Fréttablaðið - 04.01.2019, Síða 22
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Það er alltaf skemmtilegt að prófa nýja rétti þegar maður hefur góðan tíma, til dæmis
á laugardagskvöldum. Fjölskyldan
gæti jafnvel hjálpast að við að
gera vorrúllurnar. Krökkum finnst
gaman að fá að gera eitthvað með
mömmu og pabba í eldhúsinu.
Hér eru tvær góðar uppskriftir sem
henta flestum.
Vorrúllur með kjúklingi
og grænmeti
Vorrúllur eru í uppáhaldi hjá
mörgum. Flestir kaupa þær til-
búnar hjá asískum veitingahúsum
eða frosnar í verslunum. Best er
auðvitað að gera þær sjálfur en
með því getur maður ráðið hvað
sett er inn í þær. Það er hægt að
gera stóran skammt og setja hluta
þeirra í frysti og geyma þar til
síðar. Venjulega eru 3-4 vorrúllur
á mann í máltíð. Síðan er gott að
hafa afganga í nesti daginn eftir.
Setja skal vorrúllurnar í frysti um
leið og þær hafa kólnað ef þið ætlið
að geyma þær. Vorrúlludeig fæst í
asískum búðum.
Þetta er stór uppskrift sem gefur
50 vorrúllur. Það sem þarf er:
1 kíló kjúklingahakk
5 hvítlauksrif
2 msk. rifinn, ferskur engifer
1 rauður chilli, smátt skorinn
2 laukar, smátt skornir
4 gulrætur, rifnar
100 g baunaspírur
1 haus kínakál, skorið niður í
strimla
1 msk. sesamolía
2 msk. ostrusósa
Sojasósa
2 pakkar vorrúlludeig 25x25 cm
Rapsolía til steikingar
Kaupið gjarnan kjúklingabringur
og hakkið í matvinnsluvél.
Hitið stóra pönnu, gjarnan
wok-pönnu, og setjið nokkrar
matskeiðar af rapsolíu út á hana.
Setjið hvítlauk, engifer og chilli-
pipar í olíuna og steikið á meðan
þið hrærið allt saman. Bætið þá
kjúklingahakkinu á pönnuna
og steikið undir háum hita. Því
næst er lauknum bætt við og allt
steikt saman þangað til laukurinn
mýkist. Þá eru gulrætur settar út
í og steiktar í nokkrar mínútur,
síðan baunaspírur og kínakál.
Sesamolían er núna sett yfir ásamt
ostrusósunni. Bragðbætið með
sojasósu. Kælið kjötblönduna
örlítið áður en hún er sett í deigið.
Það má geyma blönduna í ísskáp í
einn sólarhring ef ekki á að snæða
vorrúllurnar strax.
Setjið nokkrar matskeiðar af kjöti
í hverja plötu af deiginu. Skiljið eftir
pláss til endanna. Rúllið upp. Notið
smávegis vatn til að loka rúllunum.
Ef þið eruð óörugg með hvernig
rúlla á deigið er auðvelt að fara inn
á YouTube og skoða það á mynd-
bandi. Sumir nota tvö blöð af deigi
í hverja rúllu til að hún haldi betur.
Leggið á disk og breiðið viskastykki
yfir svo þær þorni ekki.
Hellið um það bil einum cm af
rapsolíu í wok-pönnu eða steikar-
pönnu með háum kanti. Hitið
upp olíuna. Kannið hitann með
því að setja smá bita af vorrúllu-
deigi í olíuna. Ef hann steikist hratt
er olían tilbúin. Setjið 3-6 vor-
rúllur á pönnuna í einu og steikið
í nokkrar mínútur eða þangað til
þær hafa fengið fallegan gylltan
lit og eru orðnar stökkar. Snúið
þeim og steikið í nokkrar mínútur
í viðbót. Takið upp og leggið á
eldhúspappír. Hellið meiri olíu á
pönnuna eftir þörfum. Gætið að
því að hún sé nægilega heit. Berið
vorrúllurnar fram heitar með súr-
sætri sósu eða sweet chili-sósu og
góðu fersku salati.
