Fréttablaðið - 20.11.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.11.2018, Blaðsíða 22
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055. Kæri bróðir minn og frændi okkar, Guðmundur Magnússon Fossvogsbletti 13, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans mánudaginn 12. nóvember. Jarðarför verður frá Áskirkju föstudaginn 23. nóvember kl. 11. Hrefna Magnúsdóttir systkinabörn og vinir. Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og langamma, Jónína Hólmfríður Víglundsdóttir Álfaskeiði 84, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 7. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þórir Björnsson Gunnhildur Gígja Þórisdóttir Þröstur Bjarnason Björn Þórisson Fjóla Þórisdóttir Stefan Andersson Jónþór Þórisson Sonja Þórisdóttir ömmubörn og langömmubörn. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Sigrún Óskarsdóttir, guðfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Okkar ástkæra Diljá Kristín Oddsdóttir-Terrill Baltimore, USA, lést 27. október sl. Minningarathöfn verður haldin föstudaginn 23. nóvember kl. 15.00 í Árbæjarkirkju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið – Endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda. Paul Ernst Terrill Einar Raymond Terrill Oddur Gústafsson Hildur Hrönn Oddsdóttir Sigurður Þórir Þorsteinsson Erna Þórey Sigurðardóttir Eiður Þorsteinn Sigurðsson Elskuleg föðursystir og vinkona okkar, Anna Borg sem andaðist þann 11. nóvember á heimili sínu, Hrafnistu Boðaþingi í Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 22. nóvember, klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Gigtarfélagið. Anna Elísabet Borg Rein Norberg Elín Borg Benedikt Hjartarson Óskar Borg Berglind Hilmarsdóttir Páll Borg Ingunn Ingimarsdóttir Við erum eina Evrópuþjóðin sem veiðum sæbjúgu að ein-hverju marki, aflinn á þessu ári fer sennilega í sex þúsund tonn. Það er alveg slatti,“ segir Davíð Freyr Jónsson eftir að hafa hlotið verðlaun Sjávarútvegsráðstefn- unnar 2018 fyrir framsækna og frumlega starfsemi fyrirtækisins Aurora Seafood, við veiðar og vinnslu sæbjúgna. „Við stofnuðum útgerð og byrjuðum að brasa í þessu fyrir alvöru 2016, þó fyrstu tilraunir hafi verið árið 2003. Vorum lengi utan radars og nú fyrst er starfsemin að skjóta rótum. Sóttum um styrk til Evr- ópusambandsins og fengum hann í fyrra, um 200 milljónir króna. Sá peningur fór í að þróa veiðarfærin og þessa vél sem við vorum að fá verðlaun fyrir.“ Davíð Freyr kveðst vera landkrabbi, kominn til sjós. „Ég er uppalinn á Fljóts- dalshéraði en er með skipstjórnarrétt- indi á allt að tólf metra bátum.“ Hann segir slíka báta of litla fyrir þessar veiðar og því hafi stærra skip, Klettur ÍS, verið keypt. Hann segir sæbjúgnamiðin vera bæði fyrir austan og vestan land svo Klettur sé mikið á flakkinu. Vinnsla sæbjúgnanna er ekki undir merkjum Aurora Seafood ennþá, heldur er henni útvistað til manns á Stokkseyri, að sögn Davíðs Freys. En hvernig eru veiðarfærin fyrir sæbjúgun? „Þau eru keðjugluggar sem eru dregnir yfir botninn. Við reynum auðvitað að hafa raskið sem minnst,“ lýsir hann og segir Kínverja um allan heim aðal- viðskiptavinina fyrir sæbjúgun. „Þó eru margir Íslendingar farnir að nota sæbjúgnaarfurðir sjálfir, án þess kannski að vita af því, í töflum við liðverkjum.“ Þrátt fyrir að neysla sæbjúgna sé mest í Asíu gat Aurora Seafood ekki sótt hug- myndir að veiðarfærum þangað heldur tók það ráð að þróa sín eigin. „Það er svo mikið kafað eftir þessu sjávarfangi víða um heim og svo er algengt að sæbjúgu séu alin í kerjum í Asíu,“ útskýrir Davíð Freyr. Hann er að sjálfsögðu afar ánægður með þá viðurkenningu sem í verðlaun- unum felast. „Það var mjög gaman að fá verðlaunin. Þau eru staðfesting á því að við séum að gera eitthvað sem fleirum en okkur finnst áhugavert.“ gun@frettabladid.is Staðfesting á að við séum að gera eitthvað áhugavert Davíð Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Aurora Seafood, tók við framúrstefnuverðlaun- um Sjávarútvegsráðstefnunnar fyrir sæbjúgnaveiðar og vinnslu við Íslandsstrendur. Davíð Freyr, hæstánægður með verðlaunagripinn Svifölduna og blómin. Smáfróðleikur um sæbjúgu Sæbjúgu er að finna á hafsbotni um allan heim. Til eru um 1.250 tegundir og finnast flestar þeirra í Asíuhluta Kyrrahafs. Þær eru veiddar til manneldis og sumar tegundir eru ræktaðar. Sæbjúgun mynda stóra hópa sem hreyfa sig eftir botninum og veiða sér til matar. Líkami sumra tegunda eru úr sterkum gelkenndum vefjum. Heimild/Wikipedia 2 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 Þ r I Ð J U D A G U r14 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð tímamót 2 0 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 0 3 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 6 F -2 6 C 4 2 1 6 F -2 5 8 8 2 1 6 F -2 4 4 C 2 1 6 F -2 3 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 3 2 s _ 1 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.