Fréttablaðið - 04.01.2019, Blaðsíða 21
Jón Víðis Jakobsson, aðalkennari
Dáleiðsluskóla Íslands, segir frá
reynslu sinni af dáleiðslu.
Frá því ég opnaði Dáleiðslumið-stöðina 2013 hef ég hjálpað
mörgum að ná þeim markmiðum
sem þeir hafa sett sér. Ég hef náð
góðum árangri í að hjálpa fólki að
létta sig og sjálfur léttist ég um 30
kíló með dáleiðslu. Í mínu tilfelli
gerði dáleiðslan það að verkum
að ég var ekki að borða án þess að
hugsa og léttist þannig töluvert
án þess að þurfa að gera mikið.
Ég var ekki að setja eitthvað upp í
mig, af því bara. Ég var heldur ekki
með samviskubit yfir því að vera
að borða eitthvað sem ég mátti
ekki borða og mér fannst þetta því
frekar auðvelt.
En þó það hljómi kannski þann-
ig þá er þetta ekki alveg sjálfkrafa.
En það sem ég var laus við var
þessi innri barátta við að velja
hvað og hvort ég borðaði eitthvað
eða ekki, þetta var bara einhvern
veginn sjálfsagt. Ekkert verið að
spá í hvort þetta væri hollt eða
ekki, það var bara „ef ég er ekki
svangur þá þarf ég þetta ekki
núna, ég get fengið það seinna“,
og þar með fór miklu minna inn
fyrir mínar varir og ég léttist sjálf-
krafa ef svo má segja.
Ég hef notað nafnið sýndar-
magabandsdáleiðsla um þessa
meðferð því ég nota samlíkingu
við að fara í uppskurð og maga-
bandsaðgerð til að ná fram þeim
hughrifum sem þarf í dáleiðslunni.
Í framhaldi af því sér fólk sig með
minna magamál og á auðveldara
með að átta sig á seddutilfinn-
ingunni og hætta þegar það hefur
fengið nóg.
Hverjir koma í dáleiðslu?
Það er alls konar fólk, því allt sem
er huglægt er hægt að vinna með
í dáleiðslu. Margir koma sem vilja
létta sig eða breyta einhverju sem
hefur gengið illa að gera upp á
eigin spýtur. Fólk sem vill hætta
að reykja hefur komið töluvert á
Dáleiðslumiðstöðina. Reykingar
og að losa sig við leiða vana er
eitthvað sem dáleiðsla getur vel
unnið á, til dæmis að naga neglur
og þess háttar. Eins er með leiðin-
legar hugsanir eða erfið samskipti,
þar sem fólk er komið í einhvers
konar þráhyggju með einhverja
hluti. Þar hefur líka náðst árangur
við að hjálpa fólki að hætta að
láta slíkar hugsanir stjórna orðum
sínum og athöfnum. Hugsanirnar
hætta í rauninni að koma upp og
skipta máli þannig að viðkomandi
geti snúið sér að því sem hann vill
frekar hugsa um eða gera.
Það sem dáleiðsla virkar hraðast
á er hvers konar fælni, þess vegna
er alltaf gaman þegar einhver
kemur með flughræðslu, innilok-
unarkennd eða annað sem er farið
að hafa mikil áhrif á líf viðkomandi
og fælnin bara hverfur. Það má
kannski líkja þessu við töfrabrögð,
en dáleiðsla er alls ekkert dularfullt
eða yfirnáttúrulegt fyrirbæri, þó
upplifunin sé kannski þannig þegar
fólk getur allt í einu gert eitthvað
sem var gersamlega óhugsandi í
gær. Eins og að fara í flugferð eða
taka lyftuna. Dáleiðsla er í rauninni
þægilegt hugarástand og fólk er
venjulega frekar afslappað og
rólegt.