Uppskriftir sem henta fyrir
alla fjölskylduna á nýju ári
Hér eru tvær ólíkar en góðar uppskriftir sem vel er hægt að prófa um helgina. Þessar uppskriftir
passa hvort sem er um helgar eða á virkum dögum. Vorrúllurnar þurfa kannski aðeins meiri undir-
búning en það er skemmtilegt að spreyta sig á þeim. Kjúklingurinn er mjög einfaldur réttur.
Vorrúllur eru í uppáhaldi hjá flestum. Bæði er hægt að hafa þær með kjöti eða eingöngu grænmeti.
Einfaldur kjúklingaréttur í einni pönnu minnkar uppvaskið.
Kjúklingur í rjómasósu
Þægilegur réttur þar sem allt
er sett í einn pott. Kjúklingur
í rjómasósu með kartöflum og
spínati. Kjúklingabitarnir er
steiktir á pönnu þar til þeir fá
fallegan lit og síðan settir í ofn
með öllu hinu. Það verður því
minna uppvask eftir matinn. Það
má skipta kartöflum út fyrir brún
hrísgrjón. Það er hægt að sjóða
hrísgrjónin með en þá þarf örlítið
meira vatn og gæta þarf að tím-
anum. Gott er að setja smávegis
hvítvín út á pönnuna þegar laukur
er steiktur. Þetta er þó val hvers og
eins. Rétturinn miðast við 4-6.
Um það bil 1 kg kjúklingalæri
2 laukar, grófskornir
4 hvítlauksrif, skorin í þunnar
sneiðar
1 kg kartöflur, skornar í bita
2 msk. sólþurrkaðir tómatar í olíu,
skornir niður
3 dl kjúklingakraftur
2 dl rjómi
20 g parmesan-ostur
100 g ferskt spínat
Ferskt timían
Salt, pipar, paprika, chilli-flögur og
þurrkað timían
Olía til steikingar
Stillið ofninn á 200°C. Kryddið
kjúklinginn með salti, pipar og
papriku. Einnig má nota tilbúið
kjúklingakrydd. Brúnið kjúklinginn
á stórri pönnu í olíu og leggið í
ofnfast fat þegar hann hefur fengið
fallegan lit. Setjið í heitan ofn og
eldið þar til hann er fullsteiktur.
Setjið lauk og hvítlauk á pönnuna
og steikið. Næst eru kartöflur settar
út í ásamt þurrkuðu timían, ½ tsk.
chilli-flögum og sólþurrkuðum
tómötum. Steikið allt í nokkrar
mínútur. Bætið þá kjúklingasoði og
rjóma við. Látið malla í 10-15 mín.
Bætið spínati út í og hrærið
parmesan-ostinum saman við
sósuna. Bragðbætið með salti og
pipar. Ef kjúklingurinn gefur frá sér
soð þá bætið því í sósuna. Leggið
kjúklinginn í sósuna og berið fram.
Skreytið með fersku timían.
Ertu að glíma við kulnun?
Viltu endurheimta orkuna?
Viltu æfa í notalegu umhverr og
fá faglega ráðgjöf og þjálfun hjá
sjúkraþjálfara?
Dagleg eftirfylgni og stuðningur
í lokuðum Facebook hóp.
Tímarnir eru
mánudaga kl 14:20 og
miðvikudaga 13:20
6 vikna námskeið
Verð: 39.900kr
Námskeið
Tryggðu þér pláss
linda@lindagunn.is
www.lindagunn.is
Endurheimtu orkuna Nýtt námskeið hefst 14. janúar
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R
0
4
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:2
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
E
F
-C
6
F
4
2
1
E
F
-C
5
B
8
2
1
E
F
-C
4
7
C
2
1
E
F
-C
3
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
3
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K