Fréttablaðið - 04.01.2019, Síða 17

Fréttablaðið - 04.01.2019, Síða 17
Hugsanlegt er að þú álítir að það sé skynsamlegt að segja ekki frá því að þú ætlir í reykbindindi vegna þess að þú gætir fallið. Einmitt þess vegna ættir þú að segja öllum sem þú umgengst frá reykleysisáformum þínum. Því meira sem rætt er um áform þín um reykbindindi, því skuldbundnari mun þér finnast þú til að láta það verða að veruleika. Þú þarft þó að byrja á því að sann- færa sjálfa/sjálfan þig um að þú sért á réttri braut. Hafðu í huga alla heilsufarslegu kostina sem reyk- leysi hefur í för með sér og hugsaðu um fjárhæðina sem þú sparar sem þú getur notað á mun skemmti- legri hátt. Jafnvel þótt vegferðin reynist stundum erfið skaltu ávallt hafa í huga að þú ert að hætta að reykja fyrir sjálfa/sjálfan þig en ekki til að refsa þér. Reykingafélagarnir Þeir sem þú reykir venjulega með, hvort sem það er í vinnunni, á æfingu eða annars staðar, eru hugsanlega mestu ógnvaldar þínir þegar litið er til reykbindindisins, vegna þess að þeir átta sig ekki alveg á því að þú ert á annarri veg- ferð sem ekki felur í sér daglegar reykingar. Gerðu þeim ljóst að þú ætlir ekki að reykja og segðu nei ef þeir spyrja hvort þú viljir ekki að minnsta kosti skreppa með þeim út fyrir. Líkurnar á því að þú látir freistast eru nefnilega miklar. Ef þér tekst að hætta eru miklar líkur á að það verði reykingafélögum þínum hvatning til að hætta einnig að reykja. Fjölskyldan Þér finnst þú áreiðanlega vera mest skuldbundin/skuldbundinn gagnvart fjölskyldumeðlimum þínum og þess vegna borgar sig að segja bæði maka og börnum frá reykleysisáformunum. Ef fjöl- skyldan er farin að hlakka til að búa við reyklaust umhverfi jafnt úti sem inni og makinn að kyssa reyklausan ástvin mun þér finnast þú skuldbundnari til að halda reykbindindið til þess að þú valdir ekki þínum nánustu vonbrigðum. Til þess að vera enn skuldbundn- ari getur þú hugsanlega lofað fjölskyldunni skemmtiferð eða einhverju öðru til skemmtunar fyrir peningana sem þú sparar við að hætta að reykja – þá verður víst ekki aftur snúið. Vinirnir Vinirnir, hvort sem þeir reykja eða ekki, geta haft mikil áhrif á gjörðir og hegðun. Þetta á einnig við um reykingar. Hugsanlegt er að þú þurfir að halda þig tímabundið frá stöðum og viðburðum þar sem reykt er og ef til vill þarftu að breyta um venjur um tíma. Segðu þess vegna vinunum að þú verðir hugsanlega minna fyrir að stunda skemmtanalíf en venjulega en að þú viljir gjarnan gera eitthvað annað sem dreifir athyglinni frá sígarettunum. Þú gætir til dæmis boðið þeim að koma með þér á æfingu eða í göngutúr til þess að reykbindindið verði ekki til þess að þú einangrir þig frá félagslífinu. Þannig geta vinir þínir einnig lagt rótgrónar venjur á hilluna. Vinnufélagarnir Þú eyðir stórum hluta lífsins með vinnufélögum þínum og þess vegna er mikilvægt að þú látir þá einnig vita um áform þín um að hefja nýtt líf. Það er hugsan- lega ekki óvenjulegt að þið ræðið vinnuna yfir sígarettu og ef til vill mjög eðlilegt að þið farið út fyrir til að reykja eftir hádegisverðinn. Gerðu þeim ljóst að þú ætlir að gera eitthvað annað en að þú viljir að sjálfsögðu gjarnan taka reyk- laust hlé með þeim. Tóbakssalinn Þú ættir einnig að segja þeim sem þú kaupir venjulega sígarettur af að þú sért að hætta að reykja, það er að segja ef þú er fastur viðskipta- vinur í söluturni eða því um líkt. Ef sá sem þú verslar venjulega við veit að þú ert hætt/hættur að reykja er nefnilega mjög vandræðalegt að biðja um pakka af sígarettum eftir að hafa verið reyklaus um tíma. Þessi grein er kostuð af Artasan. Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/Ice­ Mint/Spearmint lyfjatyggi gúmmí, Nicotinell Mint munnsogs töflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaks­ fíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka­ verkanir. Nánari upplýsingar um lyfið á sér­ lyfjaskrá.is. Nánar á nicotinell.is. Segðu öllum að þú sért að hætta að reykja Ef þú þarft einungis að bera ábyrgð gagnvart sjálfum þér getur verið erfitt að halda reyk­ bindindi. Segðu þess vegna öllum sem þú umgengst frá því að þú sért að hætta að reykja svo að þeir gæti þess að freista þín ekki þannig að þú fallir aftur í reykingagildruna. Bjóddu reykingafélögunum að koma með í göngutúr svo að reykbindindið einangri þig ekki frá félagslífi og þeir viti að þú viljir gjarnan reyklaust hlé með þeim. REYKLAUS VERTU Í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL MEÐ Nicotinell Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Ný vefsíða www.Nicotinell.is Nicotinell 5x10 copy.pdf 1 11.12.2018 13:51 FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 F Ö S T U DAG U R 4 . JA N ÚA R 2 0 1 9 0 4 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 E F -D A B 4 2 1 E F -D 9 7 8 2 1 E F -D 8 3 C 2 1 E F -D 7 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 3 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.