Fréttablaðið - 02.01.2019, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 02.01.2019, Blaðsíða 34
AYAKO OG KEI MORIYA Hin japanska Ayako gekk að eiga Kei Moriya í október og afsalaði sér þar með rétti sínum til að bera titilinn prinsessa enda Moriya almúgamaður sem vinnur hjá skipafélagi. EUGENIE PRINSESSA OG JACK BROOKSBANK Vakti eðlilega ekki alveg jafn mikla athygli og brúðkaup Harrys og Meghan en konunglegt brúð- kaup er brúðkaup og fjölmenni úr stjörnustiganum kom aftur í Wind- sorkastalann. JUSTIN BIEBER OG HAILEY BALDWIN Ekki fór það hátt en það fór þó ekki fram hjá neinum að Bieber og Baldwin settu upp hringana seint á árinu. ANNA SVAVA KNÚTSDÓTTIR OG GYLFI ÞÓR VALDIMARSSON Björg Magnúsdóttir fjölmiðlakona gaf skötuhjúin saman í ágúst. Hjónakornin eiga tvö börn saman. RAGNHILDUR STEINUNN JÓNSDÓTTIR OG HAUKUR INGI GUÐNASON Hringarnir voru settir upp á Ítalíu í ótrúlegri veislu sem enn er talað um. Nýtt viðmið var sett í rómantík og fegurð og geislaði fjölskyldan svo eftir var tekið um víða veröld. SAGA GARÐARSDÓTTIR OG SNORRI HELGASON Hringarnir voru settir upp á Suðureyri en Ilmur Kristjáns- dóttir leikkona gaf parið saman í stjörnuhlöðnu brúðkaupi. Brúðkaup ársins 2018 Fjölmargar stórstjörnur gengu í það heilaga á árinu. Fréttablaðið skoðaði þau helstu hér heima og erlendis en auðvitað falla flest brúðkaup í skuggann af kon- unglegu brúðkaupi Harrys og Meghan. FRIÐRIK DÓR JÓNSSON OG LÍSA HAFLIÐADÓTTIR Rosalegt brúðkaup í Toskana á Ítalíu. Fjöldi manns og rómantíkin sveif yfir vötnum. Hjónin vörðu hveitibrauðsdög- unum í Marokkó eftir Ítalíudvöldina. 2 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R30 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 0 2 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 E D -4 C 7 C 2 1 E D -4 B 4 0 2 1 E D -4 A 0 4 2 1 E D -4 8 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.