Fréttablaðið - 02.01.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.01.2019, Blaðsíða 16
Nýjast Everton - Leicester 0-1 0-1 Jamie Vardy (58.). Arsenal - Fulham 4-1 1-0 Granit Xhaka (25.), 2-0 Alexandre Laca- zette (55.), 2-1 Aboubakar Kamara (69.), 3-1 Aaron Ramsey (79.), 4-1 Pierre-Emerick Aubameyang (83.). Cardiff - Tottenham 0-3 0-1 Harry Kane (3.), 0-2 Christian Eriksen (12.), 0-3 Son Heung-Min (26.). Enska úrvalsdeildin KÖRFUBOLTI Það eru engin gífuryrði að segja að James Harden, leikmað- ur Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, hafi farið mikinn í desember. Raunar héldu manninum með skeggið engin bönd. Í síðasta leik Houston á árinu 2018, 113-101 sigri á Memphis Grizzlies var Harden með þrefalda tvennu; skoraði 43 stig, tók tíu frá- köst og gaf 13 stoðsendingar. Hann hitti aðeins úr átta skotum utan af velli og tapaði boltanum níu sinn- um en skoraði 21 stig af vítalínunni. Þetta var fjórði leikurinn í röð þar sem Harden skorar 40 stig eða meira. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu Houston sem skorar 40 stig eða meira í fjórum leikjum í röð. „Ég veit ekki hvernig er hægt að spila betur en hann er að gera,“ sagði Mike D’Antoni, þjálfari Hou- ston, um Harden eftir sigurinn á Memphis. „Hann stelur boltum og nær þreföldum tvennum eins og að drekka vatn. Frammistaða hans er á allt öðru plani en hjá öðrum.“ Harden lék 15 leiki í desember. Í þeim skoraði hann 36,4 stig að meðaltali, tók 5,9 fráköst og gaf 7,9 stoðsendingar. Í síðustu tíu leikjum Houston á árinu 2018 skoraði Har- den 40,8 stig að meðaltali, tók 6,8 fráköst og gaf 8,9 stoðsendingar. Samkvæmt töl- fræðingum vestan- hafs er Harden þriðji leikmaðurinn í NBA á síðustu 30 árum sem skorar a.m.k. 400 stig yfir tíu leikja tímabil. Hinir eru Michael Jor- dan og Kobe Bryant. Í síðustu átta leikj- um Houston hefur Harden skorað a.m.k. 35 stig og gefið fimm stoð- sendingar. Með því sló hann met sem var í eigu Oscars Robertson. Á ý m su h e f u r gengið hjá Houston á þessu tímabili. Í fyrra var liðið með besta á r a n g u r i n n í NBA; vann 65 leiki og setti í leiðinni félags- met. Houston komst í úrslit Vesturdeildar- innar þar sem liðið tapaði fyrir Golden State Warr- iors í odda- leik. Harden lék stórvel í fyrra og var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar (MVP). Nokkrar breytingar urðu á leik- mannahópi Houston í sumar og liðið fór illa af stað. Fimm af fyrstu sex leikjunum töpuðust og í byrjun desember var Houston með ellefu sigra og 14 töp og við botninn í Vesturdeildinni. En þá fór Harden á flug og gengi Houston tók stakka- skiptum. Liðið hefur unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum og er komið í baráttuna um heimaleikja- rétt í úrslitakeppninni. Harden er líka kominn inn í umræðuna um verðmætasta leik- mann tímabilsins. Hann hefur borið lið Houston á herðum sér og snúið gengi þess algjörlega við á síðustu vikum. Harden er með 33,3 stig að meðaltali í leik á tímabilinu. Clint Capela er næststigahæstur hjá Hou- ston með 17,0 stig að meðaltali í leik. Harden er ekki bara langstiga- hæsti leikmaður Houston á tíma- bilinu heldur einnig langstigahæsti leikmaður deildarinnar. Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, kemur næstur með 28,7 stig að meðaltali í leik. – iþs Harden óstöðvandi í jólamánuðinum Frammistaða James Harden í desember (15 leikir) l 36,4 stig l 5,9 fráköst l 7,9 stoðsend- ingar l 5 leikir með meira en 40 stig l 3 þrefaldar tvennur FÓTBOLTI Hjá Everton byrjaði árið 2019 eins og árið 2018 endaði; með tapi. Leicester City gerði góða ferð til Liverpool í gær og vann 0-1 útisigur á Everton. Jamie Vardy skoraði eina mark leiksins sem var jafnframt fyrsta mark ársins 2019 í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var fjórða tap Everton í síð- ustu fimm leikjum og uppskeran í síðustu átta leikjum er aðeins fimm stig. Eftir 21 leik er Everton með 27 stig, jafn mörg og á sama tíma á síðasta tímabili. Líkt og í fyrra hefur Everton unnið sjö leiki, gert sex jafntefli og tapað átta leikjum. Liðið er í 10. sæti deildarinnar og gæti hrapað enn lengra niður töfl- una eftir leiki dagsins. Síðasta tímabil var skrautlegt hjá Everton. Eftir slaka byrjun var Ronald Koeman sagt upp og eftir langa leit var Sam Allardyce ráðinn í hans stað. Stóri Sam stýrði Everton- skútunni í örugga höfn en var afar óvinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins og það kom því lítið á óvart að hann fékk ekki að halda áfram með liðið. Við tók Portúgalinn Marco Silva sem Everton reyndi að fá þegar Koeman var rekinn. Silva kom fyrst í enska boltann þegar hann tók