið varðar fjármagn sem Danske Bank, stærsti banki Dan­ merkur, tók þátt í að þvætta frá Rússlandi. Bandarísk löggæsluyfir­ völd eru að rannsaka útibú Danske Bank í Eistlandi þar sem yfir 230 milljarðar runnu um reikninga þeirra sem ekki eru eistneskir. Fjárfestar hafa áhyggjur af afleiðingum hneykslisins á rekstur Danske Bank og hafa bréfin lækkað um helming á þessu ári. Burt séð frá þeim vanda hafa þeir enn fremur áhyggjur af arðsemi bankans í víð­ ara samhengi. – hvj Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske deutsche segir að samstarfinu við danske hafi verið slitið árið 2015 þegar viðskiptavinir höguðu sér með grunsamlegum hætti. NordiCPhoTos/GeTTy Forstjóri lággjaldaflugfélagsins easyJet spáir því að truflanir á áætlunarflugi verði jafn slæm­ ar á næsta ári og þær hafa verið í ár en félagið hefur þurft að aflýsa 6.800 flugferðum. „Við gerum ekki ráð fyrir að ástandið batni,“ sagði Johan Lund­ gren forstjóri í kynningu á uppgjöri félagsins, að því er Financial Times greinir frá. Hann sagði að flug­ félagið hefði liðið fyrir þætti sem það hefði ekki stjórn á eins og verkföll og „óhag­ kvæma nýtingu á loft­ helgi“. „Ég hitti sam­ gönguráðherra Evrópu sem ætlar að setja betrumbætur í forgang en við treystum ekki á það,“ sagði Lundgren. Samkvæmt uppgjöri easyJet fyrir rekstrarárið sem er að baki og nær frá október til september nam hagnaður fyrir skatta 578 millj­ ónum punda, jafnvirði 92 milljarða íslenskra króna og jókst hann um 42 pró­ sent á milli ára. Tekjur flugfélagsins jukust um 17 prósent. Uppgjörið var í takt við spár félagsins en seinnipart­ inn í gær höfðu hlutabréf í félaginu lækkað um 5,9 prósent. Afkomuspáin fyrir fyrri helming næsta árs er óbreytt sem og spá félagsins um að tekjur á hvert farþegasæti lækki um eitt til fimm prósent. – tfh Spáir áframhaldandi truflunum á áætlunarflugi 2 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 m I Ð v I K U D A G U r10 markaðurinn 2 1 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 7 3 -1 8 7 C 2 1 7 3 -1 7 4 0 2 1 7 3 -1 6 0 4 2 1 7 3 -1 4 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.