Fréttablaðið - 04.01.2019, Síða 20
Dáleiðsluskóli Íslands hélt fyrstu dáleiðslunámskeiðin árið 2011 og hafa nám-
skeiðin þróast mikið með árunum.
Eftirsóknin eftir dáleiðslunámi
hefur að sama skapi aukist.
Árið 2015 kom út bókin „Listin
að dáleiða“ sem er íslensk þýðing
á bókinni „The Art of Hypnosis“
eftir Roy Hunter, sem námskeiðið
byggir á. Síðan þá hefur allt náms-
efnið verið kennt á íslensku. „Við
höfum einnig bætt við aðferðum,
sem ekki eru í bókinni, til að
nemendur okkar hafi enn fleiri
verkfæri í verkfærakistunni eftir
útskrift. Sem dæmi má nefna að
kaflinn um sjálfsdáleiðslu er nú
mun ítarlegri og við kennum fleiri
aðferðir við sjálfsdáleiðslu en eru í
bókinni,“ segir Jón Víðis, aðal-
kennari Dáleiðsluskóla Íslands.
Dáleiðsla náttúrulegt ástand
Dáleiðsla er að sögn Jóns Víðis
náttúrulegt ástand sem allir
upplifa mörgum sinnum á dag.
Til dæmis förum við í gegnum
ferli sem líkja má við dáleiðslu
þegar við sofnum og vöknum.
Við könnumst einnig flest við að
keyra og þegar við erum komin á
áfangastað munum við ekki eftir
ferðalaginu, erum á nokkurs konar
„sjálfstýringu“. Þá var það undir-
vitund okkar sem sá um aksturinn
á meðan meðvitaði hugurinn var
að hugsa um eitthvað allt annað.
Það er nokkuð sem mætti líkja við
dáleiðslumeðferð, þar sem með-
vitaði hugurinn er upptekinn við
eitt á meðan unnið er með undir-
vitund meðferðarþegans við að
uppræta vandamálið.
„Dáleiðslumeðferð má nota við
allt sem er huglægt og hægt er að
ná ótrúlegum árangri,“ segir Jón og
bætir við að dáleiðsla sé mjög góð
til að vinna á kvíða og áhyggjum,
auka einbeitingu, losna við fælni
og fóbíur eins og flughræðslu, bæta
svefn, lina verki og fleira.
Dáleiðsla er mikið notuð til að
hjálpa fólki að hætta að reykja,
léttast, við þunglyndi og til að
auka sjálfstraust. Íþróttafólk, t.d.
golfarar, sund- og frjálsíþróttafólk,
nýtir sér dáleiðslu til að hámarka
árangur sinn.
„Með dáleiðslumeðferð er hægt
að losna undan áhrifum áfalla og
stórbæta líf þeirra sem þannig
þjást. Hægt er að lina sársauka og
verki, jafnvel að því marki að skera
má upp án deyfilyfja. Hægt er að
undirbúa sjúklinga fyrir aðgerðir
þannig að þær gangi betur og bati
á eftir verði hraðari. Einnig eyða
ótta og kvíða við læknisaðgerðir.
Hægt er að undirbúa fæðingu
þannig að hún gangi vel og án
verkjalyfja,“ lýsir Jón.
Hvað er kennt á
grunnnámskeiðinu?
„Á grunnnámskeiðinu læra nem-
Arnþór Arnþórsson dáleiðari er
annar tveggja kennara á grunn-
námskeiði Dáleiðsluskólans.
Arnþór lærði fyrst dáleiðslu hjá Dáleiðsluskóla Íslands árið
2015 og fór svo á framhaldsnám-
skeið í kjölfarið. Hann útskrifaðist
sem Certified Clinical Hypnother-
apist vorið 2016. „Árið 2017 hafði
svo Jón Víðis samband við mig og
bauð mér að kenna með honum
hjá Dáleiðsluskóla Íslands. Ég
ákvað að láta slag standa og erum
við nú að kenna fjórða grunnnám-
skeiðið okkar saman.“
Arnþór ákvað strax eftir útskrift
að hann langaði að opna sína
eigin meðferðarstofu og hefur
hann rekið stofuna sína, Hugmeð-
ferð, frá árinu 2016.