Dáleiðsla er þægileg leið til að ná settu marki
Jón Víðis er aðalkennari Dáleiðsluskóla Íslands samhliða því að reka Dáleiðslumiðstöðina þar sem hann tekur á
móti fólki í meðferðardáleiðslu. Hann hefur náð góðum árangri í því að hjálpa fólki við að létta sig. MYND/ERNIR
FDT- FÉLAG DÁLEIÐSLUTÆKNA KYNNIR:
UM DÁLEIÐSLU
Dáleiðsla er náttúrulegt hugarástand sem við förum öll í á hverjum degi. Hvort sem við erum
að lesa spennandi sögu, svífum í dagdraumum eða horfum á kvikmynd eða sjónvarpsmynd
sem tekur athyglina erum við oft í náttúrulegu dáleiðsluástandi. Í þúsundir ára hefur fólk
þekkt afl dáleiðslunnar til að auðvelda lærdóm, græða andleg sárww, bæta frammistöðu,
breyta venjum og hraða bata. Dáleiðslutæknar hafa þjálfun í að koma fólki í þetta ástand.
ALÞJÓÐLEGI DÁLEIÐSLUDAGURINN
4. janúar 2019 l Stórhöfða 15, Reykjavík l kl. 17-19
Dáleiðsla er eðlilegt hugarástand sem við
upplifum öll á hverjum degi.
Með dáleiðslu má breyta hegðun
og venjum sem fólk vill breyta, til dæmis:
l Hætta að reykja,
l borða minna,
l losna við fælnir
(loft-,flughræðslu, o.s.frv.),
l losa um áhyggjur og kvíða,
l losna við verki,
l auka einbeitingu,
t.d. við íþróttaiðkun.
Eftirfarandi aðilar bjóða upp á dáleiðslumeðferðir, nánari
upp lýsingar um þá og hvernig hægt er að panta tíma má
finna á heimasíðu Félags dáleiðslutækna: www.fdt.is
Anna Lísa
Björnsdóttir
Áslaug
Jóhannesdóttir
Björg Einarsdóttir
Esther Helga
Guðmundsdóttir
Heiðar Ragnarsson
Hjördís Þóra
Jónsdóttir
Hólmfríður
Jóhannesdóttir
Ingibjörg Bernhöft
Ingibjörg Bernhöft
(yngri)
Jón Víðis
Jakobsson
Kay Cook
Kolbrún
Þórðardóttir
Magna F. Birnir
Margrét
Jóhannesdóttir
Sólveig Klara
Káradóttir
Valgerður
Snæland Jónsdóttir
Þráinn Víkingur
Ragnarsson
Í tilefni Alþjóðlega dáleiðsludagsins 4. janúar verður FDT með opið hús. FDT
býður öllum sem vilja kynna sér dáleiðslu og þá möguleika sem dáleiðsla býður
upp á að mæta að Stórhöfða 15 í Reykjavík milli kl. 17-19.
Þar gefst gestum kostur á að hitta dáleiðslutækna, fræðast um dáleiðslu
og hvernig hægt er að nota hana til að ná fram markmiðum sínum og bættri líðan.
Kynning verður á dáleiðslumeðferðum og boðið upp á hópdáleiðslu fyrir þá sem
vilja upplifa hvað dáleiðsla er.
Kennslubók námskeiðsins, The Art
of Hypnosis eftir Roy Hunter, hefur
verið þýdd á íslensku og heitir
Listin að dáleiða. Bókin er 260
síður og sneisafull af ómissandi
upplýsingum um dáleiðslu. Bókin
er auk þess seld á almennum
markaði enda er dáleiðsla hin full-
komna sjálfshjálp og sjálfsefling.
Fólk með dáleiðsluþekkingu
starfar víða í þjóðfélaginu,
dáleiðslutæknar starfa meðal ann-
ars á Reykjalundi, Grensásdeild
Landspítalans, HNLFÍ í Hveragerði,
á Landspítalanum og í skólum, auk
þeirra sem reka eigin stofur.
Kennsla og æfingar á grunnnám-
skeiðinu með kennara taka sam-
tals 78 klukkustundir og jafngildir
námstíminn 90 kennslustundum í
framhaldsskóla.
Skráning á grunnnámskeiðið
stendur yfir á heimasíðu Dáleiðslu-
skóla Íslands, www.dáleiðsla.is.
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 7 F Ö S T U DAG U R 4 . JA N ÚA R 2 0 1 9
0
4
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:2
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
E
F
-C
2
0
4
2
1
E
F
-C
0
C
8
2
1
E
F
-B
F
8
C
2
1
E
F
-B
E
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
3
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K