Fréttablaðið - 30.11.2018, Side 4

Fréttablaðið - 30.11.2018, Side 4
Veður Norðan 10-18 m/s í dag en 15-23 m/s norðvestan til á landinu og með suðausturströndinni. Áfram snjó- koma eða él um norðanvert landið en þurrt syðra. sjá síðu 22 Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 Grillbúðin Opið virka daga kl. 11-18 LED Laser ljóskastari Varpar jólaljósum á húsið SEMKO gæðavottun Skynjari sem slekkur á Laser ef farið er of nálægt - Fjarstýring www.grillbudin.is Hágæða jólaljós frá Svíþjóð 10 ljósa kr. 9.990 20 ljósa kr. 12.990 LED Stórar perur Opið alla helgina Hrímhvítt sAMFÉLAG Eigendur JS Ljósasmiðj- unnar eru ósáttir við Póstinn en nokkur fjöldi bréfa sem send voru vegna lýsingar á leiðum í Kópavogs- kirkjugarði hefur ekki borist við- takendum. Sigurður Vilhjálmsson, annar eigenda, segir að þeir hafi séð um lýsingarnar í garðinum síðast- liðin tólf ár og á hverju hausti séu send bréf til þeirra aðila sem skráðir séu fyrir leiðum í garðinum. „Við sendum um þúsund bréf fyrir um mánuði síðan. Nú hafa milli 80 og 90 manns haft samband og spurt hvort við værum hættir með þessa þjónustu því þeir hafi ekki fengið bréf. Þetta eru kúnnar sem hafa verslað við okkur árum saman og áttu að fá bréf,“ segir Sigurður. Hann segist hafa kvartað til Póstsins og var málið skoðað hjá dreifingarmiðstöð. „Þau létu skoða 30 nöfn og sögðu að allir þeir aðilar væru merktir og þessi póstur borinn út samkvæmt utanáskrift. Það getur ekki verið því annars væri þetta fólk ekki að hafa samband við okkur.“ Í tölvupósti sem Sigurður fékk frá starfsmanni Póstsins kom fram að því miður væri ekki hægt að rann- saka málið frekar þar sem bréfin væru órekjanleg. Sigurður segir að það hafi slegið sig að í tölvupóstin- um væri merki Póstsins og þar fyrir ofan stæði „Við komum því til skila“. „Maður skilur það kannski að nokkur bréf skili sér ekki en það er ekki eðlilegt að fjöldinn sé svona mikill. Svo getur maður bara ímynd- að sér hvað séu margir sem ekki hafa fengið bréf en gleymt þessu og ekki hringt í okkur.“ Brynjar Smári Rúnarsson, for- stöðumaður markaðsdeildar Pósts- ins, segir að almennt séð berist ekki margar svona ábendingar um póst sem skili sér ekki en það komi þó fyrir. „Við rannsökum alltaf svona mál. Varðandi þetta einstaka mál þá erum við enn að rannsaka það en niðurstaða liggur ekki fyrir. Við munum að sjálfsögðu upplýsa við- komandi viðskiptavin um leið og það gerist. En við biðjumst að sjálf- sögðu velvirðingar á þessu.“ Hann hvetur viðskiptavini sem telja að póstur hafi ekki borist til að hafa samband. „Það er besta leiðin fyrir okkur til að komast á snoðir um svona.“ Eftir að Fréttablaðið ræddi við Póstinn var haft samband við Sigurð og honum tjáð að skoða ætti málið betur. „Það var hringt og nú vilja þau endilega fá fleiri nöfn send. Svo vilja þau jafnvel bjóða mér einhverj- ar bætur fyrir það sem við höfum lent í. Þau eru þannig hálfpartinn búin að viðurkenna að eitthvað hafi ekki verið í lagi. Af tölvupóst- inum sem ég fékk fyrr í vikunni að dæma virtust þau ekki ætla að gera neitt meira í þessu,“ segir Sigurður. sighvatur@frettabladid.is Segir fjölda bréfa ekki berast viðtakendum Fjöldi fólks hefur haft samband við JS Ljósasmiðjuna þar sem það hefur ekki fengið