Fréttablaðið - 04.01.2019, Page 18
Holdafar ætti að sjálfsögðu að vera einkamál fólks eins og hárgreiðsla, hæð eða
fatasmekkur en svo furðulega vill
til að mörgum finnst þeim hrein-
lega bera skylda til að taka að sér
hlutverk ráðgjafa og markþjálfa
fyrir feitt fólk í þeim yfirlýsta til-
gangi að „hjálpa því að grennast“.
Í janúar rignir því oft yfir feitt fólk
reynslusögum frá þriðja aðila um
einhvern sem fór á kolvetnasnauða
föstukúrinn og léttist um milljón,
umhyggjusömum athugasemdum
um hvort og hvað það ætli og ætti
að borða og fullyrðingum á borð
við „offita er stærsta heilbrigðis-
vandamál samtímans“ og „offita
veldur sykursýki/krabbameini/
hjartasjúkdómum“ sem er slengt
fram án nokkurs rökstuðnings
annars en að það „viti nú allir“.
Staðreyndin er hins vegar sú að
vísindin sem liggja að baki full-
yrðingum um skaðsemi offitu eru
afar umdeild og svo er það líka
afskaplega umdeilt hvað offita yfir-
höfuð er og hvaða mælikvarða skal
notast við.
Nokkrar algengar
rangfærslur varðandi
meinta ofþyngd:
Ofþyngd er ekki banvæn
Jú, vissulega var gerð rannsókn
árið 2004 sem leiddi líkur að því
að ofþyngd tengdist um 350.000
ótímabærum dauðsföllum í
Bandaríkjunum og það er rann-
sóknin sem flestir vísa til þegar
þeir tjá sig um þessi málefni. Það
fer hins vegar ekki eins hátt að
árið eftir gerðu sömu aðilar aðra
og nákvæmari rannsókn og þá fór
þessi tala niður í 25.000 manns,
sem gerir það jafnlíklegt að deyja
í bílslysi og af völdum ofþyngdar.
Samkvæmt enn öðrum rannsókn-
um er fólk sem er yfir kjörþyngd
samkvæmt hinum mjög svo var-
hugaverða BMI-skala heilbrigðara
og ólíklegra til að deyja af ótíma-
bærum orsökum en þau sem eru í
svokallaðri kjörþyngd.
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@frettabladid.is
Holdafar fólksins í kringum
þig kemur þér ekki við
Besta heilsu-
bótin er að
vera glaður eða
glöð og laus við
stress og dans
er besti gleði-
vakinn.
Heilsa og hamingjua óháð holdafari
er slagorð sem sem flestir ættu að
tileinka sér á komandi ári.
Hreyfing er öllum holl og góð, hvort sem hún stuðlar að þyngdartapi eða ekki.
Ofþyngd veldur
ekki sjúkdómum
Það er vissulega hægt að finna töl-
fræðilegt samhengi milli þess að
vera of þungur eða þung og að hafa
hjartasjúkdóma eða sykursýki. En
það samhengi getur stafað af ýmsu
öðru en þyngdinni sjálfri. Aðrir
þættir geta haft áhrif á heilsu eins
og til dæmis harkalegir megrunar-
kúrar sem feitt fólk er mun líklegra
en aðrir til að hafa pínt líkamann
sinn með oftar en einu sinni á
lífsleiðinni en þeir hafa mikil
áhrif á hormónabúskap líkamans.
Álag og streita vegna samfélags-
fordóma er einnig áhættuvaldur
í bólgumyndun sem hefur áhrif á
fjölmarga sjúkdóma.
Þannig má segja að fitufor-
dómar séu skaðlegri heilsu fólks
en fita.
Þyngd segir ekki
allt um heilbrigði
Það er viðtekið að fólk telji sig
geta séð hverjir eru í ofþyngd og
hverjir ekki en staðreyndin er að
kílóatala sést ekki utan á fólki.
BMI-kvarðinn er einmitt gallaður
vegna þess að hann mælir bara
hlutfallið milli hæðar og þyngdar
en ekki hlutfall vöðva á móti fitu
og þannig eru íþróttamenn- og
konur með mikinn vöðvamassa en
lága fituprósentu samt í ofþyngd
samkvæmt honum. Rannsóknir
sýna einnig að það sé vissulega
heilsubætandi að borða hollan mat
og hreyfa sig en engar rannsóknir
sýna fram á að það að léttast sé
heilsubót í sjálfu sér enda læknast
fæstir sjúkdómar við fitusog. Það
eina heilsufarstengda sem þú
getur mælt þegar þú horfir á feitan
Með hækkandi
sól taka margir
sér veiðileyfi á
feita vini og ætt
ingja og kaffæra
þá í upplýsingum
um hvernig þeir
ættu að haga lífi
sínu og mataræði
til að öðlast
heilsu og betra
líf. Flestar þessar
ráðleggingar
bera þó keim af
fáfræði og for
dómum.
einstakling er magn þinna eigin
fordóma. Og fordómar eru mjög
óhollir fyrir æðakerfið.
Að lokum: Það að koma inn
skömm hjálpar engum að bæta
lífsstílinn. Holdafar er einstakl-
ingsbundið frá náttúrunnar hendi
og fáránlegt að ætla að troða öllum
í sama mót. Fitufordómar snúast
hins vegar um staðalmyndir og
rannsóknir sýna að þeir valda
streitu sem leiðir af sér alls kyns
lífsstílstengda sjúkdóma. Feitt fólk
veit alveg hvernig það lítur út án
þinnar hjálpar og þú veist afskap-
lega lítið um heilsufar einstaklings
með því að horfa á hann.
Byggt á lengri grein eftir dr. Melissu
A. Fabello og dr. Lindu Bacon sem
báðar eru hallar undir líkams
virðingu. Nánar á https://everyday
feminism.com/2016/01/concern
trollingisbullshit/
Frábær hóptilboð
Sjáðu öll tilboðin okkar á
www.kinahofid.is
Opið alla daga
vikunnar frá
kl. 11:00 - 22:00
Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi
www.kinahofid.is l Sími 554 5022
TILBOÐ
4 réttir + súpa dagsins
aðeins 1.790 kr.*
NAUTAKJÖT Í OSTRUSÓSU
KJÚKLINGUR Í KARRÝSÓSU
DJÚPSTEIKTAR RÆKJUR MEÐ SÚR/SÆTRI SÓSU
NÚÐLUR MEÐ GRÆNMETI
*tekið með heim – 2.100 kr. ef borðað er á staðnum.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R
0
4
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:2
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
E
F
-D
5
C
4
2
1
E
F
-D
4
8
8
2
1
E
F
-D
3
4
C
2
1
E
F
-D
2
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
3
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K