Fréttablaðið - 04.01.2019, Page 8
FLUGSAMGÖNGUR Icelandair Group
hefur skrifað undir samning við
SMBC Aviation Capital um sölu
og endurleigu á tveimur Boeing
737 MAX flugvélum. Gilda leigu-
samningarnir til tæplega níu ára.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
félaginu.
Í tilkynningunni segir að með
þessu hafi félagið nú lokið fjár-
mögnun á öllum sex Boeing 737
MAX flugvélum sem félagið fær til
afhendingar frá Boeing á þessu ári.
Icelandair Group greindi frá því
þann 27. desember síðastliðinn að
félagið hefði gengið frá samningi
við BOC Aviation um fjármögnun
á fyrirframgreiðslum á Boeing 737
MAX flugvélum félagsins sem eru
til afhendingar á þessu og næsta ári.
Áætlaður afhendingardagur síðustu
vélanna er í mars 2020.
Samtals mun fjármögnunin vegna
umrædds samnings við BOC Avi-
ation nema um 200 milljónum dala
á tímabilinu. Sjóðsstaða félagsins
hækkar jafnframt um 160 milljónir
dala í kjölfarið þar sem félagið hafði
þegar greitt fyrirframgreiðslurnar
með eigin sjóðum.
Til viðbótar hafa félögin, það er
Icelandair og BOC Aviation, samið
um sölu og endurleigu á tveimur
af þeim Boeing 737 flugvélum sem
samningurinn nær yfir. Önnur þess-
ara flugvéla verður afhent á árinu
2019 og hin árið 2020. Leigutími
vélanna er tólf ár með kauprétti að
loknum þrjátíu mánaða leigutíma.
– kij
Tryggir fjármögnun fyrir
sex Boeing 737 MAX vélar
Leigusamningarnir við SMBC gilda til tæplega níu ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
VIÐSKIPTI Hlutabréf í Apple hríð-
féllu í verði eftir að bandaríski
tæknirisinn lækkaði afkomuspá
sína í fyrsta sinn í sextán ár. Minni
eftirspurn af hálfu kínverskra neyt-
enda eftir iPhone-símum skýrir að
stærstum hluta lakari sölu félagsins,
að sögn Tims Cook, forstjóra Apple.
Hlutabréfaverð í Apple, fjórða
verðmætasta fyrirtæki heims,
lækkaði um níu prósent í fyrstu við-
skiptum í kauphöllinni í New York
í gær í kjölfar þess að stjórnendur
tæknirisans sendu frá sér afkomu-
viðvörunina. Viðvörunin skók
hlutabréfamarkaði víða um heim og
þá sérstaklega í Kína en hlutabréf í
helstu birgjum Apple þar í landi
lækkuðu um allt að fimm prósent í
verði í viðskiptum gærdagsins.
„Við bjuggumst við áskorunum
á nýmörkuðum en sáum ekki fyrir
hve mikill hægagangurinn yrði, sér
í lagi í Kína,“ skrifaði Cook í bréfi til
hluthafa síðasta þriðjudagskvöld.
Kínverski markaðurinn stendur
undir um fimmtán prósentum af
tekjum Apple, að því er fram kemur
í umfjöllun Financial Times.
Cook nefndi einnig að sala Apple
á þróaðri mörkuðum, svo sem í Evr-
ópu og Norður-Ameríku, hefði vald-
ið vonbrigðum. Færri viðskiptavinir
hefðu keypt sér nýjustu útgáfur af
iPhone-símunum en vonir stóðu til.
Fimm prósenta samdráttur
Stjórnendur Apple sögðust fyrir um
tveimur mánuðum búast við því að
tekjur tæknirisans yrðu á bilinu
89 til 93 milljarðar dala á síðustu
þremur mánuðum ársins 2018 en
mánuðirnir eru jafnan þeir sölu-
hæstu í rekstri félagsins. Það hefði
þýtt tæplega fimm prósenta tekju-
vöxt miðað við sama ársfjórðung
árið áður.
Nú gera forsvarsmenn félagsins
hins vegar ráð fyrir því að tekjurnar
hafi verið 84 milljarðar dala á síð-
asta fjórðungi 2018 sem þýðir sam-
drátt upp á liðlega fimm prósent frá
fyrra ári. Yrði það í fyrsta sinn frá
árinu 2016 sem ársfjórðungstekjur
Apple drægjust saman á milli ára.