við Hull City í erfiðri stöðu í janúar 2017. Liðið féll en spilamennska þess undir stjórn Silvas var nóg til að forráðamenn Watford leituðu til hans um sumarið. Watford byrjaði tímabilið af krafti en halla fór undan fæti um svipað leyti og Everton byrjaði að sýna Silva áhuga. Eftir að hafa aðeins fengið fimm stig úr tíu deildarleikjum var Silva rekinn frá Watford í janúar 2018. Forráðamenn Everton sáu fram á betri tíð með draumastjórann í brúnni en það hefur ekki gengið eftir. Allavega ekki enn. Everton er sókndjarfara en á síðasta tímabili og hefur skorað sex mörkum meira en á sama tíma í fyrra en vörnin er hriplek og Everton hefur aðeins haldið fjórum sinnum hreinu á tímabilinu. Everton fór rólega af stað en var komið á gott ról þegar það mætti Liverpool á Anfield 2. desember. Allt stefndi í markalaust jafntefli en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skor- aði Divock Origi sigurmark Liver- pool eftir slæm mistök Jordans Pick- ford í marki Everton. Eftir þennan dramatíska granna- slag hefur allt loft farið úr Everton- blöðrunni og aðeins einn sigur komið í hús. Fíflagangurinn hjá enska landsliðsmarkverðinum virð- ist hafa slegið strákana hans Silva út af laginu. Nokkrir leikmenn Everton hafa átt gott tímabil (Gylfi Þór Sigurðs- son, Richarlison og Lucas Digne) en árangur liðsins er ekki merkilegur og framfarirnar frá síðasta tíma- bili ekki nógu miklar. Silva hefur nú stýrt liðum í 63 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Tuttugu þeirra hafa unnist, 14 endað með jafntefli og 29 tapast. Markatalan er 84-111. Ever- ton lagði mikið í að fá Silva en hann á enn eftir að standa undir þeim miklu væntingum sem til hans voru gerðar á Goodison Park ingvithor@frettabladid.is Á sama stað á sama tíma að ári  Lítið gengur hjá Marco Silva og félögum sem hafa aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. NORDICPHOTOS/GETTY James Harden hefur skorað 40 stig eða meira í síðustu fjórum leikj- um Houston Rockets. NORDICPHOTOS/ GETTY Árangur Everton eftir 21 umferð 2017-18 7 sigrar 6 jafntefli 8 töp Markatala: 25-32 27 stig 2018-19 7 sigrar 6 jafntefli 8 töp Markatala: 31-31 27 stig Everton tapaði fyrir Leicester City í fyrsta leik ársins í ensku úrvalsdeild- inni. Liðið er með sama stigafjölda og á sama tíma á síðasta tímabili þrátt fyrir að hafa fengið draumastjórann í sumar. Betur má ef duga skal. Búið að velja Noregsfarana HANDBOLTI Guðmundur Guðmunds- son, þjálfari íslenska karlalands- liðsins í handbolta, hefur valið þá 17 leikmenn sem fara á æfingamót í Noregi í dag. Auk Íslands og Noregs taka Brasilía og Holland þátt í mót- inu. Þetta eru síðustu leikir íslenska liðsins fyrir heimsmeistaramótið. Stefán Rafn Sigurmannsson fer ekki með íslenska liðinu til Noregs vegna veikinda og þá er Arnar Freyr Arnarsson meiddur. Línumaðurinn Heimir Óli Heimisson fer á mótið en hann var ekki í 20 manna æfinga- hópnum fyrir HM sem var valinn í síðasta mánuði. Ágúst Elí Björgvinsson, mark- vörður Sävehof, fer með til Noregs. Hann var ekki í æfingahópnum og lék ekki vináttulandsleikina gegn Barein á dögunum. Þrír leikstjórnendur eru í hópn- um sem fer til Noregs: Janus Daði Smárason, Gísli Þorgeir Kristjáns- son og Elvar Örn Jónsson. Haukur Þrastarson er ekki í hópnum sem má sjá í heild sinni á vef Frétta- blaðsins. Ísland mætir Noregi á morgun, Brasilíu á laugardaginn og Hollandi á sunnudaginn. – iþs Heimir Óli Heimisson fer með til Noregs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Stefna á fjórða sigurinn í röð FÓTBOLTI Sex leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Manchester United sækir Newcastle United heim. Liðið hefur unnið alla þrjá leikina undir stjórn Ole Gunnars Sol- skjær. Sir Matt Busby er eini knatt- spyrnustjórinn í sögu United sem hefur stýrt liðinu til sigurs í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum við stjórnvölinn en Solskjær getur jafnað þann árangur í kvöld. Chelsea, sem er í 4. sæti deildar- innar, tekur á móti Southampton sem er í harðri fallbaráttu. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley, sem unnu síðasta leik sinn, sækja botnlið Huddersfield heim. Burnley er í fallsæti en getur komist upp úr því ef úrslit kvöldsins verða hagstæð. Wolves, sem vann frábæran sigur á Tottenham í síðustu umferð, fær Crystal Palace í heimsókn. Þá sækir Brighton West Ham heim og Bourne- mouth og Watford eigast við. – iþs 2 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 0 2 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E D -5 6 5 C 2 1 E D -5 5 2 0 2 1 E D -5 3 E 4 2 1 E D -5 2 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.