Fréttablaðið - 04.01.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.01.2019, Blaðsíða 2
Veður Sunnan 8-15 m/s í dag og áfram rigning eða súld á köflum S- og V- lands, en úrkomulítið annars staðar. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast N-lands. SJÁ SÍÐU 18  Toppbaráttan á Englandi hitamál á Íslandi Þessir stuðningsmenn Liverpool voru meðal þeirra mörgu sem mættu á skemmtistaðinn Ölver í gærkvöldi. Fram undan var toppslagur í enska boltanum milli Liverpool og Manchester City. Púlarar voru bjartsýnir fyrir leik en eitthvað þyngdist á þeim brúnin þegar á leið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SKIPULAGSMÁL Mikil byggingarum­ svif við lóðina Haðaland 5 í Fossvogi vekja nú athygli nágranna. Einbýlis­ húsið sem þar stóð hefur verið rifið og byggja á nýtt hús sem verður nokkuð stærra að flatarmáli. Það eru hjónin Margrét Jóna Gísladóttir viðskiptafræðingur og Sigurður Þ.K. Þorsteinsson vélfræð­ ingur sem eiga Haðaland 5 og munu byggja hið nýja hús. Þau Margrét Jóna og Sigurður höfðu ríflega 3,2 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2016 sam­ kvæmt frétt sem Kjarninn birti fyrir tæpum þremur mánuðum og unnin var upp úr gögnum vefsíðunnar tekjur.is. Margrét hafði átt 31,25 prósenta hlut í útgerðarfélaginu Ögurvík, jafnstóran hlut og tvö systkini henn­ ar. Þau seldu Ögurvík til útgerðar­ fyrirtækisins Brims á árinu 2016 og þaðan stafa fjármagnstekjurnar. Margrét og Sigurður búa í raðhúsi í Brautarlandi í Fossvoginum, skammt frá Haðalandi þar sem þau keyptu fyrrnefnt einbýlishús. Samkvæmt gögnum sem send voru byggingar­ fulltrúanum í Reykjavík reyndist vera mikil mygla í Haðalandshúsinu sem nú hefur verið rifið. Ekki var þörf á að grenndarkynna framkvæmdina enda þó nokkur fordæmi komin fyrir stækkun húsa í Fossvogi eftir ýmsar breytingar sem gerðar hafa verið á deiliskipu­ lagi þar. Nýja húsið í Haðalandi á að verða samtals 284 fermetrar með bílageymslu. Eldra húsið var 229 fermetrar með bílskúr. Viðbótin nemur því um 55 fermetrum sem er talsvert minni stækkun en verið Milljarðamæringahjón rífa einbýli í Fossvogi Hjón sem fengu yfir 3,2 milljarða króna í sinn hlut við sölu á útgerðarfélaginu Ögurvík hafa látið rífa einbýlishús sem þau keyptu í Fossvogi. Í staðinn hafa þau fengið heimild borgaryfirvalda til að byggja hús sem verður umtalsvert stærra. Þróun deiliskipulags í Fossvogi n Upphaflegt deiliskipulag í Foss- vogi var samþykkt 6. febrúar 1968. n Breyting á skilmálum, m.a. um þök einbýlishúsa í Fossvogi, var samþykkt 6. júlí 1982. n Breyting á deiliskipulagi, m.a. um stækkun byggingarreita ein- býlishúsanna um 4 m til suðurs, var samþykkt 24. ágúst 1999. n Breyting á deiliskipulagi var samþykkt 14. september 2006. Við bættist ákvæði um kjallara. n Breyting á deiliskipulagi var samþykkt 14. desember 2007. Nýtingarhlutfall lóða hækkað úr 0,24 í 0,3 ofanjarðar með bíl- geymslu. Holan í Haðalandi er djúp því kjallari verður undir húsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN hefur í sumum öðrum endur­ byggingum í Fossvogi. Samkvæmt teikningu EON arkitekta er hins vegar „óuppfyllt sökkulrými“ með fullri lofthæð undir húsinu þann­ ig að nýtanlegur gólfflötur þess fer væntanlega yfir 500 fermetra. gar@frettabladid.is Heimild: Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur. LÖGREGLUMÁL Hótun sem barst Vinnu mála stofnun í gærmorgun, var það alvarleg að ákveðið var að loka stofnuninni um stund að sögn Unnar Sverrisdóttur, starfandi for­ stjóra Vinnumálastofnunar. „Þetta er bara sent á al mennt net ­ fang stofnunarinnar og kom í ljós eftir venju lega yfir ferð á því. Það var starfs maður sem sá þetta,“ segir Unnur í sam tali við Frétta blaðið. Hús næði stofnunarinnar var lokað í rúma klukkustund en allir starfs­ menn héldu ró sinni á meðan að hennar sögn. „Hann var með mjög al var legar hótanir og ég ætla ekki að fara nánar í það. Þetta er greini lega mjög veikur ein stak lingur og við það situr.“ Vitað er hver sendi hótunina en hann er staddur erlendis og fer lög­ regla með rannsókn  málsins og vinnur með yfirvöldum viðkomandi lands.  – dfb Stofnun lokað eftir hótun Alvarlegt atvik kom upp á skrifstofu Vinnumálastofnunar í gærmorgun. SJÁVARÚTVEGUR Heildar afli út­ gerðar fé lagsins HB Granda nam 167 þúsund tonnum á síðasta ári. Um er að ræða 15 þúsund tonna aukningu frá fyrra ári en greint er frá þessu á vef fé lagsins. Afla verð mæti ársins var 12,6 millj­ arðar króna og jókst um 795 millj­ ónir frá 2017, eða um 7 prósent. – smj Aflaverðmæti 12,6 milljarðar LANDHELGISGÆSLA Loftför Landhelg­isgæslunnar sinntu 278 útköllum í fyrra og hafa þau aldrei verið fleiri. Fjölgunin nemur átta prósentum. Í fyrra voru 180 sjúkir eða slasaðir fluttir með loftförum og var helm­ ingur þeirra útlendingar. „Útköllin hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og eru tæplega 74% fleiri árið 2018 en árið 2011. Metfjöldi útkalla ársins 2018 kemur LHG ekki á óvart,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. – khn Aldrei meira að gera hjá LHG Landhelgisgæslan hefur haft í nógu að snúast. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 4 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 4 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E F -A 9 5 4 2 1 E F -A 8 1 8 2 1 E F -A 6 D C 2 1 E F -A 5 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 3 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.