Fréttablaðið - 04.01.2019, Blaðsíða 2
Veður
Sunnan 8-15 m/s í dag og áfram
rigning eða súld á köflum S- og V-
lands, en úrkomulítið annars staðar.
Hiti 4 til 12 stig, hlýjast N-lands.
SJÁ SÍÐU 18
Toppbaráttan á Englandi hitamál á Íslandi
Þessir stuðningsmenn Liverpool voru meðal þeirra mörgu sem mættu á skemmtistaðinn Ölver í gærkvöldi. Fram undan var toppslagur í enska
boltanum milli Liverpool og Manchester City. Púlarar voru bjartsýnir fyrir leik en eitthvað þyngdist á þeim brúnin þegar á leið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SKIPULAGSMÁL Mikil byggingarum
svif við lóðina Haðaland 5 í Fossvogi
vekja nú athygli nágranna. Einbýlis
húsið sem þar stóð hefur verið rifið
og byggja á nýtt hús sem verður
nokkuð stærra að flatarmáli.
Það eru hjónin Margrét Jóna
Gísladóttir viðskiptafræðingur og
Sigurður Þ.K. Þorsteinsson vélfræð
ingur sem eiga Haðaland 5 og munu
byggja hið nýja hús.
Þau Margrét Jóna og Sigurður
höfðu ríflega 3,2 milljarða króna í
fjármagnstekjur á árinu 2016 sam
kvæmt frétt sem Kjarninn birti fyrir
tæpum þremur mánuðum og unnin
var upp úr gögnum vefsíðunnar
tekjur.is.
Margrét hafði átt 31,25 prósenta
hlut í útgerðarfélaginu Ögurvík,
jafnstóran hlut og tvö systkini henn
ar. Þau seldu Ögurvík til útgerðar
fyrirtækisins Brims á árinu 2016 og
þaðan stafa fjármagnstekjurnar.
Margrét og Sigurður búa í raðhúsi í
Brautarlandi í Fossvoginum, skammt
frá Haðalandi þar sem þau keyptu
fyrrnefnt einbýlishús. Samkvæmt
gögnum sem send voru byggingar
fulltrúanum í Reykjavík reyndist
vera mikil mygla í Haðalandshúsinu
sem nú hefur verið rifið.
Ekki var þörf á að grenndarkynna
framkvæmdina enda þó nokkur
fordæmi komin fyrir stækkun húsa
í Fossvogi eftir ýmsar breytingar
sem gerðar hafa verið á deiliskipu
lagi þar.
Nýja húsið í Haðalandi á að
verða samtals 284 fermetrar með
bílageymslu. Eldra húsið var 229
fermetrar með bílskúr. Viðbótin
nemur því um 55 fermetrum sem
er talsvert minni stækkun en verið
Milljarðamæringahjón
rífa einbýli í Fossvogi
Hjón sem fengu yfir 3,2 milljarða króna í sinn hlut við sölu á útgerðarfélaginu
Ögurvík hafa látið rífa einbýlishús sem þau keyptu í Fossvogi. Í staðinn hafa þau
fengið heimild borgaryfirvalda til að byggja hús sem verður umtalsvert stærra.
Þróun deiliskipulags í Fossvogi
n Upphaflegt deiliskipulag í Foss-
vogi var samþykkt 6. febrúar
1968.
n Breyting á skilmálum, m.a. um
þök einbýlishúsa í Fossvogi, var
samþykkt 6. júlí 1982.
n Breyting á deiliskipulagi, m.a.
um stækkun byggingarreita ein-
býlishúsanna um 4 m til suðurs,
var samþykkt 24. ágúst 1999.
n Breyting á deiliskipulagi var
samþykkt 14. september 2006.
Við bættist ákvæði um kjallara.
n Breyting á deiliskipulagi var
samþykkt 14. desember 2007.
Nýtingarhlutfall lóða hækkað
úr 0,24 í 0,3 ofanjarðar með bíl-
geymslu.
Holan í Haðalandi er djúp því kjallari verður undir húsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
hefur í sumum öðrum endur
byggingum í Fossvogi. Samkvæmt
teikningu EON arkitekta er hins
vegar „óuppfyllt sökkulrými“ með
fullri lofthæð undir húsinu þann
ig að nýtanlegur gólfflötur þess fer
væntanlega yfir 500 fermetra.
gar@frettabladid.is
Heimild: Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur.
LÖGREGLUMÁL Hótun sem barst
Vinnu mála stofnun í gærmorgun,
var það alvarleg að ákveðið var að
loka stofnuninni um stund að sögn
Unnar Sverrisdóttur, starfandi for
stjóra Vinnumálastofnunar.
„Þetta er bara sent á al mennt net
fang stofnunarinnar og kom í ljós
eftir venju lega yfir ferð á því. Það
var starfs maður sem sá þetta,“ segir
Unnur í sam tali við Frétta blaðið.
Hús næði stofnunarinnar var lokað
í rúma klukkustund en allir starfs
menn héldu ró sinni á meðan að
hennar sögn. „Hann var með mjög
al var legar hótanir og ég ætla ekki að
fara nánar í það. Þetta er greini lega
mjög veikur ein stak lingur og við það
situr.“
Vitað er hver sendi hótunina en
hann er staddur erlendis og fer lög
regla með rannsókn málsins og
vinnur með yfirvöldum viðkomandi
lands. – dfb
Stofnun lokað
eftir hótun
Alvarlegt atvik kom upp á skrifstofu
Vinnumálastofnunar í gærmorgun.
SJÁVARÚTVEGUR Heildar afli út
gerðar fé lagsins HB Granda nam 167
þúsund tonnum á síðasta ári. Um er
að ræða 15 þúsund tonna aukningu
frá fyrra ári en greint er frá þessu á
vef fé lagsins.
Afla verð mæti ársins var 12,6 millj
arðar króna og jókst um 795 millj
ónir frá 2017, eða um 7 prósent. – smj
Aflaverðmæti
12,6 milljarðar LANDHELGISGÆSLA Loftför Landhelgisgæslunnar sinntu 278 útköllum í
fyrra og hafa þau aldrei verið fleiri.
Fjölgunin nemur átta prósentum.
Í fyrra voru 180 sjúkir eða slasaðir
fluttir með loftförum og var helm
ingur þeirra útlendingar.
„Útköllin hafa aukist jafnt og þétt
á undanförnum árum og eru tæplega
74% fleiri árið 2018 en árið 2011.
Metfjöldi útkalla ársins 2018 kemur
LHG ekki á óvart,“ segir í tilkynningu
frá Landhelgisgæslunni. – khn
Aldrei meira
að gera hjá LHG
Landhelgisgæslan hefur haft í nógu
að snúast. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
4 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
4
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:2
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
E
F
-A
9
5
4
2
1
E
F
-A
8
1
8
2
1
E
F
-A
6
D
C
2
1
E
F
-A
5
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
3
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K