„Þar aðstoða ég einstaklinga við
að uppræta ýmiss konar vanda-
mál, láta af óæskilegum ávönum
og bæta eigin líðan. Það sem mér
finnst svo heillandi við dáleiðslu-
meðferðir er að það er hægt
að vinna með svo margvísleg
vandamál. Þó svo vandamálin
virðist oft svipuð á yfirborðinu þá
eru orsakir þeirra mjög persónu-
bundnar. Við höfum öll mis-
munandi bakgrunn og lífsreynslu
og því má í raun segja að engar
tvær dáleiðslumeðferðir séu eins,
enda leggjum við upp með það
að sníða meðferðirnar að þörfum
þeirra sem leita til okkar, en ekki
öfugt.“
Aðsókn í dáleiðslu hefur aukist
mikið á undanförnum árum og
sífellt fleiri einstaklingar líta á dá-
leiðslumeðferðir sem raunhæfan
kost í því að losna við kvíða,
þunglyndi, óæskilega ávana,
fælni og svo framvegis. „Ég held
að skýringin á þessari aukningu
sé að hluta til vegna þess að við
erum sífellt að verða meðvitaðri
um tenginguna á milli andlegrar
og líkamlegrar heilsu og þau áhrif
sem langvarandi kvíði, stress og
vanlíðan getur haft á heilsu okkar
almennt.“
Áramótin eru sá tími sem marg-
ir einstaklingar setja sér markmið
til heilsueflingar og gefast svo
upp á þeim eftir stuttan tíma.
„Oft kemur þá upp togstreita á
milli meðvitaða hugans og undir-
vitundarinnar. Hluta af okkur sem
langar að ná markmiðunum en
svo er annar hluti sem segir „þú
getur þetta ekki“ eða „gerum
það á morgun“. Það er því miður
ekki alltaf nóg að „hafa viljann
að vopni“, stundum þarf líka að
uppfæra úrelt „forrit“ hugans til
að ná settum markmiðum. Í þeim
tilvikum kemur dáleiðslan einnig
að góðum notum,“ segir Arnþór.
Hægt er að nálgast frekari upp-
lýsingar um dáleiðslu og meðferðir
sem í boði eru á heimasíðu Hug-
meðferðar, www.hugmeðferð.is.
Engar tvær meðferðir eins
Spennandi grunnnámskeið
Dáleiðsluskóli Íslands heldur spennandi grunnnámskeið í meðferðardáleiðslu í Reykjavík. Nám-
skeiðið, sem hefst 8. febrúar, er haldið á íslensku og byggir á aðferðum og þekkingu virtra erlendra
dáleiðara. Námskeiðið hentar fólki með ólíkan bakgrunn og nýtist vel innan margra starfsgreina.
Verður þú á næstu útskriftarmynd Dáleiðsluskóla Íslands?
endur og æfa allar þær aðferðir
sem kenndar eru jafnóðum og
byrja að dáleiða hver annan strax
á fyrsta degi. Kenndar eru inn-
leiðslur í dáleiðslu, dýpkunarað-
ferðir, næmipróf, sjálfs dáleiðsla,
siðferði í dáleiðslu, hvernig ná má
sem bestum árangri með dáleiðslu-
meðferðum, ávinningsleiðin,
festur, kveikjur og dástikur. Eitt
magnaðasta einkenni dáleiðslu
er hvernig hugurinn bregst við
dástikum, beinum, óbeinum og
eftirávirkum.“
Hvernig nýtist námið?
Jón segir mjög misjafnt á hvaða
forsendum nemendur skrái sig
í dáleiðslunám. „Sumir læra
dáleiðslu til að hjálpa vinum og
ættingjum, aðrir vilja nýta dáleiðslu
í sínu meðferðarstarfi og svo eru
líka einstaklingar sem vilja læra
sjálfsdáleiðslu til að bæta eigin
líðan. Eins og fyrr segir höfum við
bætt töluvert við námskeiðið sem
hentar síðastnefnda hópnum.“
Dáleiðsluskólinn hefur verið
svo heppinn að nemendur koma
víða að úr þjóðfélaginu og eru með
mismunandi bakgrunn. Það gefur
umræðunum á námskeiðunum
meiri dýpt að fá ólíkar skoðanir og
þekkingu úr annars konar með-
ferðum.
Meðal þeirra sem lært hafa
dáleiðslu eru kennarar, hjúkrunar-
fræðingar, tannlæknar, iðjuþjálfar,
sálfræðingar, sjúkraliðar, læknar,
nuddarar, íþróttaþjálfarar, sjúkra-
þjálfarar o.fl.
Arnþór Arnþórsson hefur rekið meðferðarstofu sína, Hugmeðferð frá 2016.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R
0
4
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:2
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
E
F
-C
2
0
4
2
1
E
F
-C
0
C
8
2
1
E
F
-B
F
8
C
2
1
E
F
-B
E
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
3
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K