árleg bréf um lýsingu á leiðum í Kópavogskirkjugarði. Eftir að Frétta- blaðið spurðist fyrir um málið hóf Pósturinn rannsókn á málinu á nýjan leik. Jón Guðbjörnsson og Sigurður Vilhjálmsson eigendur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Maður skilur það kannski að nokkur bréf skili sér ekki en það er ekki eðlilegt að fjöldinn sé svona mikill. Sigurður Vilhjálmsson, annar eigenda JS Ljósasmiðjunnar Viðskipti Á þriðja hundrað starfs- manna fyrirtækisins Airport Associates ehf. hefur verið sagt upp störfum vegna rekstrarvand- ræða flugfélagsins WOW air. Sig- þór Kristinn Skúlason forstjóri staðfestir þetta í samtali við Frétta- blaðið og segir að uppsagnarbréf hafi verið send til 237 starfsmanna fyrirtækisins. „Við erum að grípa til varúðar- ráðstafana og segja þessu fólki upp,“ segir Sigþór. Aðspurður hvort uppsagnirnar tengist rekstrarvanda WOW air segir Sigþór svo vera en útilokar ekki að hópur starfsmann- anna verði ráðinn aftur til vinnu haldi rekstur WOW air velli. „Það er mikil óvissa, enda er WOW air fimmtíu prósent af okkar starfsemi. Að sjálfsögðu vonum við og trúum að allt gangi vel.“ Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að forsvarsmenn harmi að grípa þurfi til svo róttækra aðgerða og vonast til þess að fyrirtækið geti afturkallað uppsagnirnar svo fljótt sem kostur er. Starfsmannafundur var haldinn síðdegis í dag þar sem stjórnendur skýrðu frá stöðu mála. Starfsmenn Airport Associates eru um fimm hundruð og fékk því tæplega helm- ingur starfsmanna uppsagnarbréf í dag. – bsp Hundruðum sagt upp Þessum unga Akureyringi þótti væntanlega nokkuð kalt þegar hann gekk um bæinn í gær, enda snjór, frost og nokkur vindur í höfuð- borg Norðurlands. Búist er við frekari snjókomu fyrir norðan, um helgina og á mánudag og þriðjudag. Helgarspáin fyrir höfuðborgar- svæðið er öllu þægilegri. Ekkert bólar á snjókomu en þó spáir nokkru frosti, allt að átta stigum á mánudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUnn Alls hefur 237 starfsmönnum verið sagt upp störfum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERnIR utAnríkisMáL Brasilíski forsetinn Jair Bolsonaro og sádiarabíski krón- prinsinn Mohammed bin Salman voru vinsælastir í lesendakönnun Time um manneskju ársins miðað við stöðuna eins og hún var í gær- kvöldi. Á hæla þeirra fylgdu hella- kafararnir sem björguðu ungum fótboltaköppum í sumar. Könnunin er hvorki bindandi né ráðgefandi fyrir valið á mann- eskju ársins. Í desember kemur í ljós hver hlýtur nafnbótina. Í fyrra varð Mohammed til dæmis hlutskarp- astur í lesendakönnuninni, en þeir sem rufu þögnina og greindu frá kyn- ferðislegu áreiti, hlutu nafnbótina. Veðbankar telja mestar líkur á að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði manneskja ársins. Það var hann síðast árið 2016. Colin Kaepernick, fyrrverandi NFL-kappi er talinn lík- legur sem og Elon Musk, stofnandi Tesla og hellakafararnir. – þea Lesendur hrífast af Bolsonaro 3 0 . n ó V e M b e r 2 0 1 8 F Ö s t u D A G u r2 F r É t t i r ∙ F r É t t A b L A ð i ð 3 0 -1 1 -2 0 1 8 0 5 :1 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 9 8 -B 8 5 0 2 1 9 8 -B 7 1 4 2 1 9 8 -B 5 D 8 2 1 9 8 -B 4 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.