Bandarískir greinendur, sem
lækkuðu flestir verðmat sitt á Apple
í gær, sögðu afkomuviðvörunina
enn eitt merkið um minnkandi
áhuga neytenda á iPhone-símum
félagsins. Fregnir hafa undanfarið
borist af færri pöntunum á meðal
helstu birgja Apple, sem bendir til
þess að tæknirisinn hafi dregið úr
framleiðslu sinni, og þá hafa margir
sérfræðingar lýst efasemdum um að
nýjasta útgáfa iPhone-símans, ódýri
XR-síminn, muni reynast eins vin-
sæll og stjórnendur Apple hafa gert
sér vonir um.
Þrátt fyrir ýmis teikn á lofti í
heimshagkerfinu, meðal annars
vegna viðskiptastríðs Bandaríkj-
anna og Kína, og minni eftirspurn
eftir iPhone-símum þá benti Cook
á að aðrir þættir í rekstri Apple
stæðu styrkum fótum. Félagið væri
ekki lengur eins háð sölu á iPhone-
símum til skemmri tíma og áður.
Tekjur vegna annarra þátta í
rekstri Apple en varða iPhone
jukust um 19 prósent á síðasta árs-
fjórðungi, að sögn Cooks. Af þeim
sökum gerði félagið enn ráð fyrir að
skila methagnaði á fjórðungnum.
kristinningi@frettabladid.is
Hlutabréf í Apple hríðféllu eftir
sjaldgæfa afkomuviðvörun
Stjórnendur Apple lækkuðu afkomuspá tæknirisans í fyrsta sinn í nærri tvo áratugi. Ástæðan er einkum
dræm sala á iPhone-símum í Kína. Greinendur segja kínverska neytendur halda að sér höndum vegna við-
skiptastríðsins á milli Bandaríkjanna og Kína. Afkomuviðvörunin skók hlutabréfamarkaði um allan heim.
Gengi hlutabréfa í Apple lækkaði um níu prósent í gær og hefur ekki verið lægra í eitt og hálft ár. NORDICPHOTOS/GETTY
Þrátt fyrir þessar
áskoranir trúum
við því að rekstur okkar
í Kína eigi bjarta
framtíð.
Tim Cook, for-
stjóri Apple
icewear.is
Icewear janúarútsala 2019-2.pdf 1 17/12/2018 09:32
LÖGREGLUMÁL Ökumaður Toyota
Land Cruiser bílaleigubíls sem
steyptist fram af brúnni yfir Núps-
vötn á dögunum nýtur réttarstöðu
sakbornings. Þó verður ekki gerð
krafa um að hann sæti farbanni
vegna rannsóknar og dómsmeð-
ferðar málsins.
Í ákvörðuninni er, samkvæmt til-
kynningu frá lögreglu, horft til þeirra
áverka sem hann hlaut og fyrirsjáan-
legrar læknismeðferðar sem hann
þarf að gangast undir vegna þeirra.
Þrennt lést í slysinu, tvær konur
og kornungt barn. Ökumaðurinn og
bróðir hans, sem voru eiginmenn
kvennanna, og tvö önnur börn sem
voru í bílnum bíða þess að fá læknis-
vottorð um að þau séu ferðafær og
megi fljúga heim til Bretlands. Fjöl-
skyldan er bresk en af indverskum
uppruna.
Í tilkynningunni segir einnig
að líklegt þyki að þau þurfi öll að
leggjast inn á sjúkrahús þar í landi til
frekari meðferðar, þó að áverkar
þeirra séu misalvarlegir.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni á Suðurlandi er fyrstu
aðgerðum í rannsókn vegna bana-
slyssins við Núpsvötn þann 27. des-
ember síðastliðinn að ljúka.
Rannsóknin fer nú í þann farveg
að beðið er niðurstaðna úr einstaka
verkþáttum, svo sem vettvangsmæl-
ingum, rannsókn á ökutækinu sjálfu,
niðurstöðum úr ýmsum sýnum sem
aflað hefur verið, endanlegri niður-
stöðu krufningar og fleira.
Ökumaður bifreiðarinnar var
yfirheyrður á sjúkrahúsinu í gær, en
hann reyndist muna lítið um máls-
atvik. – khn
Ökumaðurinn
með réttarstöðu
sakbornings
Slasaðir fluttir með þyrlu á spítala
eftir slysið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
4 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
4
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:2
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
E
F
-C
B
E
4
2
1
E
F
-C
A
A
8
2
1
E
F
-C
9
6
C
2
1
E
F
-C
8
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
3
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K